29 mars, 2007

Alltaf að læra eikka nýtt...

Í dag lærði ég til dæmis að eitt af fáu sem teljast þess virði að skrópa í skóla fyrir er bein útsendin frá HM í sundi þar sem kynnarnir eru þýskir...
Í dag lærði ég líka að rautt greip er agalega súrt...
Annars er Fjóla væntanleg eftir 4 tíma og bakarinn kominn í gírinn í eldhúsinu... jei

26 mars, 2007

Forår

Ég held svei mér þá að það sé komið vor í DK. Það er alla vegana sól og blíða hjá okkur þessa dagana og við Óli njótum þess í botn. Fórum til dæmis í óvissuhjólatúr í gær og enduðum í ísbúð hérna rétt hjá sem selur ítalskan kúlu ís. Það var næs...
Annars bara tiltöluleg rólegheit í ganginum. Myriam stoppaði hjá okkur á leiðinni til Sviss í páskafrí í síðustu viku en Óli segir að það hafi bara verið millilending og teljist þess vegna ekki til opinberrar heimsóknar! Svo styttist í páskafrí og þá æglum við að hafa tærnar uppi í loft meira eða minna bara.
Svo bíðum við skötuhjúin bara spennt eftir næstu heimsókn sem hefst með viðhöfn á fim.kvöld. Það verður sko pottþétt brallað eikka sniðugt með Fjólu og Ásu báðar í takinu!

Annars langaði mig að setja upp smá getraun... Hvað er litli fíllinn að borða á myndinni í síðustu færslu?? Helga... þú mátt ekki svara!! Það eru vegleg verðlaun í boði fyrir rétt svar ;o)

24 mars, 2007

Undanfarnar 2 vikur.....og 4. opinbera heimsóknin!

Kommensiesæl,

Jæja, 3. opinberu heimsókninni lauk um þar síðustu helgi, en vegna mikilla anna (eða þannig) blogga ég ekki fyrr en nú. Þar sem ég var víst búinn að lofa upp í ermina á mér einhverjum myndum og var ekki að fixa þær fyrr en núna rétt í þessu, kemur hér örstutt blogg.

Móðir mín og litla systir voru hér í viku í þvílíku blíðviðri, 15 stiga hiti og sól næstum upp á hvern einasta dag. Á meðan mamma var á hressandi ráðstefnu í Gautaborg, fórum við Helga og spígsporuðum í gegnum Dýragarðinn...hef alltaf jafn gaman að fara þangað. Eyja komst því miður ekki með, þar sem hún var föst í skólanum.

Einnig var að sjálfsögðu verslað (þ.e.a.s. mamma og Helga)....við Eyja alltaf svo stillt í þeim efnum.

Hér koma nokkrar myndir, nánast allar úr Dýragarðinum:
Takk kærlega fyrir komuna mamma og Helga....verið bara velkomnar aftur í heimsókn. :)

Annars er það að frétta að 4. opinbera heimsóknin verður næstu helgi. Þá ætlar ungfrú Fjóla að bregða undir sér betri fætinum, stökkva upp í flugvél og kíkja á okkur skötuhjúin hér í Baunalandi. Stefnt er á verslunar-/rólegheitar-/dýragarðar- og áthelgi sem svíkur engan...vonandi. Einnig ætlar Dr. Ása Tása að stoppa hjá okkur í 2 daga áður en hún heldur heim á leið í kærkomið páskafrí, væntanlega kærkomið frí frá bókunum. Það verður því tvöföld ánægja næstu helgi....

Og síðan að lokum er það orðið opinbert að ég er farinn að mæta á fótboltaæfingar 2var í viku í Buddinge skole, sem er hérna rétt hjá okkur. Er ég þar að spila knattspyrnu með nokkrum fílefldum íslenskum karlmönnum sem eru flestir, að minni bestu vitund, búsettir á einhverju kollegíinu. Tilheyra þeir stórliðinu Boldklubben Ísborg sem ég er víst orðinn hluti af. Mjög skemmtilegt að hreyfa sig svona aðeins, svo maður verður ekki hnöttóttur þegar maður mætir á Frónið.

Jæja, allt of langt blogg...trúi ekki að nokkur nenni að lesa þetta..

Hilsen

20 mars, 2007

I'm still alive

en samt bara barely...
Lifði samt munnlega prófið af og náði því þar að auki svo þetta er allt í áttina.
Svo á ég líka svo góðan mann, hann bauð mér á PizzaHut í kvöld í tilefni dagsins. Svo ætlar þessi elska að hrista eina köku fram úr erminni á morgun þar sem ég á víst að koma með köku í biomekanik á fim auk þess að vera með fyrirlestur. Ég er einu sinni búin að fara með köku sem Óli bakaði í tíma og hún var svo góð að fólk bíður spennt eftir þessari sem borða á á fim... Jói Fel hvað....
Annars er bara síþreyta í ganginum og mín því farin í bælið...
P.s. Ína, ég skal sko ekki liggja á liði mínu í skipulagningu og mátulegri pressu varðandi fjöldaferðarheimsóknina!!

16 mars, 2007

Læri, læri, tækifæri...

Þá er þriðju opinberu heimsókninni lokið og ég held jafnvel að þær mæðgur Helga og Elísabet hafi tekið um það bil hálfa Kaupmannahöfn með sér yfir hafið.
Ég er einu sinni enn sokkin upp fyrir haus í lærdómi... lokapróf í statistik á þriðjudaginn kl. 16:00 svo þið eruð vinsamlegast beðin að senda góða strauma kl. 15:00 á íslenskum tíma. Það veitir nefnilega ekki af þar sem prófið er munnlegt og þar að auki á dönsku...
Svo er fyrirlestur i biomekanik á fim svo ég á ekki eftir að anda fyrr en í kringum páskafrí...
Óli er í góðu geymi eins og alltaf... hann lætur líklega heyra frá sér fljótlega og þá koma jafnvel inn myndir úr heimsókn 2 í dýragarðinn... Adios!

08 mars, 2007

3. opinbera heimsóknin

Kommensiesæl

Já, þá styttist í 3. opinberu heimsóknina hingað til Kóngsins Köben. Móðir mín og litla systir hún Helga ætla að koma hingað á laugardaginn og vera hér í viku. Mamma að fara á ráðstefnu í Gautaborg og á meðan ætlum við Helga að dútla eitthvað....fara í Dýragarðinn og svona eitthvað skemmtilegt. Gríðarlegt fjör.

Annars er það að frétta að við Eyja erum búin að vera í svolitlu stríði við hjólin okkar ástkæru. Núna síðast komst ég að því að afturdekkið á hjólinu er kapútt....Indverjinn vinur minn sem á hjólaverkstæðið hér á Söborg Hovedgade úrskurðaði það látið í dag. Þannig að nýtt dekk og ný slanga verður sett á hjólið og allt klárt eftir 11 í fyrramálið. Þeir eru nú ekki lengi að þessu.

Síðan er ég búinn að taka ákvörðun um að reyna að fara í einhverja kúrsa í DTU næsta haust og vor. Gríðarlega spennandi. Ég ætla að hætta mér á Nemendaskrifstofuna í DTU á morgun og ræða þar við konurnar. Eins og þeir vita sem gengið hafa í Háskóla Íslands, að þá eru konurnar á nemendaskráningunni þar á bæ ekki með hressasta móti. Það að biðja um ljósrit af einhverju var eins og að draga úr þeim tennurnar! Gæti verið að þær hafi eitthvað breyst....jú ár og dagar síðan maður útskrifaðist.
Konurnar í DTU er víst í sama fari og þær íslensku; gríðarlega óþolinmóðar. En maður verður bara að reyna að vinna þær á sitt band og þá fer allt vel.
Þeir kúrsar sem ég hef ákveðið að reyna að taka, fyrir áhugasama, eru eftirfarandi:
Pharmaceautical Technology
GXP - Good Industrial Practices
Management and Organization
Strategy and Planning Methods

Allt gríðarlega hagnýtt og spennandi.
Nú er bara að vona að þetta verði ekkert mál og ég verði bara boðinn velkominn í DTU á morgun.

Jæja, meira blogg og myndir á næstu dögum.

Hilsen.

05 mars, 2007

Stríðsástand

... í gamla hverfinu mínu. Það eru sko nokkuð margir sem eru að hrósa happi yfir því þessa dagana að ég sé flutt úr gettóinu og ég er nú bara nokkuð ánægð með það líka. Það er búið að brenna held ég bara nánast allt sem hægt er að brenna niður á Nörrebrogade og samt er allt í háalofti þar enn. Og ekki nóg með að lögreglumenn úr öllum umdæmum Danmerkur séu staddir á Nörrebrogade þessa stundina heldur er búið að kalla til liðsauka frá Svíþjóð. Segið svo að ekkert gerist í Köben...
Við vorum annars í afmæli niður á Nörrebro á laugardagskvöldið og upp úr miðnætti heyrist í einum stráknum: nu er der krig på Nörrebrogade... þetta voru sem sagt nýjustu upplýsingar frá vini hans sem bjó við þessa mjög svo umtöluðu götu... Ein vinkona mín úr skólanum sem var í afmælinu þurfti að krossa götuna ógurlegu til að komast heim og hún kíkti vandlega fyrir öll horn áður en hún þorði yfir. Og lögregluhópurinn var ekki í nema svona 30 m fjarlægð frá henni en óróaseggirnir voru svo hinum megin við löggurnar svo hún komst heilu og höldnu heim... Við Óli fórum hins vegar bara í hina áttina og urðum ekki vör við neitt frekar en fyrri daginn.
Í dag var síðan skóli niður á Nörrebro og það sem ég tók helst eftir er að ÖLL strætóskýli í hverfinu, eða alla vegana öll sem ég hjólaði framhjá og þau eru nokkur, þau eru í þúsund molum minnst. Svo það verður nóg að gera hjá sópurunum þegar/ef ró kemst á svæðið...
Af öðrum málum er hins vegar bara lítið og gott að frétta. Ólinn er samt búinn að vera veikur í dag sem er ómögulegt. Vonandi fer það að batna þar sem við fáum eina heimsókn í viðbót um helgina. Þá ætla nefnilega Elísabet og Helga að heiðra okkur með nærveru sinni og eins gott að bakarinn á heimilinu verði orðinn hress!! Hjá mér er nóg að gera. Á til dæmis eftir góðan bunka af blaðsíðum fyrir morgundaginn plús það að próf og skil á verklegu nálgast óðum... ætti kannski frekar að snúa mér að náminu en að hanga í símanum og blogga eitthvað bull... Heyrumst síðar þegar ég verð farin að ná andanum ;o)

03 mars, 2007

Myndir síðustu daga

Kommensiesæl


Ég var víst búinn að lofa nokkrum myndum inn á síðuna um daginn...maður neyðist til að standa við það:


Magnús eldheitur í leðurbuxumFíllinn glaði í dýragarðinum

Alveg salí rólegur....

Að gæða sér á hestinum góða...

Wannabe tígrisdýr, sem var laust í dýragarðinum.. hehe


Á svamli..


Eyja, Sigga og Gulltyppið...

Skoðanakönnun: Á Maggi að fá sér leðurbuxur?

kv. Heimilsfaðirinn