007
Það var fjölskylduferð í bíó í gærkvöldi á nýjustu myndina með James Bond. Og ég get nú ekki sagt annað en úlala. Var eins og svo margir aðrir í smávegis vafa þegar ég heyrði að Daniel Craig ætti að taka við sem 007 en er ekki það much of a fan að mér var meira bara sama. Ljóshærður Bond var svo sem allt í læ fyrir mig!! Og eins og svo margir aðrir þá verð ég að segja að þetta val á nýjum Bond hefði ekki getað orðið mikið betra. Vááá maðurinn er svo ironic og svoooo sexy og með svoooooo blá augu að ég á ekki til orð. Þetta er sá svalasti sem ég hef séð í Bondbransanum... úúúfffffff. Þar fyrir utan er þetta alveg ágætis skemmtun og vel gerð mynd með ekkert of mikið að of tæknilegum og ótrúlegum brellum og alveg fullt af flottum bílum. Og ég tek venjulega ekki eftir bílum! Mæli með þessu fyrir þá sem mega sjá af einum níuhundruð kalli og þremur tímum... hiklaust ;o)