25 maí, 2006

Komið sumar??!!!

Við Óli erum komin norður yfir heiðar þar sem Óli er að fara í vorveiði á morgun. En þetta er samt frekar skondið allt saman því hérna megin er allt á kafi í snjó, alla vegana ef maður miðar við suðvestur hornið! Eins gott að maðurinn pakkaði föðurlandinu, ullarsokkum og ýmsu fleiru hlýju til að vera í... Annars sagði pabbi að hann skildi bara taka með sér skóflu og moka sér snjóhús, það kæmi hvort sem er ekki til með að veiðast eitt né neitt í svona kulda. En Óli ætlar bara að taka þetta létt með rauðvín í annarri og veiðistöng í hinni skilst mér. Spurning hvort hann endi kannski heim með öngulinn í rassinum í orðsins fyllstu... Held að það gætu alla vegana orðið svolítið spaugilegir taktar á bakkanum ef hann gerir rauðvínið að veruleika! Ég vorkenni samt lóunum og hinum fuglunum sem eru að gefa upp öndina í þessu veðurfari meira en þessum köllum sem eru sjálfviljugir á leiðinni út í snjóskafl um helgina!! Ég ætla aftur á móti að vera í náttbuxunum heima hjá mömmu og pabba þangað til við förum aftur til baka á sun.
Annars bara allt í gúddí fílíng. Auglýsi eftir fólki sem hefur ekkert að gera og er æst í að koma og hjálpa okkur að pakka. Það verður pakkipartý alla næstu viku! Svo eru kvöldin undanfarið búin að fara í yfirlestur á mastersritgerðinni hennar FjóluSpólu. Fjóla er farin að sjá fyrir endann á því spaugi og þá fer maður kannski að sjá hana eikka. Hef ekki séð hana síðan um páska!
Annars eru Gunnar Óli og félagar að blogga úr ævintýraferðinni um Evrópu og ef ykkur langar til að fylgjast með þá er síðan þeirra hérna!
Over and out úr snjónum ;o)

20 maí, 2006

Congratulation...

Litli unginn í fjölskyldunni og bara einn sá myndarlegasti í bransanum varð stúdent í gær. Langaði bara að segja til hamingju við hann svona í tilefni dagsins í gær og góða ferð til útlandanna...

Svo erum við náttúrulega svo myndarleg systkinin að ekki sakar að skella inn eins og einni hópmynd... hehe

17 maí, 2006

Miðvikudagur

Það væri nú ekki mikið fútt í lífinu ef maður reyndi ekki að krydda upp á tilveruna annað slagið og prófa eitthvað nýtt. Með þetta að markmiði skellti ég mér á kvennalandsleik í handbolta í gærkvöldi. Ég verð alveg að viðurkenna að þetta var aðeins öðruvísi en að fara á leik í kallaboltanum. Við, það er ég, Ína systir og Myriam, mættum á mínútunni átta og samt voru svooo fáir áhorfendur. Sjónvarpsstöðvarnar mættu miklu seinna en við og mér þætti gaman að sjá hversu mikið var í rauninni tekið upp. Og sama dag var verið að auglýsa forsölu á Ísland - Svíþjóð sem fer fram um miðjan júní... kallaboltinn sko. Það er greinilegt að það er ekki mikið meira lagt upp úr konu handboltanum en konu fótboltanum...
Þetta var nú samt ekki það sem stóð upp úr í þessari ferð. Stelpurnar unnu með smá heppnispassa þar sem þær skoruðu sigurmarkið þegar leiktíminn var "nánast" runninn út en þær áttu það skilið þar sem þær voru búnar að vera skrefi á undan nánast allan leikinn. Það sem vakti þó mesta athygli mína (og það var ekki sérstaklega góð athygli...) var fullorðinn maður sem sat við hliðina á mér. Það er bara um tvennt að ræða með þennan mann. Annaðhvort á hann ekki þvottavél og þvær þar af leiðandi aldrei fötin sín, eða hann fer aldrei aldrei í bað. Lyktin var ólýsanleg. Ég gafst upp og varð að anda með munninum nánast allan tímann og var á endanum orðið svo illt í maganum að ég hélt ég hefði þetta ekki af. Var mikið að velta því fyrir mér þarna þar sem ég sat hvort maðurinn vissi hreinlega ekki af þessu eða hvernig á þessu gæti staðið. Var líka mikið að hugsa um að skipta um sæti en fannst það hálf vandræðalegt þar sem það voru nú tvö auð sæti á milli okkar. En ég get bara ekki lýst því hvernig var að sitja þarna og geta hreinlega ekki dregið andann eðlilega þar sem það er mér eðlislægt að nota nefið meira við öndun svona þegar ég er ekki í sundi eða sofandi. Verð því að segja að ég naut þess ekki alveg að skella mér í höllina þetta kvöldið.

15 maí, 2006

jaaháá


Maður getur nú varla sagt annað... Silvía Nótt er að valda usla eins og yfirleitt gerist þegar hún á í hlut... get ekki sagt annað en að þetta verði áhugavert allt saman. Það væri nú bara hressandi fyrir júróvisjón að hún kæmist í aðalkeppnina... held ég!!
Allt bara ágætt að frétta annars af þessum kanti. Afrekaði svo margt um helgina að ég svitna við tilhugsina eina saman og nenni engan veginn að telja það allt upp hér. Framundan eru svo góðir dagar... ma&pa&am&af&am á leiðinni því litla barnið í fjölskyldunni verður stúdent á fös. Það er hreinlega allt að gerast.

11 maí, 2006

Til hamingju... til hamingju... til hamingju...


Elsku bestasta litla systir í heimi komst inn í LHÍ... og er að fara að læra grafíska hönnun næsta haust. Til hamingju sætasta ;o)

10 maí, 2006

Þreyttur...

Var að koma ofan af næsta fjalli. Já eða felli... Við löbbuðum sem sagt upp á Úlfarsfell eftir kvöldmat í kvöld. Það er verið að æfa fyrir gönguna miklu sem verið er að skipuleggja í vinnunni!! Annars bara rólegheit á þessum kanti. Fór á kaffihús með KSP í gærkvöldi sem var voða næs. Hef ekki gert það í langan tíma og alltaf gaman að setjast niður og ræða daginn og veginn við Kristínu.
Annars er það merkasta sem gerst hefur hjá okkur Ólanum undanfarið að fjarstýringin á öðrum bíllyklinum er andsetin og læsti bílnum upp úr þurru á laugardaginn... og lykillinn inni í bílnum en við úti... Svo nú er sú fjarstýring komin í skammarkrókinn og spurning hvort henni verður nokkurn tímann hleypt út aftur!
Svo eru "GÓÐU" fréttirnar þær að líklegt er að gert verði við pípulagnirnar á meðan við förum til Spánar. "EINI" ókosturinn er að við verðum að flytja allt dótið okkar úr íbúðinni á meðan. Svo ef einhver lumar á geymsluplássi fyrir eins og eina og hálfa búslóð þá megiði endilega vera í sambandi og ef þið hafið ekkert að gera í byrjun júní eruði velkomin í niðurpökkunarpartý dauðans...









Lag dagsins: Boys don't cry - The CURE

04 maí, 2006

gleðigleði

Í dag er fimmtudagur og komin vika síðan ég bloggaði síðast. Mér tókst ekki að læra golf um helgina þar sem golfvöllurinn við Úthlíð var eitt drullusvað. Það er sko eina ástæðan fyrir því að ég lærði ekki golf. Annars væri ég orðin snillingur í golfi í dag... Svo var bara tekið á því í dag og gengið upp á Helgafell í miður góðu veðri. Við sluppum samt nokkuð vel því áður en við lögðum af stað rigndi eins og hellt væri úr fötu en var svona skapleg rigning á meðan á göngunni stóð. Hins vegar kom gat á himininn þegar við vorum að verða komin í bílana eftir gönguna og er ég mjög þakklát fyrir hvað stutt var eftir. Það fór nefnilega aðeins að kólna svona þegar rigningin var orðin brjúlat mikið.
Á morgun er ég svo home alone þar sem systkini mín eru að vinna og Ólafur er að fara út að borða með starfsmannafélagi actavis pactavis á Argentínu steikhús makalaust. Ekki sátt.... uuurrrrrrr