hmmm
í dag eru ekki nema um 3 dagar eftir af dvöl minni í danaveldi í bili. Ég er bæði hissa á að þessi stund sé runnin upp, glöð og leið. Það er mjög erfitt að segja hvernig mér líður þessa dagana. Ólinn minn er kominn og farinn með eikka af draslinu mínu. Ég sit hins vegar eftir með svo mikið af dóti sem ég veit ekkert hvaðan er komið eða hvernig á að komast til Íslands. Mjög svo hressandi það...
Annars er helst í fréttum í danmörku að baby prinsinn var skírður á laugardaginn. Ég ákvað að ég gæti ekki verið búin að búa í Danmörku í svona langan tíma og hafa ekki séð allt þetta kóngafólk... Svo við Óli klæddum okkur upp og skelltum okkur niður í bæ. Svo núna er ég búin að sjá kóngafamilíuna eins og hún leggur sig... plús hluta af norsku og sænsku kóngafjölskyldunni og ég veit ekki hvað og hvað. Og litla barnið heitir Christian Valdemar Henry John... hressandi!
Annars fer að styttast í að ég loki símanum og netinu svo við verðum bara í bandi þegar ég kem heim á leið! Hafið það gott á meðan... Eyja