Já, það er kominn mánudagur og einungis 10 dagar í Danmörku. Er komin með íbúð, nánast í miðbæ Köben og gæti varla verið sáttari. Verð samt enn sáttari í kvöld þegar ég verð búin að hringja og staðfesta þetta allt og búið verður að ákveða hvenær ég fæ afhenta lyklana. Og það er einnig ákveðið að hún Ragnheiður vinkona ætlar að leigja með mér. Það verður snilllllllld!! Það er ekki víst að Óli geti flutt til mín, þeir í Actavis vilja engan veginn missa hann svo við verðum kannski sitthvorum megin við Atlandshafið næstu árin. En það kemur allt í ljós.
Helgin var þvílík snilld. Byrjaði á föstudagskvöldið með því að við Óli sæti skelltum okkur að sjá Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Þetta er loftfimleikasýningin sem var sett upp í London og allt. Og hún er tær snilld. Ég er sko ekki hissa á að þessi sýning hafi fengið þessa góðu dóma sem hún hefur verið að fá. Þetta er frábært. Svo ef þú ert ekki búin/n að sjá þessa sýningu þá skaltu drífa þig af stað undir eins. Þetta eru síðustu sýningarnar. Þú mátt ekki missa af þessu, trúðu mér. Á laugardaginn var það síðan Fimmvörðuhálsinn. Þvílík snilld. Veðrið var ótrúlegt. Við löbbuðum langt fram á kvöld á stuttbuxum og bol eða bara stuttbuxum (fór eftir kyni!!) og útsýnið var ótrúlegt. Enda tókum við alla útúrdúra og skoðuðum og mynduðum gjörsamlega allt í bak og fyrir. Vorum ekki að koma niður fyrr en um 11 um kvöldið. Það eru samt partar á leiðinni sem eru ekki fyrir lofthrædda. Get vel trúað að það sé auðveldara fyrir lofthrædda að fara þetta þegar útsýnið er ekki eins geggjað og það var á laugardaginn:o) En ég komst alla leið heilu á höldnu bara með eina blöðru á litlu tánni og þreytu í öxlum og fótleggjum. Var sú eina sem ekki bar á mig sólarvörn og var líka sú eina sem var hvergi sólbrunninn þegar í Bása var komið. Er komin með brunaóþol eftir Tæland, remember??? Labbaði samt aðeins eins og mörgæs í gær en það er sko ekkert til að tala um eftir allt labbið. Finn ekki fyrir neinu í dag! Svo rass og læri eru bara tiltölulega sátt með lífið eftir þessa ferð. Var miklu meiri mörgæs eftir Esjuna svo Fjóla, ef þú ert að spá í að fá spengilegan rass þá mæli ég með Esjunni!! Mæli samt eindregið með Fimmvörðuhálsinum í góðu veðri. Þetta var algjör upplifun. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég var samt ekkert voðalega sátt á leiðinlegasta og þreyttasta kaflanum þegar ég mætti nokkrum sem voru að hlaupa Fimmvörðuhálsinn. Svona fólk....
Í dag erum við Óli hins vegar búin að vera saman í eitt ár og erum af því tilefni á leiðinni í Bláa Lónið og út að borða á Hereford Steikhús. Svo sorrý Guðný mín, enginn bolti í dag. Mér finnst samt að þú ættir að skella þér á völlinn því þetta verður skemmtilegur leikur. Þetta eru það jöfn lið og FH verður að vinna!! Svo langaði mig að segja takk fyrir boðið Kristín, ég á eflaust eftir að nýta mér það, og þú ert að sjálfsögðu velkomin hinum megin!!
Það síðasta en samt eitt það mikilvægasta er svo "Gangi þér vel á morgun Ríkey" Þú tekur þetta í nefið, það er ég viss um.