Kommensiesæl
Já, þá styttist í 3. opinberu heimsóknina hingað til Kóngsins Köben. Móðir mín og litla systir hún Helga ætla að koma hingað á laugardaginn og vera hér í viku. Mamma að fara á ráðstefnu í Gautaborg og á meðan ætlum við Helga að dútla eitthvað....fara í Dýragarðinn og svona eitthvað skemmtilegt. Gríðarlegt fjör.
Annars er það að frétta að við Eyja erum búin að vera í svolitlu stríði við hjólin okkar ástkæru. Núna síðast komst ég að því að afturdekkið á hjólinu er kapútt....Indverjinn vinur minn sem á hjólaverkstæðið hér á Söborg Hovedgade úrskurðaði það látið í dag. Þannig að nýtt dekk og ný slanga verður sett á hjólið og allt klárt eftir 11 í fyrramálið. Þeir eru nú ekki lengi að þessu.
Síðan er ég búinn að taka ákvörðun um að reyna að fara í einhverja kúrsa í DTU næsta haust og vor. Gríðarlega spennandi. Ég ætla að hætta mér á Nemendaskrifstofuna í DTU á morgun og ræða þar við konurnar. Eins og þeir vita sem gengið hafa í Háskóla Íslands, að þá eru konurnar á nemendaskráningunni þar á bæ ekki með hressasta móti. Það að biðja um ljósrit af einhverju var eins og að draga úr þeim tennurnar! Gæti verið að þær hafi eitthvað breyst....jú ár og dagar síðan maður útskrifaðist.
Konurnar í DTU er víst í sama fari og þær íslensku; gríðarlega óþolinmóðar. En maður verður bara að reyna að vinna þær á sitt band og þá fer allt vel.
Þeir kúrsar sem ég hef ákveðið að reyna að taka, fyrir áhugasama, eru eftirfarandi:
Pharmaceautical Technology GXP - Good Industrial Practices Management and Organization Strategy and Planning MethodsAllt gríðarlega hagnýtt og spennandi.
Nú er bara að vona að þetta verði ekkert mál og ég verði bara boðinn velkominn í DTU á morgun.
Jæja, meira blogg og myndir á næstu dögum.
Hilsen.