28 nóvember, 2006

007

Það var fjölskylduferð í bíó í gærkvöldi á nýjustu myndina með James Bond. Og ég get nú ekki sagt annað en úlala. Var eins og svo margir aðrir í smávegis vafa þegar ég heyrði að Daniel Craig ætti að taka við sem 007 en er ekki það much of a fan að mér var meira bara sama. Ljóshærður Bond var svo sem allt í læ fyrir mig!! Og eins og svo margir aðrir þá verð ég að segja að þetta val á nýjum Bond hefði ekki getað orðið mikið betra. Vááá maðurinn er svo ironic og svoooo sexy og með svoooooo blá augu að ég á ekki til orð. Þetta er sá svalasti sem ég hef séð í Bondbransanum... úúúfffffff. Þar fyrir utan er þetta alveg ágætis skemmtun og vel gerð mynd með ekkert of mikið að of tæknilegum og ótrúlegum brellum og alveg fullt af flottum bílum. Og ég tek venjulega ekki eftir bílum! Mæli með þessu fyrir þá sem mega sjá af einum níuhundruð kalli og þremur tímum... hiklaust ;o)

21 nóvember, 2006

Allt í blóma...

hérna megin... já eða svona næstum. Þvottavélin var úrskurðuð mjög biluð og kostar 25 - 30 þús að gera við hana. Svo nú erum við Óli að bíða eftir kraftaverki og að hún læknist af sjálfu sér. Ekki ætla ég að kaupa nýja þvottavél 2 mánuðum áður en ég flyt á milli landa. Talandi um að flytja á milli landa. Ef það er einhver sem lumar á eins og einni íbúð til leigu í Kaupmannahöfn þá er ég að leita að svoleiðis... allar líkur eru hins vegar á allsherjar heimilisleysi hinum megin við hafið eins og staðan er í dag...
Svo eru hverfandi líkur á að ég fitni um jólin. "Góðu" fréttirnar eru nefnilega þær að ég fer í endajaxlaaðgerð 15. des... og saumarnir teknir 21. des... Ekki sniðugt en nauðsyn... og alveg ómögulegt í alla staði. En svona er lífið...

10 nóvember, 2006

Seint blogga sumir...

...en blogga þó!

Ég er sumsé á lífi þrátt fyrir afleita bloggframmistöðu undanfarna mánuði.
Eyja hefur haldið báðum lesendunum við efnið í fjarveru minni og því vitið þið væntanlega hvað hefur á daga mína drifið.
Nú þegar við skötuhjú erum að leggja land undir fót eftir áramót stefni ég ótrauður að vera duglegri að blogga...stefni því a.m.k. á 2 pósta á ári!! Gott markmið það..

Læt fylgja með nokkrar myndir af okkur félögunum þegar við hittumst á Tálknmunnakvöldinu góða í mínum húsum. Njótið vel....

Siggeir sýndi okkur augun...

á meðan Yanni lét þau hverfa

I'm in a nutshell, I'm in a nutshell!

Gunni mátaði spandex peysuna, Valla til mikillar ánægju!

Stoltur eigandi Spandex peysunnar....takið vel eftir þrýstnum líkamanum!

Jæja..fleira var það ekki...

Og svo kommenta...

09 nóvember, 2006

hallóóó

hér er ekki mikið að frétta frekar en venjulega. Óvissuferðin með stelpunum var mjög fín eins og myndir og lýsing á saumavélinni gefa til kynna. Ég er að sjálfsögðu ekki búin að koma því í verk að losa myndirnar af myndavélinni.

Annars er helst í fréttum að þvottavélin er að gefa upp öndina... nú þvæ ég alltaf með krosslagða fingur og krosslagðar tær og er hætt að þvo á nóttunni þar sem þá vakna ég iðulega í rafmagnsleysi... Vona bara að hún haldi út þangað til við Óli höldum af stað til DK. Ef einhver kann gott ráð til að lækna lasna þvottavél þá eru þau sko vel þegin!


Svo er bara að koma brjálað rok og búið að aflýsa öllum morgunflugum frá Keflavíkurflugvelli... þetta gæti orðið spennandi í fyrramálið! Þangað til næst... bara sofið vel ;o)

03 nóvember, 2006

Afmælaalda

Í lok okt og byrjun nóv er afmælisaldan í minni fjölskyldu. Báðir Ólarnir mínir eru búnir að eiga af mæli... Annar varð 27 og hinn 20. Svo í næstu viku... á miðvikudaginn verður amma á Hjarðarhóli 80 ára. Geri aðrir betur. Þrír miðvikudagar í röð með ammælum.
Annars er frekar langt síðan síðast. Í milli tíðinni fórum við Óli góða ferð til DK, talvan var straujuð og eldhúsið var lagað... nokkuð gott ekki satt!

Annars er kominn háttatími fyrir lítil börn eins og mig... óvissuferð saumavélarinnar á morgun og eins gott að vera úthvíldur fyrir þau átök. Er búin að pakka eftir þessum lista, nema egginu, það fær að vera í ísskáp þangað til í fyrramálið. Annars fylgja hérna með nokkrar myndir frá síðustu mánuðum... svona til gamans!

Páskarnir á Víkinni góðu

Drengirnir á Spáni ;o)

Og svo við pæjurnar...

Hestaferð með Violet!

Felumynd... annars ég í Amsterdam

Í heimsókn hjá Ásu í Óðinsvéum

Og svo við Óli... hann er alltaf svo sætur þessi elska ;o)