23 janúar, 2006

hmmm

í dag eru ekki nema um 3 dagar eftir af dvöl minni í danaveldi í bili. Ég er bæði hissa á að þessi stund sé runnin upp, glöð og leið. Það er mjög erfitt að segja hvernig mér líður þessa dagana. Ólinn minn er kominn og farinn með eikka af draslinu mínu. Ég sit hins vegar eftir með svo mikið af dóti sem ég veit ekkert hvaðan er komið eða hvernig á að komast til Íslands. Mjög svo hressandi það...
Annars er helst í fréttum í danmörku að baby prinsinn var skírður á laugardaginn. Ég ákvað að ég gæti ekki verið búin að búa í Danmörku í svona langan tíma og hafa ekki séð allt þetta kóngafólk... Svo við Óli klæddum okkur upp og skelltum okkur niður í bæ. Svo núna er ég búin að sjá kóngafamilíuna eins og hún leggur sig... plús hluta af norsku og sænsku kóngafjölskyldunni og ég veit ekki hvað og hvað. Og litla barnið heitir Christian Valdemar Henry John... hressandi!
Annars fer að styttast í að ég loki símanum og netinu svo við verðum bara í bandi þegar ég kem heim á leið! Hafið það gott á meðan... Eyja

13 janúar, 2006

Föstudagurinn 13

Jæja, ætli það sé kannski ekki bara kominn tími á smá blogg... Er búin að vera í einhverju því stærsta letikasti sem sögur fara af. Annars líður tíminn bara geggjað hratt eikka og ég alveg að koma heim. Er búin að vera viku á audiologisk afdeling á Bispebjerg hospital í praktik núna og það er mjög stille og roligt. Er samt búin að læra ýmislegt sem ég ekki vissi að væri hluti af meðhöndlun á svona deild svo þetta er bara búið að vera fínt.
Annars er það sem merkast er í fréttum það að um síðustu helgi fórum við Guðbjörg svona að kanna mannlífið í bænum. Fórum í búðir og keyptum smá, það eru nú einu sinni útsölur!! Og svo dróg ég Guðbjörgu með mér í Fona, en hún hafði aldrei farið í þá búð. Þetta er búð sem selur dvd og geisladiska á sanngjörnu verði og ætlar Guðbjörg að kenna mér um alla cd og dvd sem hún á eftir að kaupa þarna það sem eftir er vetrar... hehe. Svo vorum við bara í röð að fara að borga og hvað haldiði. Rétt á undan okkur í röðinni stendur prinsesse Alexandra!! Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhver úr kóngafjölskyldunni og Guðbjörg þekkti hana ekki fyrr en ég benti henni á hana. Við vorum ekkert smá ánægðar með að hafa séð celebrity!! Þarf svo lítið til að gleðja okkur!!
Annars er ég bara að íhuga að fara að baka köku handa dönskulingunum sem ég er búin að bjóða heim á sunnudaginn. Ætla líka að elda pasta en er í þeim pakka núna að ein má ekki borða mjólkurvörur og tvær mega ekki borða kjöt nema því sé slátrað á réttan hátt og mega alls ekki borða svínakjöt. Það er bara brillíjant þar sem það er meðal annars mjólk, piparostur, skinka og pepperoni í pastaréttinum... Ætla að leysa þetta bara með fullt af salati og hvítlauksbrauði því pastarétturinn verður eldaður!!
Vi snakkes - Ø

04 janúar, 2006

Svefnpurrka!

Ég held ég sé búin að sofa nánast síðan ég kom aftur út. Það er með ólíkindum hvað ég virðist geta sofið!! Var til dæmis í gærkvöldi að horfa á mjög spennandi C.S.I. þátt. Síðan í auglýsingahléi nr. 2 sofnaði ég og vaknaði ekki aftur fyrr en Real Madrid var farið að spila fótbolta þar sem C.S.I. hafði áður verið á dagskrá. Ég er geggjað svekkt. Komst aldrei að því hver skaut gaurinn í þvottabjarnarbúningnum né heldur hvað hann var að gera út á miðjum vegi svo konan með rollubúninginn í skottinu keyrði á hann. Ef einhver kannast við þennan þátt og getur sagt mér hvernig hann endaði þá verð ég mjög þakklát. Ekki gott moment að sofna á skal ég segja ykkur.
Annars bara frekar rólegt að frétta héðan. Er bara að fara að undirbúa niðurpökkun og flutning þar sem ég á flug aftur heim á klaka 26. janúar!!

01 janúar, 2006

2006

Já, það hafðist... árið 2006 er gengið í garð. Árið sem ég verð að öllum líkindum 26 ára gömul og Ólinn minn 27. Árið sem ég ætla að eyða að stórum hluta heima á klaka með honum Óla.
Langaði annars bara að óska ættingjum og vinum nær og fjær gleðilegs árs og þakka kærlega fyrir árið sem er liðið... Var innistæðulaus bæði á íslenska og danska númerinu í gærkveldi svo það fékk enginn áramóta sms frá mér í þetta skiptið!!
Er komin aftur til DK og á að mæta í skólann eftir um 11 klst... Notaði fyrstu nóttina á nýju ári í að verða veik og er ekkert smá tussuleg eins og Óli orðar það. Er með beinverki og hausverk og kannski hita og er bara ómuleg... Og ferðalagið frá Íslandi var ekki til að bæta ástandið. Fékk ekki bara hellu í eyrun heldur heila gangstétt... og er enn, 4 tímum eftir lendingu ekki laus við þennan andskota. En í tilefni af því að ég var að drepast eftir 2 tíma og 45 mínútur í flugvél þá komu töskurnar ekki fyrr en eftir dúk og disk... við erum að tala um að ég fékk töskuna mína síðust eins og alltaf og hún kom ekki á fokkings bandið fyrr en 2 tímum eftir lendingu hel%#$&, dj%"&$ and"%$& drasl. Alveg með ólíkindum... En nú ætla ég að fara að sofa og reyna að ná mér niður og ná mér af þessari druslupest sem ég krækti mér í í tilefni áramótanna