Fréttir frá DK
Já... það er nú yfirleitt eitthvað að frétta hérna megin sko. Nú er það helst í fréttum að ég er minnst með þrjá plástra á fingrunum þessa dagana þar sem ég ræð ekkert við fínu hnífana sem við Óli fengum í jólagjöf (eru sko til að nota í eldhúsinu!!). Og í kvöld... eftir að ég missti næstum vísifingur hægri handar... er búið að setja mig í bann. Svo nú má ég ekki nota þá um óákveðinn tíma... sem hentar vel þar sem Óli verður þá bara að sjá um þessa hlið eldhússtarfanna í þennan óákveðna tíma ;o)
Svo er líka annað í fréttum. Hjólið mitt borðar gallabuxur. Fyrir svona 10 dögum síðan þá varð ég var við að það var að koma gat á uppáhaldsgallabuxurnar mínar. Ég gat svo sem alveg séð það á staðsetningunni að þetta voru hjólahnakksmeiðsli sem hrjáðu fínu gallabuxurnar en ég gaf mig ekki og hélt ótrauð áfram að nota þær. Svo vorum við Óli eitthvað að sprella þegar við vorum að labba heim úr lestinni í eitt skiptið og Óli þurfti endilega að fá að prófa að taka mig á hestbak... ég sá það of seint að hann gerði þetta að sjálfsögðu bara til að gatið á buxunum mínum yrði svo stórt að ég yrði að henda þeim... Þetta var mikill sorgardagur. Ég þurfti því að sætta mig við að eiga bara næstuppáhaldsgallabuxur og svo einhverjar sem eru sko bara svona semi. Nema þegar ég sveifla mér upp á hjólið síðasta föstudag hvað haldiði að gerist. Jújú... það kom gat á næstuppáhaldsgallabuxurnar og þær eru á leiðinni í ruslið. Svo nú er ég á náttbuxum (eðalnáttbuxurnar frá Fjólu!!) eða á föðurlandinum til skiptis, auk þess sem hjólið er í skammarkróknum, þar sem ég tími ekki að gata fleiri buxur í bili (er líka að verða uppiskroppa með buxur)...