31 mars, 2006

Sybbin

Það er seinni partur á föstudegi og þreytan farin að segja til sín. Get ekki beðið eftir að klukkan verði 4 svo ég geti farið heim að leggja mig. Vinnan er bara komin á nokkuð gott skrið og tíminn líður alla vegana svo hratt að ég hef ekki við. Hef annars ekki mikið í fréttum, væri alla vegana duglegri að skrifa ef dagarnir mínir væru ekki hver öðrum líkir... Annars er eins gott að passa sig á þessu viagra...

10 mars, 2006

Vóóó

Þetta er náttúrulega grín... Það eru komnar tvær vikur án þess að ég skrifi nokkuð og mér finnst eins og ég hafi skrifað í gær... Á þessu tímabili tókst litlu systur að verða 22 og hrukkóttri (að hennar sögn), Vala vinkona varð 26 og Myriam er hætt í bili í Stoð. Ég er búin að koma einhverju í verk í vinnunni en er alltaf jafn glöð þegar það kemur loksins helgi... Við Ólafur slógum samt persónulegt met í gær. Við erum að fara á árshátíð actavis á morgun og Óla sæta langaði svo í ný jakkaföt. Eftir tvær ferðir í GK vorum við orðin þreytt á ekki bara lélegri þjónustunni heldur því að við vorum varla virt viðlits. Vorum búin að skoða í nokkrar aðrar búðir en enduðum í Boss í kringlunni. Nafnið á búðinni segir kannski allt sem segja þarf. Við sem sagt fjárfestum í jakkafötum, skyrtu, bindi og belti og urðum á móti að punga út rúmum 77 þús. ísl. kr. 77 þús.... Ég er enn að reyna að jafna mig og átta mig á að ég hafi tekið þátt í þessu. En fyrir þá sem vilja styrkja jakkafatakaupin þá er tekið við frjálsum framlögum allan sólarhringinn. Bara hringja í síma 867-5477...
Annars skil ég ekki suma verslunarrekendur á Íslandi. Ef þú ert ekki íslenskt "celebrity" eða lítur ekki út fyrir að skíta peningum þá ertu varla virtur viðlits. Mæli til dæmis ekki með bleikum gúmmískóm í snobbbúðum. En bara svo þið vitið það þá er þjónustan í Boss búðinni súper sama hvort þú ert uppstrílaður eða ei...

Over and out
Island