Ísland í kvöld!
Sæl veriði
Afskaplega lítið verið að blogga þessa dagana, enda nóg annað að gera. Hér kemur smávegis yfirlit yfir það sem hefur verið að gerast hjá mér undanfarna daga. Vil vara einstaklinga sem hafa lítinn sem engan áhuga á golfi eða fótbolta við þessari færslu:
Golfferðin: Var alveg ótrúlega skemmtileg, golfvellirnir magnaðir og aðstaðan eins og best verður á kosið. Við pöntuðum næstum strax fyrir næsta ár, svo ánægðir vorum við með þetta!
Golfið sem slíkt hjá mér gekk upp og niður, 2 fuglar lágu í valnum og 19 pör á 4 hringjum en því miður engin lækkun. Gamli og litli bróðir lækkuðu sig hins vegar báðir og voru því sigurvegarar GÁM&Sons mótsins, þeim til mikillar ánægju.
Knattspyrnan: Stórklúbburinn Ísborg er á hraðri uppleið upp stigatöfluna og erum við nú í öðru sæti eftir fyrri hluta mótsins. Ég meira að segja farinn að taka upp á því í síðustu leikjum að skora mark, sem hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Gaman af því.
Og meira golf: Get nú ekki sleppt því að minnast á það að ég tók þátt í 150 manna móti um daginn á Mølleåens Golfklub í Allerød og náði þar öðru sæti, að sjálfsögðu á punktum. Fékk forlátan "bikar" að launum (meira svona sérmerkt glas) og náði ég að lækka forgjöfina niður í 19,8 og markmiðinu fyrir Íslandsförina því náð.
EM: Er nánast ekki búinn að missa af leik á EM í ár, enda heimavinnandi og leikirnir alltaf á kvöldin hér í Danmörkinni. Spáði Króötum og Hollendingum mikilli velgengni sem gekk að sjálfsögðu ekki eftir. Spái hins vegar Spánverjum sigur í kvöld, þó svo að frændur mínir Þjóðverjar eru mótherjar. Stefni á að sjá a.m.k. fyrri hálfleikinn í kvöld á Kastrup.
Annars er maður bara búinn að vera að vinna og leika sér, ásamt dassi af matarboðum og skemmtilegheitum. Eyja er, eins og staðan er núna, stödd í miklu prógrammi í Berlín með fjölskyldunni sinni og verður væntanlega mikil stemmning í kvöld þegar úrslitaleikurinn í EM verður háður.
Ég er hins vegar á leiðinni heim á skerið og tek að sjálfsögðu góða veðrið með mér (ef þess þarf) og mæti ferskur í vinnu í fyrramálið.
Sumarplanið er svo eftirfarandi: Golf, veiði, fótbolti, fjölskyldusamkomur og partý....s.s. nóg um að vera.
Verð með gamla númerið mitt á Íslandi: 898-8614 fyrir áhugasama.
Reikna ekki með að blogga mikið á meðan ég verð á Íslandi...þið sláið bara á þráðinn ef ykkur vantar update :)
kv. ÓliG