29 janúar, 2007

DK

jæja... ætli það sé ekki kominn tími á smá updeit. Við Ólafur erum sem sagt sest að í Danmörku í bili. Höfum ekki yfir miklu að kvarta enn sem komið er, erum í fínni íbúð á fínum stað og líður bara vel. Dótið kemur svo að öllum líkindum á morgun á milli 14 og 17. Þeir eru alveg ágætir Danirnir... láta mann þurfa að sitja heima allan daginn og bíða eftir þessu. Ikea-sendigaurarnir gerðu þetta líka. Þeir hins vegar sögðust koma milli 14 og 18!! Við fórum nefnilega í rosalega Ikea ferð á laugardaginn og keyptum svefnsófa. Eftir miklar mælingar komumst við að þeirri niðurstöðu að við gætum keypt draumasvefnsófann minn. Það leit nefnilega alveg út fyrir það á tímabili að við kæmum honum ekki inn um dyrnar... Vandamálið sem eftir stóð var þá bara að hann er einungis 100 kg og það var ekki auðvelt að halda á honum upp. Og Ikea-sendigaurinn hjálpaði okkur samt... En það hafðist og nokkuð ljóst þykir að kalla verður út mikinn liðsauka þegar flytja á þennan sófa í burtu!!
Annars byrjaði Óli að vinna í dag og fyrsti skóladagurinn hjá mér er á morgun auk þess sem Ísland er að fara að keppa við Danmörku á HM. Æsispennandi dagur framundan...

16 janúar, 2007


Þeir sem þekkja mig vita að mér er svo sem ekkert sérstaklega vel við sprautur... það hefur ekkert að segja að hafa alist upp hjá meinatækni/lífeindafræðingi maður getur samt haft andúð á sprautum... Alla vegana. Fyrir nokkru síðan áttaði ég mig á því að slatti af öllum þessum sprautum sem sí og æ var sprautað í mann á yngri árum eru nú þegar eða mjög fljótlega að renna út. Ég pantaði þess vegna tíma til að láta nú updeita dótið áður en haldið verður í víking til DK. Mín mætti þess vegna "hress og kát" í sprautu eftir vinnu í dag. Eftir smá samningaviðræður við lækninn samþykkti hann að updeita stífkrampann og mænuveikina með því skilyrði að hann fengi líka að gefa mér eitt búst við lifrarbólgu A. Þegar gaurinn síðan snýr sér við til að finna bóluefnin hvað haldiði að mín uppgötvi sér til smávegis skelfingar??!!! Ég fékk þennan líka forláta langerma rúllukragabol í ammæligjöf frá systkinum mínum í gær og í honum var ég... að sjálfsögðu. Eftir misheppnaða tilraun til að tosa aðra ermina upp fyrir öxl spyr ég lækninn hvora öxlina hann vilji og jaxlinn segir báðar! Ég neyðist því til að vippa mér úr bolnum... þetta fannst mér alveg típísk ég... Ég sem alltaf er í stuttermabolum og hlýrabolum þar fyrir innan og ég veit ekki hvað og hvað stóð þarna með ístruna út í loftið og þakkaði guði fyrir að vera í svona frekar efnismiklum brjóstahaldara...

Annars eru helstu fréttir þær að dótið er farið á Samskip, björgunarsveitin er haldin heim á leið og vika í DK!!!

07 janúar, 2007

OMG



Það er komið nýtt ár sem þýðir að ég þarf að fara að pakka niður... og það finnst mér ekki hressandi! AAAAAAAAAAAAAargg

Annars erum við Óli loksins búin að ganga frá miða út, förum sem sagt af landi brott óguðlega snemma 23. janúar næstkomandi. "Búslóðin" þarf að fara í skip 16. jan. og er þess vegna búið að panta björgunarsveit að norðan sem mun mæta ásamt föruneyti næstkomandi fimmtudag til að bjarga því sem bjargað verður. Þökkum guði fyrir það ;o)

Annars tókum við gott djamm í gær með Kristínu og Ásu tásu. Erum enn að reyna að ná okkur eftir þann pakka... Kemur líklega til með að taka tíma þar sem mín er algjörlega dottin úr allri æfingu!!