24 desember, 2005

Gleðileg jól

Af því að jólakortin voru með uppsteit og skrifuðu sig ekki sjálf þetta árið langaði okkur að nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vonandi hafið þið það sem allra best yfir hátíðarnar. Okkar bestu kveðjur
-Eyja og Óli-
Og for de danske... god jul og godt nyt aar! Haaber I har det godt og spiser helt vildt meget af julemad! Vi ses i januar!
Med venlig hilsen
Eyja

19 desember, 2005

jólafrí

jéssssss. Ég lifði prófatörnina af og er á leiðinni heim til Íslands í frí eftir bara nokkra klukkutíma. Er alveg sveitt að pakka niður og ganga frá í íbúðinni og sonna annað sem að ekki hefur mikið farið fyrir undanfarnar vikur... eins og til dæmis uppvask. Var búin að safna góðum stafla af óhreinu leirtaui á hina ýmsu staði í herberginu mínu þó ekki sé það nú stórt. Annars bara sjáumst við fljótlega... lifið heil ;o)

13 desember, 2005

Arrrrgggghhhhh

Ekki alveg í stuði núna sko. Ennþá eftir þrjú próf og samt innan við vika í að ég komi heim og ég í tómu tjóni eins og stundum áður. Þetta árið er stefnan tekin á sex og allt þar fyrir ofan er plús. Munnlegt próf á dönsku á fimmtudaginn sem ég verð bara að taka á kúlinu því ekki er ég sérstaklega sterk í dönsku þegar ég er stressuð og heldur ekki þegar ég á að tala um fysiologisk modellering og bifurkationer og grænsecykle osv.
Annars er það nýjast að mamma mín var geggjað góð og sendi mér pakka með jólasmákökum og nammi til að stytta mér stundir á þessum síðustu og verstu tímum. Póstkallinn kom á meðan ég var í prófinu á föstudaginn og skildi eftir svona tilkynningu að ég ætti pakka á pósthúsinu. Nú er ég búin að fara tvær ferðir á pósthúsið og pakkinn finnst ekki. Ég á örugglega aldrei eftir að sjá kökurnar og nammið því helvítis kallinn er örugglega búinn að borða þetta allt... H*%&, dj$&%, and*?&!" póstþjónusta. Svona gengur lífið sem sagt í DK í dag...
Svo til að toppa allt þá er ég að fara í próf í dag og tímasetningin gæti ekki verið skemmtilegri. 4 tíma próf frá 3-7 takk fyrir og góðan daginn ... Uuuuurrrrrrrrrrrrrrrr

08 desember, 2005

ooóóó

ómægod... alltof stutt í fyrsta próf, stressið farið að gera vart við sig og hárið á mér stendur meira út í loftið en nokkru sinni fyrr. Og þá er sko mikið sagt eins og þeir sem þekkja mig vita. Annars er kominn háttatími fyrir löngu... góða nótt. Og svo krossa putta og tær í fyrramálið!!

05 desember, 2005

Púha

það er bara panicattack á panicattack ofan hérna megin. Þökkum þess vegna fyrir að í dag eru nákvæmlega 14 dagar í jólafrí og Ísland...

02 desember, 2005

Alltaf...

lærir maður eikka nýtt. Í gær lærði ég til dæmis að það er stórhættulegt að vera kassadama í Kvikly við Nørrebrosrundel. Ég var sem sagt í rólegheitunum að leita mér að einhverjum svona fljótlegur að elda mat þar sem ég er búin að vera svöng í dálítinn tíma núna og það virðist sem það vaxi ekki matur í ísskápnum. Þegar ég svo kem í röð við kassann tek ég eftir tuðandi kellingu sem var augljóslega búin að tuða í langan tíma því hún var orðin eldrauð í framan. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú eikka skrítið, konan var kannski aðeins yngri en amma og ég sæi nú ömmu gömlu aldrei fyrir mér í svona ham við einhverja aumingjans kassadömu... Alla vegana, í ljós kom að konan var með lítið veski sem hún ætlaði að skila og heimtaði að fá endurgreitt. Kassadaman neitaði að endurgreiða veskið, hún mátti það ekki þar sem konan var ekki með strimilinn með sér, en bauð henni að hún gæti að sjálfsögðu fengið þessu skipt yfir í eikka annað. Þessi umræða endurtók sig í einhvern tíma þangað til á endanum tjéllingin brjálaðist og grýtti veskinu í kassadömuna og ég veit ekki hvað og hvað. Það mætti öryggisvörður og allur pakkinn bara til að snúa þessa gömlu konu niður og á endanum fékkst hún til að samþykkja inneignarnótu...