Sumarið er tíminn
þegar Eyja og Óli eru geggjað léleg í blogginu. Við erum bæði að vinna og sofa þessa dagana en lifum samt eins og kóngur og drottning í ríki okkar heima hjá Kolla og Biddý. Erum ekki lítið þakklát fyrir að hafa smá þak yfir höfuðið út af fyrir okkur.
Annars bara allt í gúddí fíling. Óli er búinn með 2 brúðkaup og ég eitt, við erum búin með eitt ættarmót og kannski fæ ég annað, Óli er búinn með eina veiðiferð og nær alla vegana einni ef ekki tveimur í viðbót. Og svo verður það Verslunarmannahelgi í Flatey. Við höfum sem sagt plentý að gera og tíminn líður geggjað hratt. Svo hlökkum við nú líka smá til að fara aftur "heim" til Köben þar sem dótið okkar er eins og staðan er í dag. En Ísland bregst ekki og svo er veðrið búið að vera svo fínt ;o)
Nýjast er samt að ég náði ljóta prófinu og er nú í samningaviðræðum við lín. Það er sko alltaf fjör ;o) Og Óli fékk inni í DTU svo nú verðum við bara saman í skóla í vetur ;o)
Annars sendast bestu kveðjur til Fjólu í Sviss... hlakka mikið til að fá þig heim gamla!
Kv. Eyja