Jæja...leikurinn búinn.......FH meistarar en Fjölnismenn eiga hrós skilið fyrir árangur sinn. Nú verður maður að halda með 2 liðum í Landsbankadeildinni á næsta ári. :) Það gerir deildina bara enn skemmtilegri fyrir vikið.
Annars lenti ég í smá slysi í Nettó áðan. Málavextir voru eftirfarandi:
Við skötuhjú ákváðum að fara í okkar vikulegu verslunarferð í Nettó með langan lista af vörum sem átti að kaupa. Við fengum okkur körfu á hjólum til tilbreytingar svo við þyrftum ekki að rogast með allt draslið.
Þegar við höfðum týnt allt til sem var á listanum (og var fáanlegt í Nettó) ofan í körfuna, svigað fram hjá gömlu konunum með göngugrindurnar og vorum komin að kassanum, byrjuðu ósköpin...
Við tökum okkur stöðu við kassann og byrjum að hamast við að hlaða vörunum á færibandið í sameiningu svona svo að allt fólkið sem beið í röð myndi komast fyrr á kassann. Þegar síðan loks sást til botns á körfunni fór ég hinum meginn við kassann og byrjaði, af mikilli fagmennsku, að raða í pokana. Þarna vorum við að vinna okkur inn nokkrar góðar mínútur í millitíma...
Þegar ég hafði raðað í 3 fulla poka dundu ósköpin yfir....
Ég ákvað í flýti að sleppa einum pokanum, rétt á meðan ég myndi klára að raða í einn af hinum pokunum, og það hefði ég nú ekki átt að gera. Í þann mund sem ég er að snúa mér við sé ég útundan mér eitthvað hvítt á fleygiferð í áttina að gólfinu.
Þar sem ég er með viðbragð á við pardusdýr stökk ég í áttina að hvíta hlutnum, sem reyndist að sjálfsögðu vera einn af innkaupapokunum, og reyndi að bjarga því sem hægt var að bjarga. Það lukkaðist ekki betur en svo að sultukrukkan sem við höfðum fjárfest í, smallaðist yfir gólfið og allt góssið sem var í pokanum lenti að sjálfsögðu ofan í sultunni.
Þarna stóð ég því í miðjum sultupollinum, með fulla búð af óþreyjufullum gamlingjum sem allir biðu eftir því að komast heim að elda kvöldmatinn, og ég var að tefja þau.
Athugið: Sultukrukkan hér að ofan tengist málinu á engan hátt.
Það næsta sem gerist er að einn búðarsnáði kemur hlaupandi með pappír (ekkert skúringadót notað á þessum bænum) og þurrkar þetta samviskusamlega upp. Hann hélt í fyrstu að ég hafði slasað mig þar sem hendurnar voru löðrandi í sultu! En svo var nú sem betur fer ekki....
Mental note to myself: Næst kaupi ég sultukrukku í plastflösku.......eða læri hreinlega að raða í poka!!
Annars er töluvert mikið á döfinni næstu daga hjá okkur hjónaleysum: Menningarnótt næsta föstudagskvöld ásamt nokkrum hressum Fjölnismönnum (þó aðallega Magga), dagur í Malmö á laugardaginn hjá Halla og Yeldu og svo tekur próflestur (a.m.k. hjá mér) við.
Síðan er afar stutt í afmælið mitt (einmitt sama dag og ég fer í próf) og stuttu seinna megum við eiga von á fyrstu opinberu heimsókninni okkar í haust: Frú Borghildur og Rúnsi boy.
Yfirraðarinn kveður að sinni...