29 júlí, 2004

Köben here I come;o)

Váá hvað þið hafið krossað fingurna fast maður! Ég er búin að fá svar og ég á að mæta í skólann 30. ágúst!!!! Ég er ekkert smá ánægð! Núna verðiði hins vegar að sýna hvað þið getið með því að krossa fingur fyrir því að Ólinn minn fái flutning og geti komið til mín sem fyrst...

Lítur ekki nógu vel út...

... með Danmörku. Var að rekast á það á heimsíðunni þeirra að ef maður ætlar að fara í námið sem ég sótti um þá verður maður að byrja á byrjun. Ég er ekki til í það svo það svo útlitið er ekki nógu gott. Allir sem lesa þetta eru vinsamlegast beðnir að krossa fingur fram yfir helgi...

28 júlí, 2004

úúúúú

Í dag á DTU að vera að svitna við að senda út svarbréfin... Ég er orðin miklu spenntari en ég bjóst við. Það fer sem sagt að koma í ljós....

26 júlí, 2004

Sælir!!

Hvað er svo að frétta í dag? Af mér er það að frétta að ég er búin að vera alein í kotinu síðan á föstudag. Óli er í veiði heima hjá mér, nánast, og ég bara ein í Reykjavík. Ég hef nú samt alveg fundið mér eitthvað að gera, sko. Á föstudaginn eftir vinnu vorum við Miriam búnar að ákveða að fara í sund. Og hvað haldiði? Það rigndi gjörsamlega eldi og brennisteini. Þvílíka rigningu hef ég sjaldan upplifað á gamla góða Íslandi. Það voru heilir 2 í sturtu í Árbæjarlauginni og annað eins fámenni hef ég nú bara ekki upplifað á þeim slóðum! En sundferðin var fín og eftir hana fórum við heim, elduðum okkur þetta líka fína pasta og horfðum á tvær stelpumyndir. Laugardagurinn var svo tekinn með trompi og gengið á Esjuna. Jahá, ég, Miriam og Fjóla fórum sko alla leið upp á topp. Vorum ekkert smá ánægðar með okkur, héldum að vísu á tímabili að við kæmum aldrei niður aftur þar sem lofthræðslan náði tökum á okkur þegar við þurftum að klifra aðeins til þess að komast alla leið upp. En eftir smávegis hlé á toppnum ákváðum við að við yrðum að gjöra svo vel að komast niður af sjálfsdáðum þar sem á eftir okkur kom heill hópur af fólki með þrjú börn með sér. Yngsta barnið var sko ekki meira en fimm ára gamalt. Hálf skammarlegt að sitja fastur upp á Esju þegar einhver baby fara þetta eins og ekkert sé!! Sunnudagurinn fór svo í að eyða peningum í Kolaportinu og Kringlunni. Ótrúlegt hvað maður er alltaf góður í að eyða peningum sem maður á ekki!
Annars þá hringdi Óli í mig áðan og tilkynnti mér að hann væri búinn að veiða lax. Hann var ekkert smá ánægður og er ég alveg yfir mig stolt af stráknum. Held hann ætli að biðja pabba að grafa hann svo það verður nú veisla hjá okkur við tækifæri!
En höfum það ekki lengra í bili, verð nefnilega að reyna að vinna aðeins fyrir kaupinu mínu...

22 júlí, 2004

Gleymdi einu...

Er eitthvað til sem heitir vinstrameginveikin??
Ég er með hellu í vinstra eyra, stíflaða vinstri nös og hálsbólgu vinstra megin. Hvað er það??? Hægri hliðin væri til í hörku djamm á meðan sú vinstri er bara fúl og vill fara að sofa!

Já, þú segir það

Ég verð alveg að viðurkenna að ég hef verið hressari. Og ég er ekki í neinu stuði fyrir blogg!! Hef líka ekki mikið að segja. Fór í átta ára afmæli hjá Dagmar eftir vinnu í gær og borðaði á mig gat. Grillaðar pylsur, pönnukökur, snúðar og ricekrispieskökur voru sko alveg að gera sig, haha!! Þetta var nú samt tiltölulega rólegt afmæli, alla vegana miðað við barnaafmælin sem haldin voru heima hjá mér á mínum yngri árum! Eftir afmælið fór ég bara heim að sofa. Svaf því meira eða minna frá klukkan sjö í gærkvöldi til hálf átta í morgun! Mikið fjör. Óli fór hins vegar á Þingvelli að veiða og kom ekki heim fyrr en klukkan eitt. Eða svo segir hann, ég var steinsofandi svo það getur vel verið að hann hafi verið á djammi í alla nótt;o)
Annars er stefnan í kvöld ansi góð. Verkfræðigellurnar eru allar á leiðinni að skoða nýju íbúðina mína og efast ég ekki um að það verður mikið fjör. Hef líka ekki séð þær svo lengi, kemst einhvern veginn aldrei með þeim þegar þær fara út á lífið. Hlakka þess vegna mikið til og hef örugglega frá meiru að segja á morgun - adios

21 júlí, 2004

obbobobb

Elsku Ragnheiður!!
Þú átt sama afmælisdag og Dagmar! Svo innilega til hamingju með daginn sæta.

Þvílík þreyta

Almáttugur minn einasti. Þetta er á leiðinni að verða einn þreyttasti dagur sem sögur fara af. Það var nefnilega fjölskylduboð hjá okkur í gærkvöldi. Systa, Gaui, Halli, Yalda, Maja, Snorri, amma, Sigga og Maggi mættu á svæðið og borðuðu hjá okkur vöfflur og gulrótaköku. Það var alveg þrusustuð og mjög gaman að fá þau öll sömul í heimsókn. Ekki skemmdi það heldur fyrir að þau færðu okkur líka svo svakalega fínar innflutningsgjafir og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. (Þeir sem hafa áhuga á að vita hvað það var sem við fengum verða bara að koma í heimsókn til að skoða!!) Síðustu gestirnir voru ekki að fara heim fyrr en klukkan 1 í nótt og er þreytan þess vegna svolítið farin að segja til sín og klukkan ekki nema korter í 9. Góð byrjun! Annars þá fékk ég hálsbólgu vinstra megin í gær og er enn ekki alveg nógu góð. Átti einn hálsmola sem ég ætlaði að borða áðan. Hvað haldiði, helvítið hrökk ofan í mig og gerir nákvæmlega ekkert gagn fastur í hálsinum á mér! Annars þá hófst dagurinn minn á því að ég gekk um alla íbúð og reif batteríin úr reykskynjurunum. Þegar ég var búin að hreinsa úr þeim öllum, að ég hélt, þá var enn einhvers staðar einn sem gelti á mig í alla nótt. Ætlaði aldrei að finna helvítið og þegar ég var um það bil að gefast upp ákvað ég að kíkja inn í geymslu. Haldiði ekki að þar hafi helvítið setið og hlegið af mér. Reif úr honum batteríið svo hann mun ekki hlæja alveg á næstunni!!!
Annars þá er hún Dagmar frænka mín 8 ára gömul í dag. Stefnan er því tekin á pylsupartý eftir vinnu að Otrateig 18. Afmælisgjöfin reyndist þrautin þyngri, en eftir þó nokkrar svaðilfarir og skil og fleira bjargaðist þetta nú allt saman. Ég verð því að þrauka í vinnunni í dag þrátt fyrir hálsbólgu vinstra megin og hálsmola sem situr fastur í hálsinum á mér til að missa ekki af pylsupartýi ársins;) Til hamingju með daginn Dagmar...

20 júlí, 2004

Að síga á seinni hlutann!!

Það er að síga á seinni hlutann á öllu þessa dagana. Því betur virðist vera farið að síga á seinni hluta veikindanna sem hafa stöðvað mig í bloggi undanfarna daga. En því miður virðist líka vera farið að síga á seinni hluta sumarsins. Svo er farið að styttast í svarið frá Danmörku. Eftir sirka tvær vikur kemur í ljós hvort ég er heimilislaus og Ólalaus í Danmörku eða hvort ég verð atvinnulaus heima á Íslandi. Og ég get ekki lengur sagt, ja þetta kemur bara í ljós allt saman!! Pinku skarí!
Annars er það af mér að frétta að ég lá veik heima fimmtudag og föstudag og næstum laugardag. Hjálpaði Óla samt að taka rosa skorpu á Rauðalæknum sem gerði honum kleift að halda grillpartý um kvöldið. Ég forðaði mér á Otrateig þegar ég sá hvert stefndi í þessu partýi og sé ekki eftir því. Ég mætti nefnilega ákaflega skemmtilegum bekkjarfélaga Óla úr MR þegar ég fór yfir! Á sunnudaginn var tekin sú mikla ákvörðun að nú væri ég ekki veik lengur, ég gat bara ekki misst af meira góðu veðri. Það var því útivera frá nánast 11-11. Ekki búðin samt! Við Óli fórum í picnic að Bakkatjörn og borðuðum nestið okkar í miðju kríuvarpi! Mæli eindregið með því að fólk prófi það! Síðan fórum við á Austurvöll og skoðuðum ljósmyndirnar. Mér fannst þær ekki jafn skemmtilegar og þær sem voru á sýningunni í fyrra, en gaman samt sem áður. Eftir smá rölt að tjörninni, þar sem við bæ ðe vei sáum minnsta barn með stærstu sólgleraugu sem ég hef séð. Af hverju að gera börnunum sínum svona lagað? Það hélt varla haus áður en sólgleraugun voru komin á, hvað þá þegar búið var að skella á einhverjum rosalegum brettagleraugum!! Skil ekki svona! Já, eftir þetta þá lögðumst við Óli í sólbað á Austurvelli. Síðan tóku við tveir misskemmtilegir fótboltaleikir. Sáum fyrst Siggu og félaga taapa 7-1 fyrir ÍBV. Ekki mikil skemmtun þar á ferð svo ég held við höfum blundað í Kaplakrikanum. Svo var komið að TBR-Gozar. Ég var eini áhorfandinn á þeim leik og hafði með mér bók til öryggis sem ég las þegar hann Ólinn minn fór út af til að fá sér vatn og svoleiðis! Þetta varð fyrsti leikurinn þar sem Gozar fengu stig svo nú er ég talin lukkutröllið. Verð líklega látin horfa á alla leiki þeirra sem eftir eru hvort sem mér líkar betur eða verr!!
Og eitt í viðbót. Ég fór í sund með Benedikt og Dagmar í gær og ég er greinilega komin á barneignaraldur eða eitthvað. Alla vegana þá héldu allir að ég ætti Benedikt. Þetta er það mest scary sem ég hef upplifað lengi.
Alla vegana, FH vann Fylki 1-0 í gær. Ég olli uppþoti á Norðurvangnum þegar ég sagðist ekki halda með FH. Verð augljóslega aldrei uppáhalds tengdabarnið á þeim bænum. Skítt með það, ég held með Skaganum. Og þeim sem enn leiðist í vinnunni og hafa komist svona langt í lestri þá er Ása vinkona í góðum gír á Húsavíkinni... skoðið bara sjálf http://photos.heremy.com/80argangur/

14 júlí, 2004

Veikindi

Ég þoli ekki að vera lasin. Allt sumarið í fyrra fór í lifrarbólgu C og eins og Sigurveig segir, þá næ ég mér alltaf í einhverjar skrítnar veikir. Núna er hins vegar í gangi bara hálf veiki. Er mjög slöpp en ekki nógu veik til að mæta ekki í vinnu. Óli náði hins vegar að fá hita svo hann er búinn að vera heima bæði í gær og í dag. Þetta er sem sagt búinn að vera mjög erfiður dagur í vinnunni. Því betur er hann nánast alveg búinn. Gleymdi að segja frá því í gær að Ríkey kom í opinbera heimsókn á Rauðalækinn á mánudagskvöldið. Hún kom meira að segja með köku og allt. Annað eins kökupartý hefur ekki verið haldið, hvorki fyrr né síðar, á nýja heimilinu.
Ég er orðin sannfærð um að smiðirnir sem vinna fyrir utan gluggann minn ættu að vera á hæli. Í dag tóku þeir upp á að baula þarna fyrir utan. Hvað er það? Fullorðnir menn standa fyrir utan og baula. Þetta er náttúrulega eitthvað grín. Svo gerðust undur og stórmerki í gær. Ég, Svenni og Fjóla rumpuðum af skýrslunni úr heimsókninni í otvo. Þokkalega maður, hún er meira en ein blaðsíða (á einu og hálfu línubili, en það fylgir ekki sögunni). Verð samt að reyna að vinna aðeins áður en ég fer heim. Hef ekki náð að sýna mitt rétta andlit hérna í vinnunni alla vikuna, fyrst vegna helgarinnar og svo vegna hálfrar veiki... Heyrumst betur síðar!!

13 júlí, 2004

Góðan daginn frú mín góð, góðan daginn frú mín góð...

Þessi dagur byrjaði ekki vel. Fór svo öfugu megin fram úr rúminu að annað eins hefur varla sést. Var svo eins og þrumuský í framan alveg bara þangað til rétt áðan. Er annars komin á þessa líka blússandi siglingu á hjólastólunum að ég hef hreinlega komið sjálfri mér á óvart. Annars verð ég að segja eitt. Í gær var ég að deyja í vinnunni, ég var svo þreytt. Fór þess vegna nánast alveg beint heim til þess að fá mér nú góðan blund. Ég var kannski búin að ná því að sofna, er samt ekki alveg viss, en rauk upp með andfælum þar sem það hófst þessi líka agalega hljómsveitaræfing á hæðinni fyrir ofan. Við erum að tala um að það var lögð áhersla á trommusóló þennan daginn. Ofan á þetta allt saman voru svo fjórir augljóslega dyggir aðdáendur búnir að stilla sér upp fyrir framan svefnherbergisgluggann minn. Þeir hrópuðu og kölluðu til að biðja um óskalög og klöppuðu svo eins og þeir ættu lífið að leysa á eftir hverju trommusólóinu á fætur öðru. Þetta er ekkert nema stríðsyfirlýsing. Ég var næstum því hálshöggvin fyrir þriggja mínúntna stopp fyrir utan húsið daginn fyrir Metallica og eftir það hafa allir íbúarnir lagt sig fram um að vera með hávaða í þessi fáu skipti sem ég reyni að sofa. Næst þegar gribbukallinn á efri hæðinni verður með læti ætla ég að strunsa upp og segja: Þessi tónlist er allsendis óviðeigandi. Get ekki beðið eftir tækifærinu...

12 júlí, 2004

Biðst innilegrar afsökunar...

Elskulega litla systir mín eyddi sunnudeginum í að hanna og sauma handa mér forláta veski. Vil ég hér með þakka henni kærlega fyrir. Þetta var sko geggjað flott hjá henni!!

Byrjar vel!!

Verð að segja að þetta blogg fór vel af stað, en mér sýnist sem það hafi farið að halla undan fæti strax á þriðja degi. En við þessu mátti líklega búast. Ekki sterk í að standa við það sem ég lofa sjálfri mér!! Var sem sagt fyrir norðan um helgina. Það var þvílíka rokna stuðið. Hitti alveg fullt af liði sem var með mér í grunnskóla. Meira að segja fólk sem ekki hefur sést í rúm 10 ár. Sindri Birgis birtist svona líka fjallmyndarlegur svo stelpunum stóð mörgum hverjum ekki á sama. Það var heljarinnar dagskrá á laugardeginum, söngur, dans og íþróttir auk þess sem við horfðum á gamalt myndband frá því í gamla daga og fórum á reðursafnið. Lifandi skógur var að sjálfsögðu rifjaður upp með stæl og alveg hreint ótrúlegt hvað maður kann ennþá af þessum miður skemmtilega söngleik... Um kvöldið grillaði svo Frímann ofan í okkur þennan líka rosa mat og svo var svamlað fram eftir nóttu og leiðin lögð á ágætis ball á Sölku. Prógrammið var að vísu svolítið einhæft hjá þessu blessaða bandi og ekki laust við að sum lögin væru orðin þreytt undir lokin. Ása María málaði bæði Húsavík og Mývatnssveit alveg eldrauð og þeir sem vilja nánari útskýringar á því verða bara að bera málið undir hana. Ekki vera samt með óþarfa pressu, hún er enn að rifja þetta upp... Á leiðinni til baka var svo stoppað í Vanabyggð og borðuð Greifapizza!! UUMMMM Bestu pizzur í heimi, ekki spurning. Svo erum við bara komin aftur til baka og farin að vinna. Ég er komin með verkefni. Er að þýða pöntunarblað fyrir hjólastóla yfir á íslensku. Ef einhver er fær í hjólastólaensku er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband núna strax. Þetta er ekki að gera sig hérna hjá mér...

08 júlí, 2004

Jæja...

Svo virðist sem ég sé á leiðinni að lifa þessa miklu hörmung af. Er búin að troða eyrnatöppum í eyrun á meðan flestir aðrir hafa flúið. Og ef mér missýnist ekki þá er actually ný rúða á leiðinni!!
Er á leiðinni til Húsavíkur á morgun. Það eru nefnilega hvorki meira né minna en tíu ár síðan ég var fermd. Mikið partý á laugardaginn með grilli, balli og öllu tilheyrandi. Verst að ég veit ekkert í hverju ég á að fara. Ég er sífellt að týna fötunum mínum. Verð að fara að koma því í verk að setja þau inn í fataskápinn fyrst það eru nú loksins komnar á hann hurðir. Hins vegar er ég sannfærð um að svörtu flíspeysunni minni var ofboðið og hefur hún endanlega yfirgefið mig. Ég lýsi því eftir svartri 66°N peysu sem hvarf frá Rauðalæk 53 aðfaranótt laugardags. Finnandi má eiga það sem er í vasanum vinstra megin svo fremi hann skili peysunni með öllu sem á að vera í vasanum hægra megin.
Hjólaði eins og vitlaus í gær og hræddi næstum líftóruna úr eldri konu sem var úti að hjóla líka. Hún hafði greinilega aldrei séð önnur eins tilþrif auk þess sem augljóst var að hún var bara rétt búin að dusta rykið af þessu líka forláta dömuhjóli með körfu og öllum græjum! Í kvöld er síðan stefnan tekin á fótboltann. Veit ekki alveg hvort ég mæti, þær vilja nefnilega hittast á KR-vellinum. Hvaða heilvita maður fer af fúsum og frjálsum vilja og spilar fótbolta á KR-velli, ég bara spyr. Ef ég fer þá er það sko ekki af fúsum og frjálsum...

Ekki gott

Nú er mín síðasta stund að renna upp. Þeir sem þekkja mig vita kannski af því að það kemur fyrir að mér sé kalt. Og þar sem ég vinn sit ég við skrifborð sem er staðsett við risastóran glugga. Og hvað haldiði. Hingað kom ekki alveg nógu myndarlegur smiður og sagðist þurfa að taka niður gardínuna, hann væri að fara að skipta um rúðu. Og nákvæmlega núna er hann sem sagt að skrúfa rúðuna úr. Ef þið heyrið ekki frá mér aftur þá megiði sem sagt senda blóm og kransa að Rauðalæk 53 105 Reykjavík...

07 júlí, 2004

Ekki af ástæðulausu

Ég get ekki beðið eftir að þessi vinnudagur sé búinn. Það var ekkert grín þegar ég sagði að það væri lítið að gera í vinnunni hjá mér. Er samt búin að afreka það að finna hlut í vatnsslípinn sem ég er búin að leita að á netinu í tvo daga. Svo ég hef nú svo sem afrekað ýmislegt. Það er samt alveg ótrúlegt þegar maður hefur sent 200 tölvupósta út af ákveðnum hlut sem síðan er tekin ákvörðun um að kaupa ekki þá fyrst fer fólkið að svara. Ég er þess vegna með troðfullt pósthólf af einhverjum helv... of seinum tölvupóstum. Snillllllld. Svo ætlaði ég að vera geðveikt dugleg og fara út að hjóla á nýja hjólinu mínu eftir vinnu þar sem Óli væri að fara á æfingu. En Óli fór veikur heim úr vinnunni svo það er farið að freista mín að fara bara heim til hans að sofa. Já og vorkenna honum, að sjálfsögðu. Svo er bara stefnan sett á bolta með Stelpunum seinnipartinn á morgun! Hlakka mikið til, það er svo langt síðan maður hefur komist í bolta. En það er að koma kaffitími og svo er bara að bruna heim á leið...

Heyrumst

Gleymdi...

Ég var svo æst að koma þessu á netið áðan að ég gleymdi helmingnum af því sem ég ætlaði að segja!! Fyrir þá sem ekki vita þá er allt að koma til á Rauðalæknum og stefnan að skila lyklunum af Baldursgötunni í kvöld. Við Óli vorum næstum dáin úr leiðindum við að þrífa Baldursgötuna - það er leiðinlegt að þrífa en þegar maður er ekki einu sinni að þrífa fyrir sjálfan sig þá fyrst versnar í því. Svo var fyrsta formlega matarboðið á Rauðalæk í gær. Ása og Sigurveig komu í mat sem varð til þess að ég eldaði í fyrsta skipti síðan ég kom heim frá útlöndum. Geri aðrir betur - hef sem sagt ekki eldað mat í mánuð!! Matarboðið gekk svona líka vel og allir voru vel saddir að máltíð lokinni. Síðan var haldið í Hafnarfjörðinn á fótboltaleik og sama hvað við reyndum þá var Sigurveig ekki til í að koma með. Ása stóð sig hins vegar með prýði og aldrei að vita nema takist að draga hana með á fleiri leiki...

Allt að gerast

Já, þá er mín farin að blogga. Ótrúlegt hvað maður fer útí þegar bara nákvæmlega ekkert er að gerast í vinnunni. Er sem sagt búin að lesa allar bloggsíður sögunnar þennan síðasta mánuð og þar sem lítið er að gerast á flestum þeim vígstöðvum þá gefst ég upp og verð bara að skrifa sjálf mér til dægrastyttingar. Hef að vísu hug á að stunda nám í DTU í vetur ef þeir hætta með þetta hel.. bögg svo þá geta mamma, pabbi og systkini mín kannski fylgst með mér þaðan. Stefnan er sem sagt að hér fari fram bein lýsing frá Köben, ef ég kemst þá svo langt...