22 apríl, 2008

Update frá DK

Sæl veriði.
Smá update af okkur skötuhjúum:

  • Við fórum í svakalegustu fermingarveislu sem sést hefur síðastliðinn föstudag sem stóð yfir frá klukkan 14:00 - 23:00 með aðeins 6 réttum og viðeigandi guðaveigum. Alveg svakaleg veisla sem heppnaðist mjög vel.
  • Ég er búinn að spila 3 fótboltaleiki síðan á föstudaginn, sá fyrsti í bikarkeppni utandeilda í Kaupmannahöfn sem vannst 6-1 (11 manna bolti), einn æfingaleikur sem endaði 3-3 og svo einn í deildinni við hörmulegar aðstæður í Valby sem tapaðist 3-1.
  • Fórum á magnaðan Thailenskan veitingastað á laugardagskvöldið sem ber nafnið Alyssa. Hann er nálægt Fiolstræde og Studiestræde og það er alveg óhætt að mæla með þeim stað. Svakalega góður matur.
  • Hittum Árna Hrannar og bróður hans á stórbarnum O'learys yfir frekar leiðinlegum fótboltaleik á laugardeginum (Wigan - Spurs).
  • Eyja búin að vera dugleg að vinna/læra úti í Hróarskeldu, fer út freeeekar snemma eða um 7 leytið og er ekki kominn heim fyrr en um kvöldmat.

S.s. bara allt við það sama héðan frá Mörkinni.
Annars vil ég endilega benda fólki á að ef það vill gefa mér eitthvað fallegt að þá væri ég meira en til í þetta úr hér að neðan. Mitt gamla Diesel úr gaf nefnilega upp öndina fyrir ekki svo löngu síðan og nú veit ég því ekki hvernig tímanum líður :)


Síðan er kappinn á leiðinni í golf í fyrramálið með drengjum úr fótboltanum. Maður verður nú að nýta góða veðrið á meðan það er til staðar, ekki satt?

En jæja, nóg af bulli í bili....

Yfir og út.

16 apríl, 2008

Góðar minningar...

Sæl veriði..

Við skötuhjúin vorum að renna í gegnum misgamlar myndir í myndahrúgunni okkar. Ákváðum að deila með ykkur nokkrum sýnishornum. Síðan detta væntanlega fleiri inn á myndasíðuna góðu...

Benedikt Máni, 2006.


Frú Borghildur í Flatey, 2006.

Prinsinn nýútskrifaður, 2006.


Sólarlag á Skjálfanda, á leið úr Flatey.


Óli og Rúnar mjög heilbrigðir á Spáni, 2006.

Fjóla og hrossið, 2006.

Eyja sailor með Kinnafjöllin í baksýn, 2006.


Greinilegt að við eigum mikið af myndum síðan 2006.

Med venlig hilsen,
Óli & Eyja

09 apríl, 2008

Stundin er runnin upp...

....Rómarmyndirnar eru komnar inn á myndasíðuna. Alls 243 myndir.
Ég vona að einhver endist í að skoða þær allar saman. Fyrir mjög áhugasama eigum við ca. 500 myndir fyrir utan þessar í viðbót frá Rómarferðinni :)

En þessar myndir er hægt að skoða hér

Kv. ÓliG

07 apríl, 2008

Afmælisblogg

Í dag, þann 7. apríl 2008, eru 14 ár síðan litla systir mín hún Helga kom í heiminn. Við skötuhjú hér í Danmörkinni vildum óska þessum þverflautu-/saxafóns-/fótboltaspilara til hamingju með árin 14 og við hlökkum til að sjá þig síðar á Íslandi (já, nú eða bara hérna í Köben).

Hérna er smá sýnishorn af litlu dúllunni. Ekki kannski besta myndin sem til er, en mynd engu að síður.

Til lykke med fødselsdagen min lille søster! Ha' det godt på fødselsdagen og selvfølgelig også de følgende dage og uger. :)

Så, hvad siger I? Skal jeg og Eyja måske bare blog på dansk, eller vil I bare ha' det på islandsk?

Med venlig hilsen fra Dalstrøget,

Eyja og Óli

06 apríl, 2008

Eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag...

Í dag, sunnudag, vaknaði ég kl. hálf tíu, klæddi mig, borðaði og tölti svo af stað með vinkonu minni að taka þátt í landssöfnun Kræftens Bekæmpelse. Við sáum það að við gátum alveg gefið 2 tíma á sunnudagsmorgni í að rölta um hverfið og safna pening sem síðan fer til rannsókna og baráttu gegn krabbameini. Annars hefði maður bara legið sofandi og það er náttúrulega bara tímaeyðsla... Ástæðan fyrir því að við tókum þátt er ekki síst sú að fyrir viku síðan dó einn prófessorinn sem kenndi okkur í KU úr krabbameini og mamma hennar Helle sem ég er að vinna verkefni með er að berjast við þennan sjúkdóm fyrir svo utan alla hina sem maður þekkir. Og ég stend í þeirri trú að það sem Danirnir finna fram til skilar sér líka til Íslands. Svo nú get ég farið að sofa með góðri samvisku sérstaklega þar sem þessi söfnun setti met! Það munar sko um mann :o)