Heima í heiðardalnum...
Já... ég er heima á Húsavík og það er sko ekkert betra en afslöppun norður undir heimskautsbaug. Var samt á tímabili hætt við að koma heim í sumar, það er nefnilega búið að vera um og yfir 30°C í Köben frá því á miðvikudag. Það var smá munur að mæta heim á klaka í 10°C. Annars er nú alltaf gott að koma heim. Og ég er sem sagt búin að vera fyrir norðan síðan á föstudag og er búin að ná að slá lóðina og kaupa sumarblóm til að stoppa í blómabeðið með mömmu. Pabbi er nefnilega í verklegum framkvæmdum og náði að drepa helminginn af sumarblómunum sem voru komin niður ;o) Svo er bara búið að borða og sofa og horfa á vídeó með múttu og pápa svo þetta er algjört æði. Ólaf hef ég hvorki heyrt eða séð síðan á föstudag... hann er einhvers staðar inni á Landmannaafrétti að drepa saklausa fiska sem eiga sér einskis ills von. Býst samt við honum í símasamband í dag. Svo hefst alvaran á miðvikudaginn... á víst að mæta í vinnuna þá... en ég fæ Greifapizzu hjá ömmu og afa á Akureyri á leiðinni suður svo ég hlýt að lifa af... hehe. Ekkert betra en að fara norður í almennilegt dekur!!