29 júní, 2008

Ísland í kvöld!

Sæl veriði

Afskaplega lítið verið að blogga þessa dagana, enda nóg annað að gera. Hér kemur smávegis yfirlit yfir það sem hefur verið að gerast hjá mér undanfarna daga. Vil vara einstaklinga sem hafa lítinn sem engan áhuga á golfi eða fótbolta við þessari færslu:

Golfferðin: Var alveg ótrúlega skemmtileg, golfvellirnir magnaðir og aðstaðan eins og best verður á kosið. Við pöntuðum næstum strax fyrir næsta ár, svo ánægðir vorum við með þetta!
Golfið sem slíkt hjá mér gekk upp og niður, 2 fuglar lágu í valnum og 19 pör á 4 hringjum en því miður engin lækkun. Gamli og litli bróðir lækkuðu sig hins vegar báðir og voru því sigurvegarar GÁM&Sons mótsins, þeim til mikillar ánægju.

Knattspyrnan: Stórklúbburinn Ísborg er á hraðri uppleið upp stigatöfluna og erum við nú í öðru sæti eftir fyrri hluta mótsins. Ég meira að segja farinn að taka upp á því í síðustu leikjum að skora mark, sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Gaman af því.

Og meira golf: Get nú ekki sleppt því að minnast á það að ég tók þátt í 150 manna móti um daginn á Mølleåens Golfklub í Allerød og náði þar öðru sæti, að sjálfsögðu á punktum. Fékk forlátan "bikar" að launum (meira svona sérmerkt glas) og náði ég að lækka forgjöfina niður í 19,8 og markmiðinu fyrir Íslandsförina því náð.

EM: Er nánast ekki búinn að missa af leik á EM í ár, enda heimavinnandi og leikirnir alltaf á kvöldin hér í Danmörkinni. Spáði Króötum og Hollendingum mikilli velgengni sem gekk að sjálfsögðu ekki eftir. Spái hins vegar Spánverjum sigur í kvöld, þó svo að frændur mínir Þjóðverjar eru mótherjar. Stefni á að sjá a.m.k. fyrri hálfleikinn í kvöld á Kastrup.

Annars er maður bara búinn að vera að vinna og leika sér, ásamt dassi af matarboðum og skemmtilegheitum. Eyja er, eins og staðan er núna, stödd í miklu prógrammi í Berlín með fjölskyldunni sinni og verður væntanlega mikil stemmning í kvöld þegar úrslitaleikurinn í EM verður háður.
Ég er hins vegar á leiðinni heim á skerið og tek að sjálfsögðu góða veðrið með mér (ef þess þarf) og mæti ferskur í vinnu í fyrramálið.
Sumarplanið er svo eftirfarandi: Golf, veiði, fótbolti, fjölskyldusamkomur og partý....s.s. nóg um að vera.

Verð með gamla númerið mitt á Íslandi: 898-8614 fyrir áhugasama.

Reikna ekki með að blogga mikið á meðan ég verð á Íslandi...þið sláið bara á þráðinn ef ykkur vantar update :)

kv. ÓliG

20 júní, 2008

Við eigum þetta til...

Haldiði ekki að við skötuhjúin séum bara búin að vera myndarleg í dag... Við skelltum á okkur svuntu og hrærðum í einn skammt af "Sex and the city cupcakes". MMmmmmm.... Veeelllýýý næs. Erum að vísu með hálf illt í maganum núna, en það er bara vegna græðgi og ofáts.

Tíminn þýtur líka áfram og á föstudaginn eftir viku er stefnan tekin á Berlín. Það þýðir að nú er að renna upp síðasta helgin sem við Óli erum í sama landi í langan tíma... það eru ca. 2 og 1/2 mán. þangað til það gerist aftur. Ekki spes... En við ætlum að kíkja í bæinn á morgun og svo út að borða. Og svo er planið að heimsækja elefantana í dýragarðinum á sunnudaginn... Þeir fengu nebblega nýtt hús um daginn og við verðum að skoða það áður en Ólafur fer heim í hundaherbergið :o)

Vonandi eru bara allir hressir og kátir þarna hinum megin við hafið...
kv. Eyja
15 júní, 2008

Einskær leti...

og jetlag og EM hefur orðið til þess að enn hefur ekkert verið bloggað um ameríkuferðina miklu.
Ferðin var náttúrulega algjör snilld... þeir sem eru spenntir að sjá myndir og ekki hafa enn kíkt á bloggið hennar Fjólu geta séð gott yfirlit hér. Það þarf bara aðeins að skrolla niður hjá henni :o) Við skemmtum okkur konunglega... fórum í nokkrar búðir... sightseeing... roadtrip og bara allan pakkann. Ferðalögin fram og til baka reyndust samt aðeins lengri en ég hafði búist við. Ég var aldrei búin að hafa fyrir því að reikna út hversu langt flugið var í heild... það reyndist um 15 tímar hvora leið... Mikið fjör. Og ég er víst líka doldið krimmaleg á amerískan mælikvarða... það þurfti að hræra í töskunni minni í Atlanta á leiðinni til SF og í SF á leiðinni heim leit ég víst út fyrir að vera með sprengiefni í farangrinum og var stungið inn í einhvern blástursklefa með öllu tilheyrandi. En bara takk enn og einu sinni fyrir fjörið Fjóla... þetta var sknilld!!

Um helgina komu svo Sigga frænka og Pétur í heimsókn. Þau eru búin að vera á ferðalagi um heiminn í 3 vikur og fóru heim í morgun. Við notuðum tímann þeirra í Köben vel og tókum Tívolí með trompi í gær... turpas og öll tækin prófuð... eða svona næstum. Við nenntum náttúrulega ekki í barnatækin... Ólafur var samt samur við sig og fór ekki í neitt tæki. En hann vann höfrungabangsa handa mér... svo við erum á góðri leið með að koma okkur upp sædýrasafni ;o)

Svo er farið að styttast í Berlínarferð sem þýðir að það er mjög farið að styttast í að Ólafur yfirgefi mig... því miður. En svona er lífið. Hann kemur ekki til baka fyrr en í september... en ég lifi þetta af...

Vonandi hafið þið það bara sem best...
mvh. Eyja