28 apríl, 2006

helgarfrííí....

jább, það er föstudagur á kantinum og löng helgi framundan. Stefnan er tekin á sumarbústað actavis í úthlíð með ólanum. Þetta verður pottþétt með latari helgum vetrarins og þótt víðar væri leitað. Svo er líka farið að styttast í sumarið og búið að vera gott veður í 2 daga í röð. Þokkalega. Fór í hádeginu út að borða með FjóluSpólu og Viks og kom þá upp úr dúrnum að ég hef ekki séð Viktoríu í rúmt eitt og hálft ár. Það er mikið. Og það var geggjað gaman að sjá þær!!
Svo er spurning hvort ég þurfi nokkuð meira en eina helgi til að læra að spila golf! Hvað heldur þú?

22 apríl, 2006

Jæjajæja

Ég er lélegur bloggari... og það er bara allt í læ...
Annars hefur alveg ýmislegt á daga mína drifið undanfarið sem hefur dregið mig frá tölvunni. Ég er bara búin að vera of busy fyrir blogg... eða eikka. Síðan ég skrifaði síðast er ég búin að fara í óvissuferð með yndislegasta kærasta í heimi. Hann fór með mig út að borða og í bláa lónið og þetta var allt voða kósý... Svo er ég búin að fara í 2 barnaafmæli hjá samt sömu manneskjunni, í fermingu og í páskafrí heim á Húsó. Það var svo geggjað gott að koma heim og ég var að íhuga að koma bara aldrei suður aftur... hehehe. Og svo þegar ég kom suður fékk ég hint um að ég hefði bara átt að halda mig fyrir norðan því mér tókst að veikjast og er búin að liggja í rúminu meira
eða minna síðan á miðvikudag. Ég var samt svo óþolandi á fimmtudaginn að Óli samþykkti á endanum að fara í bíó með mér og hann valdi þessa líka eðalmynd. Við fórum á failure to launch með blandt andet sarah jessica parker úr Sex and the city. Þetta var ágætis afþreying fyrir pirraða og lasna sál en alls engin óskarsverðlaunaframmistaða. Mæli samt alveg með henni fyrir þá sem fara í bíó með opnum huga og engar væntingar!!

Og svo bara gleðilegt sumar ;o)

05 apríl, 2006

Mmmmmmmmmm....


Bestu pizzur í bænum...

04 apríl, 2006

Líkamsrækt...

Maður lætur nú plata sig út í ýmislegt. Systir mín er til dæmis búin að plata mig út í líkamsrækt á fúll spíd. Svo sem ekkert nema gott við því að segja í flestum tilfellum sko. Ég ákvað sem sagt að skella mér með Ínu pínu til hennar Ágústu Johnson í Hreyfingu. Ég hef ekkert nema gott af Hreyfingu að segja og líkar mjög vel. Þetta er líkamsræktarstöð þar sem maður þarf ekki að mæta stífpússaður þegar maður fer á æfingu. Það fyndnasta við þetta allt saman er samt að eins og á mörgum stöðum getur maður fengið að geyma verðmæti í afgreiðslunni og í staðinn fær maður töluvert stórt skærgrænt plastmerki með númeri. Við þetta merki er föst teygja með nælu á svo maður geti nú nælt þessu í sig og tíni nú ekki þessu verðmæta merki. Nema hvað, flestir eru bara nokkuð hressir og setja merkin á brúsann sinn eða eins og ég sem næli merkið oftast bara í vasann. Það eru hins vegar nokkrir gaurar sem eru alveg met. Þeir mæta sem sagt í ræktina og eru geðveikt sveittir af að lyfta öllu þessu þunga dóti og æða fram og aftur um salinn eins og naut í flagi. Það sem er þó hvað mest sexý við þessa gaura er að þeira næla merkið framan á miðjan bol. Það er náttúrulega ekkert fyndnara en að reka augun í eitthvað vöðvafjall með stærðarinnar grænt merki lafandi á maganum. Men hvað ég átti bágt með að hlæja ekki í fyrsta skipti sem ég sá þetta :o)

03 apríl, 2006

;o)


Þó svo ég kæmi ekki miklu í verk um helgina upplifði ég samt alveg magnaða tónleika á föstudagskvöldið. Katie Melua var alveg hreint frábær og tók svooo skemmtileg lög. Vil ég þess vegna enn og aftur þakka þeim mæðgum Fjólu spólu og Jódísi fyrir að bjóða mér á tónleika. Takk kærlega fyrir mig, þetta var sko algjört æði ;o)

02 apríl, 2006

Kominn apríl

Helgin er búin einu sinni enn og farið að styttast í næsta vinnudag. Ég kom ekki miklu í verk þessa helgina en fór og hitti stelpurnar að heiman á kaffihúsi í tilefni þess að Jóka bróka var í bænum.
Það voru að sjálfsögðu allir í stuði eins og sjá má á þeim Jóku og Kristínu þó svo einhver þreyta væri í mannskapnum eftir hörku djömm kvöldið áður... Sumir hefðu þó kannski betur verið heima, ekki satt Kristín hósthóst!
Ína var gráðug að vanda og hún mátti ekkert vera að því að vera sæt með Sigurveigu...
Og svo sjálfsmynd í lokin ;o)