24 september, 2007

Þreyta...


í ganginum... hjá skötuhjúunum á Dalstrikinu.

Ég hef nú svo sem enga góða afsökun fyrir þreytu... fór bara of seint að sofa í gær og var svo að hjóla í skólann í dag í fyrsta skipti síðan fyrir veikindi nánast held ég...

Ólafur hins vegar tók þetta með stæl. Hann hjólaði í skólann með eitt kitkat með sér í nesti, fór beint eftir skóla að spila badminton við Torbjörn vin okkar (sem er bæ ðe vei víst nokkuð góður í badminton) og var svo svangur þegar hann loksins ætlaði að leggja af stað heim á hjólinu að hann varð að stoppa hjá Indverjanum í DTU og kaupa sér kex. Svo hjólaði hann heim í þvílíkum mótvindi að maðurinn ætlaði varla að komast heim... Og þreyttur var hann og er enn held ég. Mér skilst líka að hann sé nú þegar kominn með strengi eftir badmintonið ;o) Kannski rétt að taka það líka fram að hann heldur því fram að þreytan sé aðallega tilkomin vegna þess að hann þurfti að vakna 07:00 í gær (sem var sunnudagur) til að mæta í knattspyrnuleik... og það er sko ókristilegur tími á sunnudegi!!


Annars bara allt rólegt að frétta... bara brjúlat að gera í skólanum eins og stundum áður en allt í góðum gír!

18 september, 2007

Sjúkdómafræði...

er ekki góð lesning fyrir manneskju eins og mig. Ég er búin að vera með nánast öll einkenni allra þeirra sjúkdóma sem ég hef lesið um til þessa og þetta hafa verið skemmtilegir sjúkdómar á borð við AIDS og hina ýmsu hjartasjúkdóma. Ég fékk verk sem leiddi út í vinstri handlegg hérna á tímabili hvað þá annað!!
Annars eru "alvöru" veikindin svona að yfirgefa mig hægt og rólega. Of hægt og rólega að mínu mati þar sem ég er ekki sú þolinmóðasta í heimi þegar kemur að því að liggja og gera ekki neitt. En þetta kemur...

Annars splæsti Óli í tvo miða á tónleika hjá þessum sæta þarna á myndinni 3. október næst komandi!!!
Ég hlakka geggjað til :o)

Svo til að þið heyrið nú sögur af Ólafi líka þá er hann náttúrulega ekki eins og fólk er flest! Hann kom ýkt ánægður heim úr tíma á mánudaginn og hafði lært fullt nýtt. En það var sko ekki í sambandi við skólann sem hann var að læra... neinei, hann hafði séð strákana fyrir framan sig vera að spila svona geggjaðan tölvuleik sem hann bara varð að prófa. Og nú situr hann daginn út og inn og spilar höfrungaólympíutölvuleikinn eins og vindurinn! Og þetta er ekki einu sinni nálægt því að vera spennandi eða skemmtilegur tölvuleikur... Og bæ þe vei þá var hann að ná nýju meti, 4,5 milljónir!!! Sumir eiga sér ekkert líf... hehehe

17 september, 2007


Já... þetta er sko ekki búin að vera mín uppáhalds helgi skal ég segja ykkur... Ég er búin að vera lasin síðan á fimmtudagskvöld. Var hins vegar svo sannfærð á föstudagsmorgun að ég væri orðin hress að ég skellti mér í skólann... sem var líklega ekki það gáfulegasta sem ég hef gert! Fékk svo snyrtilega í magann eftir skóla á föstudaginn og er búin að vera að skemmta mér við það síðan þá. Og ég verð alveg að viðurkenna að ég er bara að verða svöng. En þetta fer vonandi að skána... þó svo það hjálpi aðeins við að eyða tímanum að glápa bara á Friends! Og svo er Óli náttúrulega búinn að vera svo indæll og hlaupa fram og aftur á milli búða til að reyna að finna eitthvað sem ég get borðað!! Hann er svo indæll þessi elska ;o)
Það er sem sagt ekki mikið í fréttum hérna megin við hafið. Nema hvað að það er byrjuð 4. serían af Vild med dans hérna hjá vinum vorum Dönum. Fyrir ykkur sem ekki þekkið þetta þá er þetta þannig þáttur að einn frægur Dani, sem bæ ðe vei kann ekki að dansa, dansar við einn alvöru dansara og svo er eitt par kosið út í hverri viku. Og það skemmtilegasta við þessa seríu er að hann Joachim Boldsen handboltakall er með og hann er svo skondinn karakter. Hann er risastór og mikill handboltajaxl sem er svo fyndið að sjá taka sporin að það er með ólíkindum. En hann gerir það nú svo sem alveg ágætlega eins og þið getið séð hér... neðst á síðunni!
En nú verð ég að fara og leggja mig... heyrumst - Eyja

15 september, 2007

Varúð!!!

Eftirfarandi færsla er nær eingöngu fyrir golfáhugamenn og -konur!!!

Ég fór ásamt 3 fílhraustum karlmönnum í golf síðastliðinn miðvikudag í ágætis veðri (15°c og skýjað) á golfvöll sem heitir Furesoe Golfklub. Hann er staðsettur úti í sveit, nánar tiltekið í Birkeroed.
Völlurinn var gríðarlega flottur, skógi vaxinn og endalaust af djúpum sandgryfjum og tjörnum, eitthvað sem við áttum aldeilis eftir að finna fyrir þegar leið á daginn.
Þegar 3 holur voru búnar af 18 var ég búinn að týna a.m.k. 4 kúlum og var ekki að gera gott mót. Það var þó hægt að hugga sig við það að meðspilarar mínir (Gísli Herjólfsson, Höskuldur og Svenni) voru í svipuðum vandræðum og ég. Svenni var vani maðurinn á vellinum (a.m.k. á "loopunni" sem við tókum) og þegar hann byrjaði á að segja að hann hafi tekið 60 vara bolta með vissum við svona ca. hvað við máttum eiga von á.
Það er skemmst frá því að segja að höggafjöldinn var vel yfir hundraðið, týndir boltar voru á annan tug en spilagleðin hvarf engu að síður aldrei!!
Nú er næsta skref að æfa sig í stutta spilinu út í garði áður en haldið verður aftur út á golfvöll. Þar liggur kutinn í kúnni nefnilega..

Annars er allt fínt að frétta af mér. Er sestur aftur á skólabekk eftir rúmlega 4 ára veru á vinnumarkaðnum. Er reyndar bara í einum kúrsi sem heitir því skemmtilega nafni "Pharmaceutical Technology" og er að vinna með í Actavis 50%. Það gengur alveg ljómandi vel allt saman, þó það sé vissulega gríðarlega erfitt að þurfa að hlusta á 4 tíma fyrirlestur frá Þjóðverja sem er vanur að kenna á dönsku en kennir þennan kúrs á ensku. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig enskan er hjá honum. Og hann heitir Gunther, sem er jafnvel enn fyndnara. :)

Næst á dagskrá er stórleikur Tottenham vs. Arsenal sem maður má nú ekki missa af....

Ha' det godt.

Hilsen, Óli

10 september, 2007

Jæja

ætli það sé ekki kominn tími á að hressa aðeins upp á skrifin á þessa síðu...

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá erum við Óli komin heim til DK og erum svona í aðlögun að því að þurfa að læra heima og solleiðis dót. Erum ekki búin að taka alveg upp úr síðustu töskunni en þetta kemur svona með kalda vatninu. Það er samt ekkert betra en að sofa í sínu eigin rúmi. OMG!


Erum búin að hafa nóg að gera, þó aðallega við að kveðja vini okkar sem eru annaðhvort að flytja heim eða fara í skiptinám þessa önnina. Þurfum samt að fara að íhuga það að snúa okkur að náminu... alla vegana ég!

Svo var mikið fjör hjá okkur í gær þegar við vorum að fara að sofa. Við rákumst á kónguló á stærð við mús á baðinu... jakkkk!

Ég er venjulega ekki mikið að kippa mér upp við kóngulær og tek bara í einn fót og sveifla þeim út. En í gær þá hafði ég ekki mikinn áhuga á því. Hún leit einna helst út fyrir að ætla að borða mann... Svo ég skipaði Óla að drepa hana en hún hefur örugglega heyrt það og hljóp af stað sem þýddi það að ég stökk skrækjandi út af baðherberginu og hrekkti Óla svo að hann fór líka að skrækja. Þetta var soldið skondið. En eftir að Óli lamdi hana með tveimur mismunandi auglýsingabæklingum og við vorum búin að bíða í smá stund þá þorði ég að hreinsa hana upp af gólfinu og hún leit svona út...


Jakk..... ég er enn með hroll!