30 janúar, 2008

Evrópumeistarar

Já... haldiði ekki bara að Danirnir hafi orðið Evrópumeistarar í handbolta. Og það með tilþrifum. Við Óli erum búin að vera með handbolta í staðinn fyrir heila síðan við komum frá Róm og erum búin að skemmta okkur mikið. Og ekki skemmdi fyrir að Danir unnu fyrsta gull í handbolta karla á stórmóti. Og þvílíkar og aðrar eins móttökur sem þeir fengu þegar þeir komu heim drengirnir... það var ekkert smá. Við Óli erum orðin svo dönsk að við hoppuðum út um alla stofu þegar þeir komust í úrslitin og svo skelltum við okkur að sjálfsögðu niður á Ráðhústorg til að vera með þegar liðið mætti þangað til að sveifla verðlaununum sínum. Það var alveg ótrúleg stemming með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi...

Annars er það helst í fréttum að borðtölvan er með uppsteit þannig að við erum ekki enn búin að koma myndunum frá Róm þangað svo bloggið frá Róm dregst aðeins. Svo erum við búin að kaupa okkur miða á Smashing Pumpkins 27. febrúar og hlökkum geggjað til!!!

25 janúar, 2008

25. janúar 2008

Já... það líður töluverður tími milli blogga þessa dagana... við skulum segja að það sé vegna mikilla anna...

Annars lofaði ég síðast að ég myndi nú setja inn nokkrar myndir frá opinberri heimsókn pabba og mömmu til okkar og er ekki fínt að gera það í dag þar sem gamli kallinn á ammæli.
Í þessari miklu heimsókn fórum við að sjálfsögðu í jólatívolí

Maður gæti haldið að ég hafi verið í öðru loftslagi en gamla settið!!

Jólaskrautið í tívolí var að sjálfsögðu alveg æðislega flott!!


Svo skelltum við okkur í Parken... það fór nú kannski ekki alveg á besta veg, en við skemmtum okkur nú ágætlega þrátt fyrir það!


Og þarna erum við greinilega öll komin í sama loftslagið ;o)


Svo gerðum við okkur bara ýmislegt til dundurs plús að afmælisbarn dagsins borðaði fullt af illa lyktandi ostum...

Verst að lyktin og bragðið skilar sér ekki á mynd!

Og hér erum við að leggja af stað á flugvöllinn!
Þegar hér var komið sögu var pabbi kominn með fyrir hjartað yfir hvað þau hefðu keypt mikið af dóti! Mér fannst þetta nú ekki svo voðalegt... enda Ína rétt búin að vera á svæðinu ;o)


Og bara til hamingju með afmælið pabbi minn!!


Rómarferðin var síðan algjört æði en myndirnar frá henni koma síðar... það á eftir að taka tímana tvo að færa þær úr myndavélinni yfir á tölvuna því Ólafur var óður með myndavélina!

Þangað til næst... Chiao!

15 janúar, 2008

Eyja afmælisstelpa

Jæja, ætli það sé ekki best að reyna að halda þessari blessuðu síðu uppi.
Margt og mikið hefur gerst síðan síðasta bloggfærsla leit dagsins ljós og það er allt of langt mál fara að telja allt upp sem hefur á daga okkar drifið. Þið verðið bara að hafa samband við okkur ef þið viljið fá update :)

Annars er það helsta í fréttum í dag að hún Eyja á afmæli í dag, 15. janúar. Mikið fjör og mikið gaman. Það verður kannski ekki mikið haldið upp á þetta í dag þar sem við erum á leið til Rómar, Ítalíu á fimmtudaginn næstkomandi og ætlum að vera þar í viku. Verður án efa skemmtilegt.

Vonandi kemur því ferðasaga ásamt mögulega myndum frá Róm eftir rúma viku.

kv. ÓliG