Þjóðverjar eru nú soldið spes......
Við skötuhjúin sátum uppi í sófa í gærkvöldi og horfðum á eina ræmu. The Italian Job, mögnuð mynd. En það var nú ekki ræman sem hvatti til bloggfærslu að þessu sinni, heldur það sem blasti við okkur á einni af þýsku stöðinni þegar ræman kláraðist...
Þannig er mál með vexti að eins og allir vita eru Þjóðverjar mjög hrifnir af alls kyns skemmtiþáttum þar sem þjóðþekktir einstaklingar mæta í eitthvað sprell, svolítið eins og Á Tali með Hemma Gunn hérna í gamla daga, nema töluvert mikið hallærislegra.
Þáttastjórnandinn var að sjálfsögðu með sítt að aftan í gulljakka, hrikalega töff, og gestirnir voru ekki af verri endanum. Þarna sátu t.a.m. Paris Hilton í sófanum ásamt Oliver Kahn, landsliðsmarkvörður þýska landsliðsins, ásamt fleirum minna þekktum (eða ég þekkti þá ekki). Að sjálfsögðu er einungis töluð þýska í þessum þáttum nema þær örfáu spurningar sem beindust til ungfrú Hilton. Svörum hennar var hins vegar snarað jafnharðan yfir á þýsku.
Eftir nokkra mínútu áhorf æsast hins vegar leikar til muna, áhorfendaskarinn í stúdíóinu heldur vart vatni yfir spenningi...nú var eitthvað gríðarlega spennandi að fara að gerast!!
Ekki slökkti maður á kassanum þegar þarna var komið, svo mikil var spennan og ég næstum jafn spenntur og áhorfendurnir í sjónvarpssal...
Í salinn gengur sólbrúnn karlmaður á miðjum aldri sem kveðst heita Helmut (segjum það bara...man ekki hvað hann heitir) og vera frá Lichtenstein. Hlutverk hans Helmuts í þættinum var s.s. að undirgangast veðmál. Veðmálið snérist út á það að hann átti að reyna að þekkja svona venjulega fótbolta í sundur (það voru 30 stk á einu borðinu) með bundið fyrir augun. Hann átti að segja nákvæmlega um hvaða tegund þetta var og hvaða undirflokkur (þ.e.a.s Adidas Roteira t.d.) og átti að fá 5 tilraunir og varð að geta 4 rétt af þeim.
Þetta var svo sem ekkert óvanalegt, nema hvað að til þess að þekkja þá í sundur ætlaði hann Helmut að nota aðeins tunguna!! Já, þið heyrðuð rétt...tunguna!!!!
Þarna sat s.s. miðaldra karlmaður frá Lichtenstein og sleikti boltana í gríð og erg á meðan salurinn urlaðist af spenningi. Hann stóðst veðmálið með miklum myndarbrag og gat giskað á 4 bolta í röð niður í deilitegundir (eða þannig).
Hér gefur að líta einn af boltunum sem hann giskaði á rétt....þessi er samt þurr!
Þarna erum við að tala um gott sjónvarpsefni!!
Kv. Óli G
p.s. Rómarmyndirnar eru langt á veg komnar, verklok á áætlun!