Bad week
I'm having a very bad week og ætla ekki að blogga fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku, ef hún verður eitthvað skárri.
I'm having a very bad week og ætla ekki að blogga fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku, ef hún verður eitthvað skárri.
Já, ætli það fari ekki að verða mál að blogga smávegis. Hef ekki komið hérna við í dágóðan tíma núna, vegna gífurlegs annríkis. Alla vegana. Akkúrat núna sit ég í herberginu hans Gunnars að Rauðalæk 53, enn með málninguna á augunum síðan í gær og er að íhuga sturtuferð. Ég er sem sagt komin heim í páskafrí og var í fermingu hjá Guðna, litla bróður Óla í gær. (Hlaut að vera stór ástæða fyrir málningunni... ekki satt?).
Fyrir 21 ári var 7. mars öskudagur. Af hverju veit ég það?? Af því að þennan öskudaginn fæddist litla systir mín. Í tilefni af því ætla ég að taka lagið:
Já, ég er svo sannarlega farin að sjá fram á að bora bara í nefið í þessu 2 mánaða sumarfríi sem ég fæ í sumar. Svo ef þú hefur vinnu í rassvasanum handa mér máttu endilega láta mig vita.
Það kemur fyrir hérna megin að það kvikni á perunni. Ég var til dæmis að átta mig á því að ég var aldrei búin að setja link inn á hana Röggu töggu sem ég bý með. En nú er ég búin að því!! Eins bætti ég við Láru Sóley, sem eftir nokkurra ára dvöl erlendis var að uppgötva bloggið;o)
Eyja mælir hins vegar ekki með
Helsti óvinur eins og staðan er í dag: árshátíð Actavis
Þetta er búið að vera að eins betri dagur enn í gær skal ég segja ykkur. Ég er samt farin að halda að ég eigi ekki að vera í námi í Danmörku. Til að fá námslánin vantaði mig alltaf eina einkunn og kennarinn var voða næs og dreif í að skila inn til að ég færi nú ekki alveg á hausinn. Svo fer ég og ætla að prenta þetta út til að senda heim og hvað haldiði, ég fæ ikke bestået!! Hressandi. Ég fer og spyr kennarann út í málið og hann bara "þetta getur ekki verið... blablabla" en jújú, Eyja fékk ikke bestået. Hann þýtur eins og þrumuský í framan niður á eksamenkontoret og þar kemur í ljós að hver einasti maður í áfanganum hafði fengið bestået og ég líka, en það var að sjálfsögðu ég sem lendi í innsláttarvillu hjá kellingarbeyglunni svo nú þurfti ég að bíða í klukkutíma þangað til búið var að laga þetta. Danir eru svo indælir. En svo komst ég bara að því að Íslendingar eru ekkert skárri. Óli var svo góður að hann hringdi í lín til að tékka hvenær lánið yrði borgað út og því var lofað síðasta föstudag. Á mánudaginn er lánið ekki enn komið og þegar Óli er orðinn góður vinur kellinganna bæði í lín og Íslandsbanka á Húsavík kemur í ljós að mistök höfðu orðið hjá reiknisstofu bankanna svo lánið kom bara ekki inn á mig. Þetta var sem sagt 3 vikna prócess að fá þetta lán greitt. Þvílíkt og annað eins. Og í tilefni af því að ég hef efni á verkjalyfjum núna þá lít ég út eins og hamstur...