30 maí, 2007

Ojjj geitungur

Ég fékk gest í gær. Það kom í heimsókn geitungur sem hafði ekkert gott í huga. Hef þess vegna ákveðið að hafa hárspreyið við hliðina á tölvunni þangað til próflestri líkur... ég tek enga áhættu í svona málum (líffræðingurinn er heldur ekki heima...)

27 maí, 2007

Advanced biomechanics...

55 fræðigreinar um allt á milli himins og jarðar í biomekanik
4 tímar skriflegt próf
1 spurning

ég get hreinlega ekki beðið eftir að 4. júní renni upp...

25 maí, 2007

aleinn í heiminum

jæja... nú er ég orðinn Palli er einn í heiminum... Óli yfirgaf mig í gær og er með gæsahúð heima á klaka þessa stundina... Það er nú bara gott á hann þar sem hann yfirgaf mig í miðjum prófum. Ég er búin með það sem ég taldi að yrði næst slæmast... og minnst slæmast... en það eina sem eftir er verður slæmast að öllum líkindum. Staflinn sem prófað er upp úr í því tilfelli nær nánast alla leið upp í loft og vekur hroll bara við tilhugsunina eina.

Annars bara lítið að frétta. Var farið að dreyma Navier-Stokes jöfnur á tímabili en er að ná mér ;o) Og svo kem ég heim á klaka 7. júní! Þokkalega

18 maí, 2007

Gamalmenni...

Góðan daginn..

Jæja, nú höfum við Eyja loksins fengið það staðfest að við erum orðin gömul!! Komumst að því "the hard way" í gærkvöldi þegar Eyja hamaðist í bókunum og húsfaðirinn lá í sófanum.
Heyrðum þennan brjálaða techno - takt (að okkar mati) sem hófst klukkan 21:00 í gærkvöldi og vorum við alveg sjúr á því að óhljóðin kæmu frá íbúðinni hér að ofan. Lítið við því að gera en að troða eyrnatöppum upp í eyrun (Eyja) og hækka í imbanum (moi).

Þegar klukkan varð svo 12 á miðnætti var okkur hætt að lítast á blikuna. Fór ég þá í rannsóknarferð um stigaganginn og komst þá að því, að óhljóðin komu ekki úr íbúðum í stigaganginum, því þar búa nær eingöngu gamalmenni, og ólíklegt að þau væru að hlusta á "Firestarter" og önnur þvíumlík lög.
Rölti ég þá út á stuttbuxunum og komst að þeirri niðurstöðu að óhljóðin komu ekki einu sinni frá okkar byggingu og ekki blokkunum hér í kring heldur. Um var að ræða einbýlishús sem er töluvert frá okkar íbúð.....

Það var lítið sem við gátum því gert í þessu annað en að reyna að sofna. Lestrarhesturinn Arnhildur Eyja náði varla að snerta koddann áður en hún var komin inn í ævintýralandið en ég hins vegar dillaði mér við "Botan Anna" og önnur stórmeistaraverk eitthvað fram undir morgun.....

Við erum greinilega orðin gömul...ekki nokkur spurning um það. Erum einnig svo góðu vön hér í DK þar sem maður hrekkur upp þegar maður heyrir í stofuklukkunni á efri hæðinni, hvað þá meira...

Hilsen,
Svefn-vana Óli

14 maí, 2007

óóóþolandi

Klesstur banani í botninum á skólatöskunni klukkan 7:45 á mánudagsmorgni er ekki til þess að bæta geðheilsuna þegar maður þurfti að vakna 6:50 til að vera mættur á réttum tíma upp í skóla...

12 maí, 2007

Tilraunadýr og hjólatúr

Kommensiesæl...

Jæja, þá er komin helgi, enn einu sinni, og það styttist óðum í það að við þurfum að skella okkur á klakann í rigninguna. En það verður bara hressandi. Stefnir í veiðiferðir, grillveislur og almenna gleði í sumar samofið við vinnu. :)

En annars lenti ég í enn einu ævintýrinu um daginn. Og aftur var það fákurinn minn góði sem kom við sögu. Þannig var mál með vexti að ég var á leiðinni heim eftir stórkostlegan leik okkar Ísborgar manna á hjólinu og var leikurinn háður á Kagså kollegíinu sem er í Herlev, hálftíma hjólatúr frá Dalstrikinu. Honum lauk svo um klukkan 18:45 á Balkanvision kvöldinu síðastliðinn fimmtudag og vorum við sköthjú búin að bjóða gestum (snillingunum Rakeli og Hilmari) í mat klukkan 19:00 og átti heimilisfaðirinn að grilla á svölunum.

Eftir að vera búinn að hjóla í svona 2 mínútur heyrast þessir gríðarlegu skruðningar í hjólinu og ég stoppa, kíki á þetta og þar sem ég er ekki mjög vel að mér um keðjur og tannhjól, hélt ég áfram för minni. Þannig að ég hoppa upp á fákinn aftur og hjóla og áður en ég veit af er keðjan slitin. Ekki nema í annað skiptið á mjög stuttum tíma. Og já...ég keypti nýja keðju meira að segja síðast þegar ég sleit keðjuna.

Nú voru góð ráð dýr. Ég hafði 10 mínútur til að komast heim á Dalstrikið og ég staddur við Kagså á tveimur jafnfljótum með ónýtt hjól.

Það er skemmst frá því að segja að 25 mínútum seinna rúllaði ég niður í hjólakjallarann á Dalstrikinu búinn að hlaupa nokkra kílómetra með hjólið í eftirdragi......bölvandi alla leiðina að sjá ekki einn einasta leigubíl sem var laus!!

Nú er næsta plan að heimsækja vini mína á hjólaverkstæðinu og græja nýja keðju.....


Núna í gær gaf ég síðan svita og tár til vísindarannsókna í skólanum hennar Eyju. Ég gaf s.s. kost á mér í viðmiðunarhóp í rannsókn sem fjallar um krossbandaslit íþróttamanna. Viðmiðunarhópurinn samanstóð af miklum íþróttamönnum (s.s. ég.......je ræt) sem aldrei hafa orðið fyrir krossbandaslitum.

Rannsóknin fór þannig fram að skynjarar voru límdir á nokkra staði á hægra lærið á mér og ég látinn lyfta á móti einhverjum róbót sem ég átti að reyna að stöðva með lærvöðvunum, bæði með fremri og aftari lærvöðvunum. Það var s.s. ekki möguleiki að stöðva róbótinn og átti ég að gera mitt besta.


Ég í lyftingunum.....hef aðeins bætt á mig nokkrum kílóum síðan þið sáuð mig síðast!!

Var alveg búinn eftir þetta í öðru lærinu náttúrulega....Eyja þurfti næstum að halda á mér heim.



En annars er seinni hluti Balkanvision í kvöld og danskir vinir okkar á leiðinni í mat. Spurning hvort maður eigi ekki bara að reyna að kjósa Svíana eins og maður getur.....eða bara detta í Austur - Evrópu og kjósa "gelluna" í jakkafötunum....hehe...afskaplega undarlegt að hún komst áfram....

Hér gefur að líta á "skvísuna" í Balkanvisioninu...


Hilsen


ÓliG




10 maí, 2007

Þá er það officielt...

ég er búin að missa trúna á Eurovision.

Við sátum 4 í sófanum á Dalstrikinu og kusum Eika Hauks í bak og fyrir og allt kom fyrir ekki. Ekki eitt lag frá vesturhluta álfunnar komst áfram og það sem verra er, lögunum frá austurhlutanum fjölgar bara og fjölgar. En þetta er samt svo fyndin keppni og mikið hlegið í kvöld af hinum ýmsu atriðum, vindvélum og klæðnaði...

ég held við ættum bara að finna okkur eitthvað betra að gera en að taka þátt í Eurovision, við eigum ekki break svona alein langt norður í íshafi ;o)

Annars er kominn háttatími...

04 maí, 2007

Þið segið nokkuð

Nei, því miður... okkur hefur ekki tekist að gera neina gloríu síðan á miðvikudaginn, sem er kannski jafn gott þar sem það er bara föstudagskvöld. Annars kom mamma með gott innslag. Hún heldur því fram að gömlu konunni í strætónum hljóti að hafa litist svona vel á Óla og bara helst viljað vera amma hans. Ég held að það sé rétt hjá henni jafnvel þó Óli vilji bara ekki ræða þetta atvik mjög mikið... hehe!!

Fengum annars gest í dag. Það er áfram sumarblíða á Dalstrikinu og galopið út á svalir og í dag ákvað herra geitungur að hér væri fínt að búa. Óli var ekki sérstaklega hrifinn af þessum gesti þar sem hann var að vinna í stofunni og var svona að íhuga hvað hægt væri að gera í málinu. Ég vildi endilega bara hárspreyja geitunginn en það fékk ekki hljómgrunn hjá líffræðingnum á heimilinu og undir lokin þá tókst okkur að koma herra geitungi í skilning um að hann væri ekki velkominn svo hann fór og slapp lifandi úr þessu ævintýri. Hefði ég verið ein heima ætti ég hins vegar uppstoppaðan geitung...

Annars er bara lítið að frétta, ég finn að prófstressið er farið að naga mig í hælana og svo þjáist ég af ofstórtplan-syndromi þessa dagana og kemst aldrei yfir helminginn af því sem ég ætlaði mér. Svo miðað við hvað hárið er búið að ákveða að detta af í stórum skömmtum þá verð ég komin með góðan skalla þegar ég kem næst til Íslands...

Bestu kveðjur frá Köben ;o)

02 maí, 2007

Enn eitt Ikea ævintýrið

Jæja.....enn og aftur gerðum við Eyja okkur að fíflum í dag....og núna á leiðinni heim úr Ikea.

Þannig er mál með vexti að Eyja hringdi í mig klukkan 13:00 að staðartíma í dag og spurði hvort ég vildi ekki bara hjóla niður í Ikea (10 mín hjólatúr) og hitta hana þar (hún var s.s. í skólanum) og við myndum fá okkur hádegismat saman (Swedish meatballs.....klikka seint). Ekki var hugmyndin sú að við myndum kaupa eitthvað svakalegt....kíkja bara aðeins og borða svo...kannski fá ís í eftirrétt.
En önnur varð raunin.........

Eftir hálf brösulega ferð niður í Ikea, þar sem Eyja þurfti að koma fyrst heim til að opna hjólageymsluna (hún var s.s. með hjólageymslulykilinn á sér og hjólið mitt þá læst inni) , að þá komumst við loks þangað hálftíma síðar.
Við röltum í hægðum okkar (mjög smekklegt) um búðina sem var nánast fokheld "på grunden af ombygning"...þannig að við skelltum okkur bara beint í sænskar eftir að hafa séð þessa fínu plaststóla sem við ætluðum að versla á svalirnar.
Eftir sænsku bollurnar og pastað og vonda sænska gosið, röltum við í átt að lagernum. Þá sáum við þetta "tilboð sem við gátum ekki hafnað" sem hljóðaði upp á 2 stóla og borð á aðeins 299 dKr, þessi fínustu garðhúsgögn. Við snarhættum við plaststólana og kipptum þessum níðþungu stólum og borði út. Á leiðinni að kassanum sáum við (eða Eyja) einmitt annað tilboð sem var glapræði að hafna...12 risastór glös á verði 6, eða eitthvað slíkt.
Nú jæja...þá drifum við okkur á kassann áður en fleira týndist ofan í körfuna og borguðum.
Við röltum því næst út úr Ikea, södd og sæl, með þessi fínu garðhúsgögn, 12 glös (níðþung svona upp á spaugið) og þessar fínu sessur (beinaberu rassarnir okkar verða að geta setið klukkutímum saman á þessum stólum) og uppgötvum þá okkur til mikillar skelfingar...............Aaaaandddskkotinnnn......við erum á hjólum!!!!
Jæja..við höfum svo sem keypt annað eins og labbað/hjólað heim þannig að við gerðum heiðarlega tilraun til þess að gera það einnig núna. Eftir 5 mín gang með allt draslið vorum við aðeins komin svona 10 metra frá Ikea búðinni.
Þá kemur Eyja með þessa fínu hugmynd um að ég myndi bara skoppa yfir götuna og fara í strætó með garðhúsgögnin, hún myndi læsa hjólinu mínu hjá Ikea og hjóla svo heim á sínu hjóli með glösin og sessurnar. Ég staulast yfir götuna með húsgögnin og strætóinn rennur þá akkúrat að stoppistöðinni. Ég skrölti inn í vagninn, borga og skelli mér svo aftur í vagninn.
Þegar næsta stöð er Vangede station fer ég svona að íhuga það að fara að halda á draslinu til að geta stokkið út....en einhverra hluta vegna var ómögulegt að halda á þessu og ég var náttúrulega við útganginn. Kom þá að mér ein lítil, gömul og krumpuð kona með göngugrind sem býðst til að hjálpa mér.
Ja hérna.....fulltíða maðurinn með 2 garðstóla og lítið borð gat nú ekki beðið eina gamla konu um að hjálpa mér...þannig að ég gríp einhvern veginn um þetta drasl og hoppa út úr strætóinum..og á eftir kemur allir farþegarnir sem voru að bíða eftir því að ég myndi dröslast út........

Mental note: Aldrei aftur á hjóli í Ikea......kaupum aldrei ekki neitt!!

p.s. Garðhúsgögnin eru komin á svalirnar og eru svona ljómandi fín.....var þess virði þó það hafi verið umtalsvert vesen að koma þessu heim...

kv. Óli