28 maí, 2008

Upptekið fólk í Danmörkinni

Sæl veriði..
Það hefur aldeilis margt gerst síðustu daga hjá okkur skötuhjúum. Við héldum að sjálfsögðu Eurovision-partý eins og lög gera ráð fyrir á laugardagskvöldinu og mættu Maja og Hildur, vinkona Maju, hingað til okkar í mikla átveislu. Við höfðum mismunandi skoðanir á lögunum en öll vorum við sammála um að spá Úkraínu sigri, Rússinn var ekki nálægt efstu sætunum í okkar spám.
Á mánudaginn skellti ég mér svo í eins og eitt próf í DTU....4 tíma skriflegt próf um GMP sem var alveg þrælskemmtilegt. Þar sem ég var svo duglegur í prófinu (reyndar ekki búinn að fá út úr því) skellti ég mér svo í golf í dag ásamt Jóni Ragnari, Hödda og Daða úr stórklúbbnum Ísborgu. Það var mjög gott veður, sólskin og í kringum 20°C. Hins vegar var töluverður vindur, eða hið svokallaða Leirulogn (as in Leiran í Reykjanesbæ) sem gerði okkur svolítið erfiðara fyrir. Ég stóð mig nú samt sem áður ágætlega og náði að lækka forgjöfina mína niður í 20,6. Allt að gerast í golfinu.

Næstu daga verður svo aldeilis mikið að gerast. Á morgun förum við að hjálpa dönskum vinum okkar að flytja og tekur það væntanlega allan daginn.

Á föstudaginn mætir svo pabbi og Guðni ásamt ömmu og systkinum pabba í helgar-/afslöppunar-/skemmtiferð. Það verður margt brallað skemmtilegt um helgina og ekki verra að það er spáð gríðarlega flottu veðri, sól og allt upp í 28°C.

Á sunnudaginn fer síðan Eyja upp í flugvél og verður þar í svona ca. 16 tíma. Hún ætlar að skella sér til Fjólu í San Fransisco og verður þar í um vikutíma. Planið hjá þeim er að ná að slaka á og versla (væntanlega) og mála bæinn rauðan eins og þeim er einum lagið.

Hér má sjá sýnishorn af San Fran þar sem þær Eyja og Fjóla verða að þeysast um á bílaleigubílnum.
Á mánudeginum fara svo amma og systkini hans pabba aftur á Klakann, væntanlega kaffibrún eftir sólina í Köben. Pabbi og Guðni ætla að vera svolítið lengur hér í Danmörkinni þar sem planið er að byrja golfseasonið fyrir alvöru á þriðjudeginn. Við ætlum að reyna að spila töluvert mikið golf og erum meira að segja búnir að panta okkur 3 daga "miniferie" á Countrygolfclub á Jótlandi, nánar tiltekið við Álaborg. Þangað förum við á miðvikudeginum.

Hér má sjá eina af holunum á öðrum vellinum, en 2 átján holu golfvellir eru í boði á svæðinu :)

Sem sagt skemmtilegir tímar framundan hjá okkur skötuhjúum og því verður varla mikill tími fyrir blogg fyrr en einhvern tímann í Júní :)

Með kveðju úr sumarveðrinu á Danmörku,

Óli

23 maí, 2008

Eurovision-maraþonið

Já krakkar mínir... það er mikill spenningur á mínu heimili yfir Eurovision... og það er ekki ég sem er spennt bæ ðe vei. Ólafur er náttúrulega doldið spes :o) Mig vantaði fast forward takkann inn á milli þarna í gærkvöldi...

Annars var það góða við þessa keppni tvímælalaust Daninn. Hann er sko sætur maður... Ég hafði ekki séð hann áður og ekki heyrt lagið eða neitt en mæ ó mæ... Svo var hann með axlabönd. Það er eitthvað með mig og axlabönd... hef samt enga skýringu á því hvað það er. Og Ólafur á ekki einu sinni axlabönd... skil ekkert hvernig hann náði í mig :o) hehe...

Yfir í annað... það er ekki að verða nema vika í ferðalagið yfir 1/3 af hnettinum... er svo spennt. Og Fjólan er búin að setja upp rosa plan... ætlum sko aldeilis að hafa það gott...

En fyrst er það síðasti hlutinn af þessu rosalega Eurovisionplani... því betur komst Daninn í úrslit... hehe

21 maí, 2008

Brjálað að gera...

Já... það er alveg vitlaust að gera hérna hjá okkur þessa dagana... og þess vegna hefur bloggið eikka setið á hakanum. Við erum búin að vera í matarboðum og afmælum og ég veit ekki hvað og hvað inn á milli þess sem við erum að borða paradis-ís. Án efa sá besti sem boðið er upp á í Köben. Ólafur er líka á leiðinni í próf og gerir það fyrir mig að dunda sér við að læra fyrir það þessa dagana. Málið er nefnilega að ég er stressuð þó að mín próf séu nánast liðin tíð og ekkert í vændum þetta vorið, ég er bara stressuð fyrir hans hönd. Svo það er eins gott að maðurinn læri ;o)Svo er Eurovision-maraþonið náttúrulega hafið... og haldiði ekki bara að einn af mínum uppáhaldsskautadönsurum hafi birst í Eurovision. Hann gat að vísu ekki sýnt alveg hvað hann getur því svellið var svo lítið... en hann er samt svona nördalega kúl! Og þetta heldur víst áfram á morgun og á laugardaginn þó svo að það fari ekki mikið fyrir þessu hér ef miðað er við allt sem stendur til í sambandi við kóngabrúðkaupið sem einnig er á laugardaginn. Það er standandi bein útsending frá því aumingjas brúðhjónin fara á fætur og nánast þangað til að þau fara að sofa... það er sko jafngott að vera ekki royal verð ég nú bara að segja...Annars erum við alltaf að læra eikka nýtt hérna megin við hafið og er það nýjasta...

flödebolle með marsípan botni... OMG það er sko gott... slef,slef! Við vorum ekki lengi að stúta 4 svoleiðis sem stelpurnar færðu mér um daginn. Ég var svo góð að gefa Ólafi með mér nebblega... íhugaði það samt lengi vel að borða þær bara allar sjálf!

Annars bara bestu kveðjur úr Danaveldi...
Eyja

10 maí, 2008

Étinn lifandi...

Jæja, vegna fjölda áskorana (frá Siggu) kemur hér örstutt blogg......

Nú er sumarið heldur betur gengið í garð hér í Danaveldi og hitinn fer vart niður fyrir 20°C. Sólin skín jafnframt alla daga, eitthvað sem næpuhvítir Íslendingar eru alls ekki vanir.

Alltaf gaman að lesa svona veðurlýsingar frá Íslandi, ekki satt??

Annars er það að frétta að ég var nánast étinn lifandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Var ég staddur í Valby að spila knattspyrnuleik akkúrat í ljósaskiptunum (eða á milli 19:00 og 21:00) og lenti þá í hatrömmu stríði við agnarsmáar mýflugur. Eftir að hafa staðið aðeins í 10 mínútur kyrrstæður eftir leikinn var ég bitinn án efa 30 sinnum á litlu svæði á löppunum. Ætla að sýna ykkur hryllingsmynd af þessu:


Fann ekkert fyrir þessu fyrst náttúrulega en síðan í gærkvöldi byrjaði kláðinn...úffffff. Og ekki skánaði það þegar kláðastillandi safinn kláraðist. Nóttin var því frekar vonlaus hjá mér, lét eins og lítill hvirfilbylur í rúminu að reyna að finna einhverja stöðu sem mér myndi klæja minna í. Það gekk ekki vel....fór því á röltið nokkrum sinnum yfir blánóttina til að reyna að finna EITTHVAÐ til að minnka kláðann. Gekk heldur ekki vel.... Var ég því frekar þreyttur þegar ég mætti á fótboltaæfingu klukkan 10:00 í morgun.

Nú er ég hins vegar búinn að fylla vopnabúr mitt af ýmsum smyrslum, töflum og kláðastillandi safa....nú mega þær koma ef þær þora :)

Annars erum við skötuhjú á leið yfir til Svíþjóðar á morgun í fjölskyldugrill hjá Halla og Yeldu þar sem þessi litli grallari verður án efa hrókur alls fagnaðar:

Setti fleiri myndir inn á nýju myndasíðuna okkar, sjá link hér til hægri.

Sólarkveðja,

Óli

04 maí, 2008

Sólstingur

Já... ætli það sé ekki að verða kominn tími á annað update frá Köben. Héðan er allt gott að frétta, lífið gengur í rólegheitunum sinn vana gang svo við höfum ekki yfir miklu að kvarta. Svo hefur veðrið skartað sínu fegursta undanfarna daga svo það er farið að jaðra við sólsting á Dalstrikinu. Erum búin að taka picnic í Fredriksberg Have og dag í Tivoli um helgina í tilefni góðviðrisins. Og undirrituð skellti sér í hæstu hringekju í heimi (það þýddi sko ekkert að draga Óla með frekar en venjulega)... Þetta var ágætis tæki, en þetta var samt ekki nógu mikill hasar fyrir mig sko, þetta var bara eins og MJÖG há róla og eins og veðrið var í dag þá var útsýnið yfir Kaupmannahöfn náttúrulega alveg æði :o) Hef ekki enn slegið út "öfuga teygjustökkið" með Ásu á Benidorm forðum, það er enn bilaðasta tivolitæki sem ég hef prófað.

Yfir í annað... þá hefur kannski frést að ég splæsti annarri hendinni í flugmiða til SF og er á leiðinni í heimsókn til Fjólu. Hlakka ekkert smá til auk þess sem Fjóla er að setja upp rosalegt plan. Við eigum sko aldeilis eftir að mála SF rauða þessa daga sem ég stoppa. Svo er ég líka búin að kaupa miða til Berlín þar sem ég ætla í helgarfjölskyldumeeting síðustu helgina í júní. Þegar þessu er lokið tekur svo endaspretturinn við í skólanum... sem er pínu scary! En það hlýtur að reddast, alla vegana á endanum :o)

Óli ætlar svo að yfirgefa mig í lok júní... um svipað leyti og lestinni sem keyrir hérna framhjá verður lokað í mánuð. Ég er ekki spennt... það tekur í dag rúman klukkutíma að komast til Risö en þegar lestin verður ekki til staðar heldur bara tog-busser þá verð ég líklega bara að flytja með svefnpoka á skrifstofuna... Ég get hreinlega ekki beðið! Spurning um að troða sér bara í tjald á Hróarskelduhátíðinni og fara ekkert þegar hátíðin er búin?


Þangað til næst...
sumarkveðjur úr DK
- Eyja