12 október, 2008

Danmörk var það heillin

Jæja gott fólk

Ætli það sé ekki úr vegi að skrifa nokkur orð hérna á bloggið. Ekki mikið aktivitet og allskostar óvíst að það breytist eitthvað.

Þannig er mál með vexti að við höfum ákveðið að hreiðra um okkur hérna í Danmörkinni í einhver ár í viðbót og höfum við, af því tilefni, bæði fengið vinnu hér í Baunalandi. Ég fór nú ekki langt, flutti mig yfir í Actavis Nordic, en Eyja fékk vinnu í Novo Nordisk. Ég er búinn með eina viku í nýju vinnunni og líkar bara ljómandi vel og verður spennandi að takast á við nýjungar...og náttúrulega dönskuna. Eyja byrjar hins vegar 1. des næstkomandi þegar hún verður búin að skila ritgerð og verja hana. Síðan er að sjálfsögðu stefnt á að halda upp á jólin á Íslandi, allavegana þetta árið.

Annars er stutt í næstu heimsóknir hingað á Dalstrikið. Þriðjudaginn 28. október næstkomandi koma systir mín Sigríður og tilvonandi mágur minn Maggi með lest frá Lübeck og verða hjá okkur í 2 nætur. Ekki leiðinlegt að fá þau í heimsókn, og sérstaklega þar sem ég treysti á að fá smá sýnishorn af hinu víðfræga marsipani Niederegger, sem framleitt er einmitt í Lübeck.

Stuttu eftir að Sigga og Maggi eru farin af landinu mæta Frú Borghildur og Rúnar til okkar og ætla að vera hér í nokkra daga, eða frá byrjun nóvember til ca. 9 eða 10. nóvember (er lélegur á dagsetningunum). Það verður án efa gert eitthvað sniðugt á þeim tíma, allavegana heimsótt H&M og við Rúnsi skellum okkur í fótbolta. S.s. mikið fjör á okkur :)

Ekki hafa fleiri bókað far hingað til okkar, en það er nú fljótlegt að breyta því.

Annars er Eyja bara að hamast í ritgerðinni og ég að hamast í að slappa af svona á sunnudags eftirmiðdegi. Kveðjum við ykkur því að sinni héðan af Dalstrikinu.

Med venlig hilsen,
Óli

29 júní, 2008

Ísland í kvöld!

Sæl veriði

Afskaplega lítið verið að blogga þessa dagana, enda nóg annað að gera. Hér kemur smávegis yfirlit yfir það sem hefur verið að gerast hjá mér undanfarna daga. Vil vara einstaklinga sem hafa lítinn sem engan áhuga á golfi eða fótbolta við þessari færslu:

Golfferðin: Var alveg ótrúlega skemmtileg, golfvellirnir magnaðir og aðstaðan eins og best verður á kosið. Við pöntuðum næstum strax fyrir næsta ár, svo ánægðir vorum við með þetta!
Golfið sem slíkt hjá mér gekk upp og niður, 2 fuglar lágu í valnum og 19 pör á 4 hringjum en því miður engin lækkun. Gamli og litli bróðir lækkuðu sig hins vegar báðir og voru því sigurvegarar GÁM&Sons mótsins, þeim til mikillar ánægju.

Knattspyrnan: Stórklúbburinn Ísborg er á hraðri uppleið upp stigatöfluna og erum við nú í öðru sæti eftir fyrri hluta mótsins. Ég meira að segja farinn að taka upp á því í síðustu leikjum að skora mark, sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Gaman af því.

Og meira golf: Get nú ekki sleppt því að minnast á það að ég tók þátt í 150 manna móti um daginn á Mølleåens Golfklub í Allerød og náði þar öðru sæti, að sjálfsögðu á punktum. Fékk forlátan "bikar" að launum (meira svona sérmerkt glas) og náði ég að lækka forgjöfina niður í 19,8 og markmiðinu fyrir Íslandsförina því náð.

EM: Er nánast ekki búinn að missa af leik á EM í ár, enda heimavinnandi og leikirnir alltaf á kvöldin hér í Danmörkinni. Spáði Króötum og Hollendingum mikilli velgengni sem gekk að sjálfsögðu ekki eftir. Spái hins vegar Spánverjum sigur í kvöld, þó svo að frændur mínir Þjóðverjar eru mótherjar. Stefni á að sjá a.m.k. fyrri hálfleikinn í kvöld á Kastrup.

Annars er maður bara búinn að vera að vinna og leika sér, ásamt dassi af matarboðum og skemmtilegheitum. Eyja er, eins og staðan er núna, stödd í miklu prógrammi í Berlín með fjölskyldunni sinni og verður væntanlega mikil stemmning í kvöld þegar úrslitaleikurinn í EM verður háður.
Ég er hins vegar á leiðinni heim á skerið og tek að sjálfsögðu góða veðrið með mér (ef þess þarf) og mæti ferskur í vinnu í fyrramálið.
Sumarplanið er svo eftirfarandi: Golf, veiði, fótbolti, fjölskyldusamkomur og partý....s.s. nóg um að vera.

Verð með gamla númerið mitt á Íslandi: 898-8614 fyrir áhugasama.

Reikna ekki með að blogga mikið á meðan ég verð á Íslandi...þið sláið bara á þráðinn ef ykkur vantar update :)

kv. ÓliG

20 júní, 2008

Við eigum þetta til...

Haldiði ekki að við skötuhjúin séum bara búin að vera myndarleg í dag... Við skelltum á okkur svuntu og hrærðum í einn skammt af "Sex and the city cupcakes". MMmmmmm.... Veeelllýýý næs. Erum að vísu með hálf illt í maganum núna, en það er bara vegna græðgi og ofáts.

Tíminn þýtur líka áfram og á föstudaginn eftir viku er stefnan tekin á Berlín. Það þýðir að nú er að renna upp síðasta helgin sem við Óli erum í sama landi í langan tíma... það eru ca. 2 og 1/2 mán. þangað til það gerist aftur. Ekki spes... En við ætlum að kíkja í bæinn á morgun og svo út að borða. Og svo er planið að heimsækja elefantana í dýragarðinum á sunnudaginn... Þeir fengu nebblega nýtt hús um daginn og við verðum að skoða það áður en Ólafur fer heim í hundaherbergið :o)

Vonandi eru bara allir hressir og kátir þarna hinum megin við hafið...
kv. Eyja
15 júní, 2008

Einskær leti...

og jetlag og EM hefur orðið til þess að enn hefur ekkert verið bloggað um ameríkuferðina miklu.
Ferðin var náttúrulega algjör snilld... þeir sem eru spenntir að sjá myndir og ekki hafa enn kíkt á bloggið hennar Fjólu geta séð gott yfirlit hér. Það þarf bara aðeins að skrolla niður hjá henni :o) Við skemmtum okkur konunglega... fórum í nokkrar búðir... sightseeing... roadtrip og bara allan pakkann. Ferðalögin fram og til baka reyndust samt aðeins lengri en ég hafði búist við. Ég var aldrei búin að hafa fyrir því að reikna út hversu langt flugið var í heild... það reyndist um 15 tímar hvora leið... Mikið fjör. Og ég er víst líka doldið krimmaleg á amerískan mælikvarða... það þurfti að hræra í töskunni minni í Atlanta á leiðinni til SF og í SF á leiðinni heim leit ég víst út fyrir að vera með sprengiefni í farangrinum og var stungið inn í einhvern blástursklefa með öllu tilheyrandi. En bara takk enn og einu sinni fyrir fjörið Fjóla... þetta var sknilld!!

Um helgina komu svo Sigga frænka og Pétur í heimsókn. Þau eru búin að vera á ferðalagi um heiminn í 3 vikur og fóru heim í morgun. Við notuðum tímann þeirra í Köben vel og tókum Tívolí með trompi í gær... turpas og öll tækin prófuð... eða svona næstum. Við nenntum náttúrulega ekki í barnatækin... Ólafur var samt samur við sig og fór ekki í neitt tæki. En hann vann höfrungabangsa handa mér... svo við erum á góðri leið með að koma okkur upp sædýrasafni ;o)

Svo er farið að styttast í Berlínarferð sem þýðir að það er mjög farið að styttast í að Ólafur yfirgefi mig... því miður. En svona er lífið. Hann kemur ekki til baka fyrr en í september... en ég lifi þetta af...

Vonandi hafið þið það bara sem best...
mvh. Eyja

28 maí, 2008

Upptekið fólk í Danmörkinni

Sæl veriði..
Það hefur aldeilis margt gerst síðustu daga hjá okkur skötuhjúum. Við héldum að sjálfsögðu Eurovision-partý eins og lög gera ráð fyrir á laugardagskvöldinu og mættu Maja og Hildur, vinkona Maju, hingað til okkar í mikla átveislu. Við höfðum mismunandi skoðanir á lögunum en öll vorum við sammála um að spá Úkraínu sigri, Rússinn var ekki nálægt efstu sætunum í okkar spám.
Á mánudaginn skellti ég mér svo í eins og eitt próf í DTU....4 tíma skriflegt próf um GMP sem var alveg þrælskemmtilegt. Þar sem ég var svo duglegur í prófinu (reyndar ekki búinn að fá út úr því) skellti ég mér svo í golf í dag ásamt Jóni Ragnari, Hödda og Daða úr stórklúbbnum Ísborgu. Það var mjög gott veður, sólskin og í kringum 20°C. Hins vegar var töluverður vindur, eða hið svokallaða Leirulogn (as in Leiran í Reykjanesbæ) sem gerði okkur svolítið erfiðara fyrir. Ég stóð mig nú samt sem áður ágætlega og náði að lækka forgjöfina mína niður í 20,6. Allt að gerast í golfinu.

Næstu daga verður svo aldeilis mikið að gerast. Á morgun förum við að hjálpa dönskum vinum okkar að flytja og tekur það væntanlega allan daginn.

Á föstudaginn mætir svo pabbi og Guðni ásamt ömmu og systkinum pabba í helgar-/afslöppunar-/skemmtiferð. Það verður margt brallað skemmtilegt um helgina og ekki verra að það er spáð gríðarlega flottu veðri, sól og allt upp í 28°C.

Á sunnudaginn fer síðan Eyja upp í flugvél og verður þar í svona ca. 16 tíma. Hún ætlar að skella sér til Fjólu í San Fransisco og verður þar í um vikutíma. Planið hjá þeim er að ná að slaka á og versla (væntanlega) og mála bæinn rauðan eins og þeim er einum lagið.

Hér má sjá sýnishorn af San Fran þar sem þær Eyja og Fjóla verða að þeysast um á bílaleigubílnum.
Á mánudeginum fara svo amma og systkini hans pabba aftur á Klakann, væntanlega kaffibrún eftir sólina í Köben. Pabbi og Guðni ætla að vera svolítið lengur hér í Danmörkinni þar sem planið er að byrja golfseasonið fyrir alvöru á þriðjudeginn. Við ætlum að reyna að spila töluvert mikið golf og erum meira að segja búnir að panta okkur 3 daga "miniferie" á Countrygolfclub á Jótlandi, nánar tiltekið við Álaborg. Þangað förum við á miðvikudeginum.

Hér má sjá eina af holunum á öðrum vellinum, en 2 átján holu golfvellir eru í boði á svæðinu :)

Sem sagt skemmtilegir tímar framundan hjá okkur skötuhjúum og því verður varla mikill tími fyrir blogg fyrr en einhvern tímann í Júní :)

Með kveðju úr sumarveðrinu á Danmörku,

Óli

23 maí, 2008

Eurovision-maraþonið

Já krakkar mínir... það er mikill spenningur á mínu heimili yfir Eurovision... og það er ekki ég sem er spennt bæ ðe vei. Ólafur er náttúrulega doldið spes :o) Mig vantaði fast forward takkann inn á milli þarna í gærkvöldi...

Annars var það góða við þessa keppni tvímælalaust Daninn. Hann er sko sætur maður... Ég hafði ekki séð hann áður og ekki heyrt lagið eða neitt en mæ ó mæ... Svo var hann með axlabönd. Það er eitthvað með mig og axlabönd... hef samt enga skýringu á því hvað það er. Og Ólafur á ekki einu sinni axlabönd... skil ekkert hvernig hann náði í mig :o) hehe...

Yfir í annað... það er ekki að verða nema vika í ferðalagið yfir 1/3 af hnettinum... er svo spennt. Og Fjólan er búin að setja upp rosa plan... ætlum sko aldeilis að hafa það gott...

En fyrst er það síðasti hlutinn af þessu rosalega Eurovisionplani... því betur komst Daninn í úrslit... hehe

21 maí, 2008

Brjálað að gera...

Já... það er alveg vitlaust að gera hérna hjá okkur þessa dagana... og þess vegna hefur bloggið eikka setið á hakanum. Við erum búin að vera í matarboðum og afmælum og ég veit ekki hvað og hvað inn á milli þess sem við erum að borða paradis-ís. Án efa sá besti sem boðið er upp á í Köben. Ólafur er líka á leiðinni í próf og gerir það fyrir mig að dunda sér við að læra fyrir það þessa dagana. Málið er nefnilega að ég er stressuð þó að mín próf séu nánast liðin tíð og ekkert í vændum þetta vorið, ég er bara stressuð fyrir hans hönd. Svo það er eins gott að maðurinn læri ;o)Svo er Eurovision-maraþonið náttúrulega hafið... og haldiði ekki bara að einn af mínum uppáhaldsskautadönsurum hafi birst í Eurovision. Hann gat að vísu ekki sýnt alveg hvað hann getur því svellið var svo lítið... en hann er samt svona nördalega kúl! Og þetta heldur víst áfram á morgun og á laugardaginn þó svo að það fari ekki mikið fyrir þessu hér ef miðað er við allt sem stendur til í sambandi við kóngabrúðkaupið sem einnig er á laugardaginn. Það er standandi bein útsending frá því aumingjas brúðhjónin fara á fætur og nánast þangað til að þau fara að sofa... það er sko jafngott að vera ekki royal verð ég nú bara að segja...Annars erum við alltaf að læra eikka nýtt hérna megin við hafið og er það nýjasta...

flödebolle með marsípan botni... OMG það er sko gott... slef,slef! Við vorum ekki lengi að stúta 4 svoleiðis sem stelpurnar færðu mér um daginn. Ég var svo góð að gefa Ólafi með mér nebblega... íhugaði það samt lengi vel að borða þær bara allar sjálf!

Annars bara bestu kveðjur úr Danaveldi...
Eyja