Jólahvað??
hæbb...
Ég er komin heim í heiðardalinn og ætla að vera hérna fram yfir áramót. Er ekkert smá ánægð jafnvel þó að Óli sé hinum megin á landinu. Væri samt auðvitað ánægðari ef hann væri líka hér sko... en þetta er fínt. Við Gunnar ákváðum að dissa flugfélagið og fórum bara keyrandi. Það er allt í kaos í innanlandsfluginu út af veðrinu sem búið er að vera í gangi undanfarna daga og maður tekur ekki þann séns að verða veðurteftur á höfuðborgarsvæðinu yfir jólin...
Annars tókum við Óli jólin með trompi þetta árið. Keyptum allar jólagjafir fyrir síðustu helgi nánast, komum jólakortunum í póst á réttum tíma og ég veit ekki hvað og hvað. Held samt að eina ástæðan fyrir þessu sé að við drifum þetta af áður en ég fór í endajaxlaaðgerðina umtöluðu... Jább er orðin tveimur tönnum og nokkrum tugum þúsunda fátækari...
Annars bara allt í gúddí... er haggi?