Komið sumar??!!!
Við Óli erum komin norður yfir heiðar þar sem Óli er að fara í vorveiði á morgun. En þetta er samt frekar skondið allt saman því hérna megin er allt á kafi í snjó, alla vegana ef maður miðar við suðvestur hornið! Eins gott að maðurinn pakkaði föðurlandinu, ullarsokkum og ýmsu fleiru hlýju til að vera í... Annars sagði pabbi að hann skildi bara taka með sér skóflu og moka sér snjóhús, það kæmi hvort sem er ekki til með að veiðast eitt né neitt í svona kulda. En Óli ætlar bara að taka þetta létt með rauðvín í annarri og veiðistöng í hinni skilst mér. Spurning hvort hann endi kannski heim með öngulinn í rassinum í orðsins fyllstu... Held að það gætu alla vegana orðið svolítið spaugilegir taktar á bakkanum ef hann gerir rauðvínið að veruleika! Ég vorkenni samt lóunum og hinum fuglunum sem eru að gefa upp öndina í þessu veðurfari meira en þessum köllum sem eru sjálfviljugir á leiðinni út í snjóskafl um helgina!! Ég ætla aftur á móti að vera í náttbuxunum heima hjá mömmu og pabba þangað til við förum aftur til baka á sun.
Annars bara allt í gúddí fílíng. Auglýsi eftir fólki sem hefur ekkert að gera og er æst í að koma og hjálpa okkur að pakka. Það verður pakkipartý alla næstu viku! Svo eru kvöldin undanfarið búin að fara í yfirlestur á mastersritgerðinni hennar FjóluSpólu. Fjóla er farin að sjá fyrir endann á því spaugi og þá fer maður kannski að sjá hana eikka. Hef ekki séð hana síðan um páska!
Annars eru Gunnar Óli og félagar að blogga úr ævintýraferðinni um Evrópu og ef ykkur langar til að fylgjast með þá er síðan þeirra hérna!
Over and out úr snjónum ;o)