29 júní, 2006

Fokheld...

ég ætlaði ekki að blogga fyrr en ég gæti sett inn smá sýnishorn af myndum frá Spáni til að gera alla öfundsjúka en það verður víst að bíða betri tíma. Þannig er mál með vexti að við erum enn semi heimilislaus og Rauðalækur telst held ég bara fokheldur eins og staðan er í dag. Til að setja inn myndirnar þarf ég snúru sem er á einhverjum mjög óskilgreindum stað líklega inni í gámi svo það gæti dregist töluvert að bíða eftir að hún kæmi í leitirnar.
Annars bara svona sæmó að frétta. Ég veit ekki um nema svo lítið brot af fötunum mínum að ég hef úr að velja einum gallabuxum og einu pilsi þessa dagana. Verð heimilislaus um það bil mánuð í viðbót býst ég við og þá er sko alveg komið meira en gott. En það gekk vel í vinnunni í dag og eins gott að nota sér það til að líta á björtu hliðarnar. Var líka að koma úr saumó þar sem var einn gaur sem er 4 mánaða og annar sem er 2 vikna. Þeir voru svo geeegggggjaaaaað sætir... músímúsí. Það þarf lítið til að gleðja mig þessa dagana...
Og Gunnsó skilaði sér heim úr ævintýraferðinni heill á húfi á mánudaginn og hann færði meira að segja stóru systrum sínum pakka!!! Júhú... svona er hann vel upp alinn og sætur.

08 júní, 2006

... sangría og sóóóól

erum búin að stappa í gáminn og læsa og kaupa sólarvörn... svo er það bara sangría og sól í 1/2 mánuð! heheheheheheheeeeeee

01 júní, 2006

Allt að gerast...


Vil byrja á að óska hetju dagsins til hamingju. Fjólan kom sá og sigraði með meistaraverkefnið sitt og er núna að leggja loka hönd á ritgerðina og svo held ég hún verði bara á tjillinu fram eftir sumri!! Enda á hún það svo sannarlega skilið! Til hamingju Fjóla, þú ert sknilllllllingur ;o) Að sjálfsögðu til hamingju allir hinir sem ég þekki og voru að klára... þetta er sko stórt afrek!

Annars þá var ég búin að hugsa með mér að skrifa hérna hugljúft blogg um hvað það var gott að vera heima á Húsavík. Fór í Flatey sem er náttúrulega besti staður í heimi og naut þess alveg í botn en ég er alveg hætt við þetta hugljúfa. Það kom nefnilega gámur í bílastæðið okkar í morgun svo nú er bara "mikið púl" eða svoleiðis við flutninga. Annars vorum við Óli að velja okkur nýtt gólfefni á íbúðina bara svona eins og hún leggur sig í morgun og þurftum svo að koma heim til að taka við gámnum. Þegar heim var komið mættum við hins vegar frekar vandræðalegum pípara sem spurði svona pent: "hmmm heyrðu, hvenær var það aftur sem þið ætluðuð að flytja út??" Við Óli svöruðum í kór að stefnan væri tekin á mánudaginn. Heyrðu, haldiði að gaurarnir séu þá ekki búnir að brjóta klósettið í einhverjum tilfæringum... og bara svo þið vitið það þá sit ég núna og held í mér þar sem hér er ekkert nema gat í gólfið. Ég ætti kannski bara að taka svona asíustæl á þetta... ha!!!

Það er sem sagt mikið fjör og mikið grín í mínu lífi þessa daga og eins gott að taka þessu bara öllu með brosi á vör... ekki satt???