alltaf jafn efnileg í blogginu...
Það er nú meira. Síðan ég fékk þá flugu í höfuðið síðast að blogga þá hefur sko ýmislegt gerst. Til dæmis er borðtölvan á heimilinu í spyware - vírusa - súpu sem ekki hefur enn fundist lækning á. Svo kom ég heim á sunnudaginn eftir vikudvöl ein í Amsterdam. Frábært að vera svona einn með sjálfum sér í heila viku, maður fær enga leið á sjálfum sér. Var á ráðstefnu um göngugreiningu og CP sem var mjög áhugaverð svo þið þurfið nú ekki að halda að mér hafi leiðst! Það er líka löglegt að reykja marijúana þarna svo það hefði verið auðvelt að hressa upp á ráðstefnuna hefði hún verið boring ;o) Annars erum við Óli á leið til DK á morgun. Ég er ekki byrjuð að pakka fyrir þá ferð þar sem taskan er enn að einhverju leiti upptekin eftir síðustu ferð. Er að íhuga að hella bara úr töskunni á gólfið, veiða óhreina dótið úr og setja hitt bara beinustu leið aftur ofan í tösku. Mér finnst svo leiðinlegt að pakka að ég er meira að segja búin að pússa brauðristina og ísskápinn í kvöld til þess að komast hjá þessu. En nú er varla undankomu auðið. Brottför á völlinn eftir rúma 6 tíma. Svo ég bið bara að heilsa þangað til næst... er farin í frí ;o)