22 desember, 2006

Jólahvað??

hæbb...
Ég er komin heim í heiðardalinn og ætla að vera hérna fram yfir áramót. Er ekkert smá ánægð jafnvel þó að Óli sé hinum megin á landinu. Væri samt auðvitað ánægðari ef hann væri líka hér sko... en þetta er fínt. Við Gunnar ákváðum að dissa flugfélagið og fórum bara keyrandi. Það er allt í kaos í innanlandsfluginu út af veðrinu sem búið er að vera í gangi undanfarna daga og maður tekur ekki þann séns að verða veðurteftur á höfuðborgarsvæðinu yfir jólin...
Annars tókum við Óli jólin með trompi þetta árið. Keyptum allar jólagjafir fyrir síðustu helgi nánast, komum jólakortunum í póst á réttum tíma og ég veit ekki hvað og hvað. Held samt að eina ástæðan fyrir þessu sé að við drifum þetta af áður en ég fór í endajaxlaaðgerðina umtöluðu... Jább er orðin tveimur tönnum og nokkrum tugum þúsunda fátækari...
Annars bara allt í gúddí... er haggi?

10 desember, 2006

Það hefur sko ýmislegt á daga okkar Óla drifið síðan við fórum og kíktum á bond... Við fórum til dæmis á Rockstar tónleika í Laugardalshöllinni og skemmtum okkur alveg frábærlega. Það var rosa gaman að sjá þetta lið svona up close and personal eftir að hafa fylgst með þeim nokkuð vel í sjónvarpinu í nokkra mánuði. Við vorum nefnilega svo heppin að Sigurveig og Hilmar áttu fjóra miða og buðu okkur að koma með... við erum ekkert smá ánægð með það.







Svo fór ég að sjá The Holiday í bíó. Óli vildi ekki koma með í það skiptið... wonder why!! Þetta var alveg frábær svona rómantísk gamanmynd sem þú verður að sjá Fjóla, það er sko ekki spurning!! Svo skemmir náttúrulega ekki fyrir myndinni hvað Jude Law er sætur!!




Alla vegana... svo erum við komin með íbúð í Kaupmannahöfn sem er náttúrulega bara alveg æði!! Hún er samt aðeins í dýrari kantinum en er bara á svo frábærum stað að við gátum ekki sagt nei. Líka erfitt að segja nei þegar okkur hafði einfaldlega ekki boðist neitt annað!! Annars er bara að hellast yfir mann jólaskap og við búin að vera busy í að kaupa jólagjafir... And that's about it... í bili alla vegana!