19 ágúst, 2004

Allt að gerast!!

Já, nú er dögunum á Íslandi farið að fækka í bili. Næst síðasti vinnudagurinn að líða undir lok og stress yfir kaffinu sem ég er búin að lofa á morgun farið að aukast. Ég er nefnilega versti bakari í geymi og verð þess vegna að komast auðveldlega frá þessu. Hagkaup og Jói Fel verða bara að gjöra svo vel að bjarga mér eins og stundum áður. Fór annars á ansi skemmtilegan fótboltaleik í gær. Sett var vallarmet á Laugardagsvellinum, 20204 áhorfendur mættu til að styðja Ísland í leiknum gegn Ítalíu. Mikið fjör og mikið gaman. Og það sem meira er, Ísland vann 2 núll!!! Til hamingju með þetta allir saman.
Annars er stressið yfir Danmerkurferðinni farið að aukast til muna. Er að fara út að borða með Fjólu í kvöld, búin að lofa Sigurveigu og Ásu að hitta þær næsta miðvikudag, fer norður á sunnudaginn og kem aftur á miðvikudagsmorgun, systkini Óla gista hjá okkur á morgun, menningarnótt á laugardaginn. OMG. Ég er ekki búin að fara í klippingu, ekki búin að fara til tannlæknis, ekki búin að sækja um námslán, ekki búin að fá E111 og svo mætti lengi telja. Váá, nú fer ég að of anda! En þetta reddast. Verð bara að reyna að trúa því í lengstu lög...

16 ágúst, 2004

Þvílíkt og annað eins!!

Já, það er kominn mánudagur og einungis 10 dagar í Danmörku. Er komin með íbúð, nánast í miðbæ Köben og gæti varla verið sáttari. Verð samt enn sáttari í kvöld þegar ég verð búin að hringja og staðfesta þetta allt og búið verður að ákveða hvenær ég fæ afhenta lyklana. Og það er einnig ákveðið að hún Ragnheiður vinkona ætlar að leigja með mér. Það verður snilllllllld!! Það er ekki víst að Óli geti flutt til mín, þeir í Actavis vilja engan veginn missa hann svo við verðum kannski sitthvorum megin við Atlandshafið næstu árin. En það kemur allt í ljós.
Helgin var þvílík snilld. Byrjaði á föstudagskvöldið með því að við Óli sæti skelltum okkur að sjá Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Þetta er loftfimleikasýningin sem var sett upp í London og allt. Og hún er tær snilld. Ég er sko ekki hissa á að þessi sýning hafi fengið þessa góðu dóma sem hún hefur verið að fá. Þetta er frábært. Svo ef þú ert ekki búin/n að sjá þessa sýningu þá skaltu drífa þig af stað undir eins. Þetta eru síðustu sýningarnar. Þú mátt ekki missa af þessu, trúðu mér. Á laugardaginn var það síðan Fimmvörðuhálsinn. Þvílík snilld. Veðrið var ótrúlegt. Við löbbuðum langt fram á kvöld á stuttbuxum og bol eða bara stuttbuxum (fór eftir kyni!!) og útsýnið var ótrúlegt. Enda tókum við alla útúrdúra og skoðuðum og mynduðum gjörsamlega allt í bak og fyrir. Vorum ekki að koma niður fyrr en um 11 um kvöldið. Það eru samt partar á leiðinni sem eru ekki fyrir lofthrædda. Get vel trúað að það sé auðveldara fyrir lofthrædda að fara þetta þegar útsýnið er ekki eins geggjað og það var á laugardaginn:o) En ég komst alla leið heilu á höldnu bara með eina blöðru á litlu tánni og þreytu í öxlum og fótleggjum. Var sú eina sem ekki bar á mig sólarvörn og var líka sú eina sem var hvergi sólbrunninn þegar í Bása var komið. Er komin með brunaóþol eftir Tæland, remember??? Labbaði samt aðeins eins og mörgæs í gær en það er sko ekkert til að tala um eftir allt labbið. Finn ekki fyrir neinu í dag! Svo rass og læri eru bara tiltölulega sátt með lífið eftir þessa ferð. Var miklu meiri mörgæs eftir Esjuna svo Fjóla, ef þú ert að spá í að fá spengilegan rass þá mæli ég með Esjunni!! Mæli samt eindregið með Fimmvörðuhálsinum í góðu veðri. Þetta var algjör upplifun. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég var samt ekkert voðalega sátt á leiðinlegasta og þreyttasta kaflanum þegar ég mætti nokkrum sem voru að hlaupa Fimmvörðuhálsinn. Svona fólk....
Í dag erum við Óli hins vegar búin að vera saman í eitt ár og erum af því tilefni á leiðinni í Bláa Lónið og út að borða á Hereford Steikhús. Svo sorrý Guðný mín, enginn bolti í dag. Mér finnst samt að þú ættir að skella þér á völlinn því þetta verður skemmtilegur leikur. Þetta eru það jöfn lið og FH verður að vinna!! Svo langaði mig að segja takk fyrir boðið Kristín, ég á eflaust eftir að nýta mér það, og þú ert að sjálfsögðu velkomin hinum megin!!
Það síðasta en samt eitt það mikilvægasta er svo "Gangi þér vel á morgun Ríkey" Þú tekur þetta í nefið, það er ég viss um.

12 ágúst, 2004

Veður!!

Það er bara of gott veður á þessum slóðum núna! Vildi bara láta þá vita sem ekki hafa tekið eftir því ennþá!! Annars bara farið að styttast í Danmörku. Rétt missti af fínni íbúð en það verður bara að hafa það. Hálftími í heimferð úr vinnu. Get ekki beðið;o)

10 ágúst, 2004

Hafa samband!!

Þeim sem hafa áhuga á að senda mér e-mail eftir að ágústmánuði líkur er bent á að hi netfangið mitt þurrkast út um mánaðamótin. En ekki örvænta, það er hægt að ná í mig á netfanginu aeyjas@hotmail.com, þetta nota ég líka á msn!! Svo er ísl. gsm-nr. mitt alltaf 867-5477:o)

Gott veður!!

Það er svo gott veður þessa dagana. Og ég í vinnunni. Alltaf sama hel... sagan! Annars er bara allt að gerast. Er búin að kaupa mér farmiða til Kaupmannahafnar, yfirgef Ísland 26. ágúst kl. 14:50 eða eitthvað um það bil. Svo ákvað ég mjög snarlega að koma heim í vetrarfríinu þar sem ég gat fengið flug til Kaupmannahafnar á 18 kr og flug fram og til baka með öllum gjöldum og tryggingum á 13 þús. ísl. Ekki amalegt það. Svo ég verð aftur á Íslandi 8.-18. október! Þokkalegt fjör það. Annars þá er Sigga frænka að hjálpa mér að finna íbúð/herbergi svo ég þurfi ekki að búa í tjaldi í Danmörku í vetur. Annars þá hafði ég hugsað mér að búa bara alltaf viku hjá hverjum sem ég þekki og rótera alltaf á milli svo ég þyrfti bara ekkert að borga í leigu. Svo erum við Óli að fara að sjá Rómeó og Júlíu og föstudagskvöldið. Á laugardaginn er það svo Fimmvörðuhálsinn. Og eftir það eru það ÓL í Aþenu. Sundið byrjar strax á laugardaginn og ég verð geðveikt fúl ef ég missi af 50m eða 100m skriðsundi karla. Guðinn minn er nefnilega að keppa í þeim greinum. Verð hreinlega að taka mér frí í vinnunni ef það vill svo óheppilega til að þessar greinar séu á vinnutíma. En ég er í vinnunni og verð að reyna að fara að gera eitthvað af viti. Það eru bara endalausir hlutir sem gera það að verkum að ég er sí og æ andlega fjarverandi þessa dagana...

06 ágúst, 2004

Þá kom það loksins!!

Ég er á leiðinni í skóla í Danmörku í haust. Eða réttara sagt eftir 20 daga eða svo. Held að þetta sé endanlegt núna. Það eina sem eftir er í þessu mikla veseni er að finna út hvaða kúrsa ég á að taka. Svo nú er eins gott að ekki sé um annað aprílgabb að ræða. Ef upp koma mikil vandræði í viðbót er ég búin að ákveða að fara aldrei aftur til Danmerkur! Svona í mótmælaskyni. Annars liggur þetta allt í því að þeir sem fóru yfir umsóknina mína gerðu það eftir einum of marga öllara svo þeir gátu ekki lesið hana rétt. Hélt nú að þeir væru hafðir læsir sem fara yfir svona umsóknir!! Svo nú er komið að námskeiðinu "Hvernig flytja skal til Danmerkur" með Ásu tásu eða Åse öðru nafni!!
En ég er sem sagt komin í ágætt skap og fer að taka Danina aftur í sátt og er á leiðinni á brjálað sushi-stússý-kvöld með gellunum úr verkfræðinni í kvöld. Það er að vísu ein á leiðinni norður sem mér finnst náttúrulega algjör hneisa þar sem þar er miklu betra veður en hér og alltaf miklu betra að vera... Svo þegar öllu er á botninn hvolft þá er það kannski alveg skiljanlegt að hún velji Norðurlandið, eða hvað?
Þori ekki að skipta um nafn á síðunni alveg strax af fenginni reynslu með Dani!!

Jæja...

Byrjaði daginn á að hringja í hana Bente vinkonu mína í DTU. Hún sagði að gaurinn sem öllu réði væri að koma úr fríi í dag og það ætti að fara að ræða allt þetta vesen núna á eftir. Svarið mitt á síðan að koma seinni partinn! Svo ef ég mæti ekki í sushi þá var svarið slæmt...

04 ágúst, 2004

Og ekkert heyrist...

Frá og með deginum í gær eru allir Danir mínir helstu óvinir. Ég er farin að hallast að því að það sé verið að reyna að þegja mig í kútinn. Enginn mun svara og á endanum halda þeir líklega að ég gefist upp. En þar fóru þeir mannavillt. Ég mun ekki gefast upp á að pirra þær á skiptiborðinu í DTU né heldur mun ég hætta að fylla öll pósthólf af tuðpósti. Ég skal fá svar. Svo nú má búast við frekar háum símareikningi og jafnvel að mér verði aldrei hleypt inn í Danmörku aftur. En það verður þá bara að hafa það. Ég hef farið í Tivoli. Annars er bara lítið að frétta. Átti eina afslöppuðustu Verslunarmannahelgi í manna minnum. Ef fólk myndi frétta hvað ég svaf mikið myndi það líklega halda ég væri svefnsýkill. Eða fýkill. Eða eitthvað. En mér er svo sem sama hvað öðrum finnst. Ef svo væri ekki þá þyrfti ég að fara að venja mig á að greiða mér áður en ég mæti í vinnuna og annað í þeim dúr. Ég hlýt samt að vera nördaleg því einn skósmiðurinn sagði við mig áðan: Nei, þú bara búin að líta upp úr þessum x,y pælingum þínum. Ég sem var ekki einu sinni í svoleiðis pælingum. Neibbs, var í því gefandi starfi að þýða eitthvert bréf úr formlegri íslensku yfir á ensku. Það er bara alls ekkert spaug þar sem ég er ekkert mjög sterk í formlegri ensku! Spurning hvort það sé hægt að fá skólabækurnar á formlegri ensku svo maður læri hana aðeins líka. Váá, aumingja sá sem les þetta. Ég er komin í svo alvarlegt pirringskast og það fer einungis vaxandi. Ég svo sver að ég á eftir að springa í loft upp. En ef það gerist mun það sko gerast yfir afdeling for uddannelse og studerende í DTU. Það væri þokkalega gott á þau að þurfa að þrífa það upp allt saman. Hvað ætli sé gott að borða svona til þess að subbið verði sem mest ef ég spring úr pirringi... En björtu hliðarnar. Ég er að fara á fótboltaleik í kvöld. Og svo líklega Sushi-kvöld á föstudagskvöldið (ef ég þori:o) Og jafnvel að sofa í tjaldi með Óla mínum um helgina einhvers staðar langt frá siðmenningunni. Og gönguferð um eitthvað daddara svæði með Óla og einhverju actavis-pakki á morgun. Vá hvað það er mikið að gerast. Vúpps, verð líka að muna eftir að borga sushiið, svo ég fái alla vegana að smakka þetta sull... Og bæ ðe vei, Ríkey hvert er þitt álit. Mun ég komast á leiðarenda ef ég fer og tölti Fimmvörðuhálsinn um næstu helgi? Ég dó næstum á Esjunni!! Ef þú hefur skoðun á þessu máli og ert ekki Ríkey, þá er samt allt í lagi að þú tjáir þig!!
Adios

03 ágúst, 2004

Or not...

Ef ég væri þú þá myndi ég ekki hafa samband við undirritaða í dag. Ég er ekki viðræðu hæf eins og er. Átti 20 mín. gsm-símtal til Danmerkur áðan. Er alvarlega að hugsa um að senda DTU reikninginn. Ég var sett í vitlausa deild. Og enginn veit neitt hvað verður endanleg niðurstaða á öllu þessu bulli. Þau lofuðu voða fallega að svara þessu á morgun, en ég trúi þeim rétt mátulega. Ég var samt látin skila inn staðfestingunni á að ég ætli að mæta og ef mér líst ekki á lausnina sem þau koma með á þessu máli þá má ég bara afþakka skólavistina síðar. En ég er svo pirruð.............