... ég er officially orðinn Dani. Ef mér er flett upp í þjóðskránni þá kemur heimilisfang: Danmörk. Svo er ég komin með danska kennitölu, danskan bankareikning, visa dankort sem ekki er hægt að lifa án og síðast en ekki síst sygesikringsbevis. Svona á þetta að vera. Það lítur samt ekki alveg nógu vel út með skólann akkúrat í augnablikinu, ekkert að gerast í transfermálunum svo ég neyðist til að fara að tala dönsku í síma. Ekki alveg það sniðugasta þar sem þá get ég ekki notað leikræna tjáningu þegar allt stefnir í voða. Hefði jafnvel átt að leggja fyrir mig leiklist, það hef ég lært á þessum vikum mínum hérna í Köben. Á það alla vegana inni ef þetta endar allt í fokki!
Annars er alveg ágætt að frétta héðan af 5. hæð á Tagensvej treogtyve. Það er að vísu ekki lyfta í húsinu svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég verð komin með stæltan rass eftir allar ferðirnar upp og niður. O babe... Eða hvað, það var svo sem ekkert brjálað stuð að bera allt dótið upp þessa stiga þegar við fluttum inn. Við Ragnheiður hefðum einfaldlega sest að í bakgarðinum með krákunum ef Óli ofurflytjari hefði ekki verið á svæðinu til að hjálpa okkur! Takk fyrir alla hjálpina ástin mín ;o) Annars þá er lífið svona um það bil að komast í einhverjar skorður skóli þriðjudaga - föstudaga, en frá á mánudögum. Vúha, þvílík snilld. En einnig mjög hentugt þar sem ég tók þá ákvörðun að fara ekki aftur til Köben fyrr en á mánudegi eftir vetrarfríið, sem bæ ðe vei er eftir hálfan mánuð. Svo eru Ína systir, Rúnar og Óli búin að panta sér flug hingað út til mín 18. nóvember sem er náttúrulega tær snilld. Ég er síðan búin í prófum 14. des. og mæti heim á klakann fljótlega upp úr því í jólafrí. Nema ef ég fæ ekkert metið inn í DTU, þá kem ég alkomin 8. október... Vonum það besta, 7, 9, 13!! En það eru samt fullt af helgum laustar svo ef þig langar til Köben þá endilega skelltu þér inn á Iceland Express og pantaðu miða. Alltaf hægt að búa til pláss!! Á að vísu við smá tæknilega örðuleika að stríða, loksins þegar ég var búin að læra á gaseldavélina og meðfylgjandi gasofn í eldhúsinu þá fer ofninn í herberginu mínu á eitthvað flipp svo ég vakna með grýlukerti á nefinu á morgnana. Gæfi mikið fyrir að hafa lifandi hitapokann minn á svæðinu til þess að kippa þessu í liðinn :o)
Annars þá er ég í miðju kafi að skúra, verð nú að fara að ljúka þessu. Læt heyra frá mér aftur mjög fljótlega. Adios!!