30 september, 2004

O mí god

Einu sinni enn er dagurinn búinn og ég kom því ekki í verk að skrifa neitt. Þetta er alveg með ólíkindum, ég hef nú ekki svona mikið að gera :o) Annars þá fór tíminn sem ég ætlaði að nota til að blogga í gær í að setja upp myndasíðu sem eftirtektarsamir hafa kannski tekið eftir link inn á hér til hægri. Líklegt, hehe. Það eru smá svona byrjendamistök í gangi, það þarf aðeins að halla undir flatt þegar myndirnar eru skoðaðar, en það verður lagað við tækifæri!!
Annars þá verð ég að fara að sofa, er búin að vera að deyja úr þreytu í allan dag. Er á leiðinni á Oktoberfest á morgun. Og ætla að muna eftir myndavélinni!! Svo þangað til næst, bara góða nótt...

28 september, 2004

Svona fór um sjóferð þá

Þetta er með ólíkindum. Ég ákvað að skrifa ekkert í gær þar sem ég var svo pirruð að ég hefði örugglega skrifað eitthvað ljótt sem ekki hefði verið við hæfi!! Annars er það í fréttum hjá mér að það eru enn tvær vikur í svarið frá DTU. Það þarf að fara fyrir nefnd og í síðustu tilraun kom eitthvað upp á svo það var ekki farið yfir umsóknina. Þetta er náttúrulega tær snilld. Ég held ég eigi aldrei eftir að taka Dani í sátt eftir allt sem ég hef lent í síðan ég fékk bréfið um að ég var tekin inn í vitlausa deild. En ég nenni ekki að tala um þetta meira. Þetta kemur í ljós og þá verður allt ákveðið. Hvort ég verð eða fer heim og hvort Óli kemur eða ekki. Ljósið í myrkrinu var samt að ég fékk pakka í gær. Mamma og pabbi sendu mér armband sem þau keyptu handa mér í Króatíu. Geggjað flott, ég var ekkert smá ánægð.
Annars þá er verklegt í tveimur fögum á morgun til þess að hressa mann við eftir fjögurra daga helgi. Eins gott að það sé ekki í hverri viku maður, það myndi steikja í manni heilann held ég. Og í dag eru einungis 10 dagar þangað til ég fer heim í frí. Eftir allan pirringinn undanfarna daga get ég ekki neitað því að ég hlakka til. Á samt enn eftir að kaupa afmælisgjöfina hans Óla. Verð að koma því í verk áður en ég fer heim. Strákurinn er nú einu sinni að verða 25 ára.
Annars ætla ég að mæla með Mean Girls fyrir þá sem þurfa að hlæja og gera ekki kröfu um mjög djúpan söguþráð!! Við Ragnheiður skemmtum okkur alveg mæta vel...

25 september, 2004

Danir eru erfiðir...

og líka skrýtnir. Hringdi í gær upp í DTU og þá fannst umsóknin mín um flutning á einkunnum ekki. Það var ekki alveg það sem ég þurfti að heyra en það átti að fara að leita og svo á ég að fá e-mail á mánudaginn með niðurstöðu leitarinnar en líklega engar fréttir um flutninginn.
Svo verð ég að segja ykkur frá konunni á bókasafninu í Panum. Við erum að tala um það að hún er með mottu. Hún er með svo svart yfirvaraskegg að það er eitthvað grín. Ég ræð ekki við mig og stari alltaf á hana ef ég á leið þarna um til þess að vera viss um að mig hafi ekki verið að dreyma. En það er alltaf eins, hún er með skegg.
Svo fór ég í gær og keypti mér náttföt svo ég verði ekki úti hérna á nóttunni og þá mætti ég skrítnu fólki. Það er náttúrulega ekki til að tala um að mæta skrítnum rónum og einhverjum Cristianiu búum en ég mætti stelpu, held alla vegana að það hafi verið stelpa, og hún var með broddaeyrnalokka hringinn í kringum munninn. Hvernig ætli það sé að kyssa hana??? Rétt á eftir þessari fegurðardís labbaði svo strákur sem var með röndótt hár. Við erum að tala um að hann var eins og sebrahestur í einum auka lit þar sem hárið á honum var svart, hvítt og rautt í röndum. Svaka smart. Sé svolítið eftir að hafa ekki spurt hann hvar hann fari í klippingu þar sem ég er komin með sítt að aftan eins og versta eitís gella!
Var að byrja að lesa sjúkdómafræði á dönsku. Það gengur svo illa að ég er að deyja við þetta. Góð sjúkdómafræði það, sem drepur lesendurna úr leiðindum. En til þess að lifna aðeins við eftir þetta er stefnan tekin á Mean Girls í Palace. Ég var bara sátt með að Danir eru seinni en allt í bíómyndunum þegar ég sá að ég gat enn séð hana í bíó!

23 september, 2004

Það kom loksins að því...

... ég er officially orðinn Dani. Ef mér er flett upp í þjóðskránni þá kemur heimilisfang: Danmörk. Svo er ég komin með danska kennitölu, danskan bankareikning, visa dankort sem ekki er hægt að lifa án og síðast en ekki síst sygesikringsbevis. Svona á þetta að vera. Það lítur samt ekki alveg nógu vel út með skólann akkúrat í augnablikinu, ekkert að gerast í transfermálunum svo ég neyðist til að fara að tala dönsku í síma. Ekki alveg það sniðugasta þar sem þá get ég ekki notað leikræna tjáningu þegar allt stefnir í voða. Hefði jafnvel átt að leggja fyrir mig leiklist, það hef ég lært á þessum vikum mínum hérna í Köben. Á það alla vegana inni ef þetta endar allt í fokki!
Annars er alveg ágætt að frétta héðan af 5. hæð á Tagensvej treogtyve. Það er að vísu ekki lyfta í húsinu svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég verð komin með stæltan rass eftir allar ferðirnar upp og niður. O babe... Eða hvað, það var svo sem ekkert brjálað stuð að bera allt dótið upp þessa stiga þegar við fluttum inn. Við Ragnheiður hefðum einfaldlega sest að í bakgarðinum með krákunum ef Óli ofurflytjari hefði ekki verið á svæðinu til að hjálpa okkur! Takk fyrir alla hjálpina ástin mín ;o) Annars þá er lífið svona um það bil að komast í einhverjar skorður skóli þriðjudaga - föstudaga, en frá á mánudögum. Vúha, þvílík snilld. En einnig mjög hentugt þar sem ég tók þá ákvörðun að fara ekki aftur til Köben fyrr en á mánudegi eftir vetrarfríið, sem bæ ðe vei er eftir hálfan mánuð. Svo eru Ína systir, Rúnar og Óli búin að panta sér flug hingað út til mín 18. nóvember sem er náttúrulega tær snilld. Ég er síðan búin í prófum 14. des. og mæti heim á klakann fljótlega upp úr því í jólafrí. Nema ef ég fæ ekkert metið inn í DTU, þá kem ég alkomin 8. október... Vonum það besta, 7, 9, 13!! En það eru samt fullt af helgum laustar svo ef þig langar til Köben þá endilega skelltu þér inn á Iceland Express og pantaðu miða. Alltaf hægt að búa til pláss!! Á að vísu við smá tæknilega örðuleika að stríða, loksins þegar ég var búin að læra á gaseldavélina og meðfylgjandi gasofn í eldhúsinu þá fer ofninn í herberginu mínu á eitthvað flipp svo ég vakna með grýlukerti á nefinu á morgnana. Gæfi mikið fyrir að hafa lifandi hitapokann minn á svæðinu til þess að kippa þessu í liðinn :o)
Annars þá er ég í miðju kafi að skúra, verð nú að fara að ljúka þessu. Læt heyra frá mér aftur mjög fljótlega. Adios!!

21 september, 2004

Erfitt, erfitt

Váá hvað ég er ekki að standa mig í stykkinu sem bloggari. Ég tók samt þá ákvörðun í byrjun að ég nennti ekki að blogga á meðan ég væri ekki sjálf með net og svona og það kom nú að lokum í hús í gær. En ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona erfitt að flytja til útlanda. Veit ekki hvað ég er búin að þurfa að standa í mörgum biðröðum og hvað ég er á mörgum stöðum búin að fá svarið: Det tar 10-14 dage. Saa du maa kun vente!! Þoli ekki þetta svar!
Annars þá er svona að byrja að ganga bara ágætlega. Skólarnir eru alveg fínir og mjög skemmtileg fög sem ég er í en það er svolítið erfitt að læra á dönsku. Þetta fer líka alveg í kaos þegar maður hugsar á íslensku, les bók á ensku og fer svo í fyrirlestur á dönsku. Er ekki alveg búin að tengja saman þessi þrjú tungumál þannig að þetta fljóti nógu vel. Svo er ég svo léleg í að troða mér fram svo ég þekki ekkert voðalega marga. Spjalla alveg við nokkra í skólanum, en er ekki búin að kynnast neinum þannig að ég hitti krakkana mikið utan skólans.
En hvað sem því líður þá var ég að koma heim úr bíó. Fór með "tankelgruppen" sem ég er í og við fórum að sjálfsögðu að sjá danska mynd, ágætis æfing. En myndin sem við fórum á heitir Brödre og var rosalega góð. Hún var kannski ekki skemmtileg en góð. Svo ef þig langar að sjá virkilega góða bíómynd þá skaltu sjá þessa!
En bið að heilsa í bili. Skrifa að öllum líkindum meira á morgun, ekki eftir mánuð. Þangað til þá...