23 júní, 2005

Smá update....

Jæja, sælt veri fólkið. Ákvað að skrifa smá hérna..aðallega til þess að segja fréttir af henni Eyju minni. Hún er s.s. búin í prófum og er bara á leiðinni svona til Bandaríkjanna...er líklega rétt ókomin til Washington rétt í þessu með tilheyrandi seinkunum og veseni. En svona er þetta bara....maður má alltaf búast við smá seinkunum.
Hún lætur pottþétt heyra í sér við fyrsta tækifæri......

Einnig vil ég benda á að það eru komnar 2 nýjar möppur í myndasafnið...ein mappa frá heimsókn okkar skötuhjúa til Halla,Yöldu og Mæju í Malmö og ein þegar Dr. Jóhanna mætti til Baunalands í frí.

Af mér er ekkert að frétta....en ef eitthvað skemmtilegt gerist...fer það strax hingað..

Kv. Óli

14 júní, 2005

Three down, one to go - and then usa baby!!!

Búin með eitt af ljótari prófunum í þessari hrinu. Gekk svona, já, bara svona held ég. Vona að ég fái bestået, þá á ég sko eftir að júbbla!!! Lenti í því að fá blóðnasir eftir prófið og hélt í alvöru að heilinn myndi koma með hann var svo gjörsamlega í steik greyið.
Eitt ljótt próf eftir og ekki nema vika í bæði prófið og USA. Fer nefnilega til USA sólarhring eftir að ég fæ þann heiður að taka munnlegt próf í cellebiologi. Hressandi. Svo er þannig mál með vexti Viktoría mín, að ég er ekkert á leiðinni til Íslands neitt á næstunni, kem í fyrsta lagi um miðjan okt. svo ég á líklega ekki eftir að sjá þig eða Sigrúnu fyrr en bara einhvern tímann. Hver veit nema peningarnir leyfi manni bara að komast loksins í karlahrúguna í heimsókn...
Þangað til næst... hafiði það gott og hugsiði fallegar frumulíffræðihugsanir til mín. Og góði guð, ekki láta mig þurfa að koma upp í anatomíunni, ég sökka í smásjáræfingunum.

10 júní, 2005

Lærilærilærilæri...

Svona hefur veröldin mín litið út undanfarnar vikur og á víst eftir að líta svona út í töluverðan tíma í viðbót...

lærilæri

og meira lesilesi


Og Óli litli og barbapabbi fylgjast með að allt fari nú sómasamlega fram. Barbapabba, sem er að fela sig á bak við glasið, fékk ég nefnilega sendan frá Íslandi til að passa mig í prófunum...

Óli Woods!!

Jæja, hvað segir fólkið...
Nú er maður byrjaður í golfkennslu á vegum Actavis á Oddfellow velli. Gengur vonum framar. Ákvað að fara í byrjendakennslu þar sem ég er búinn að vera með vitlausa sveiflu síðustu 13 ár. Þótt ótrúlegt megi virðast er maður á góðri leið með að græja þessa sveiflu...stefni á 10 í forgjöf 30 ára gamall ;)

Annars fátt að frétta....stefnt er á fjölskyldumatarboð annað hvort annað kvöld eða laugardagskvöld þar sem ég ætla að elda ofan í foreldra og systkin (ef þau éta það sem verður á boðstólum) minn fræga kjúklingarétt. Vona að það heppnist svo móðir mín fái trú á mér í eldhúsinu.

Annars langar mig að minnast á hvað hún Eyja mín er alveg hrikalega dugleg.....situr inni í Köben og lærir frá morgni til kvölds. Er ég alveg hrikalega stoltur af henni og get ekki beðið eftir að hitta hana í USA...verður vonandi hrikalega spennandi allt saman. Já, ætli maður þurfi ekki að fara að verða sér út um vegarbréf svo maður fái að komast inn í landið.

Annars er ýmislegt annað sem maður þarf að gera í sumar heldur en að spila golf og fótbolta, á milli þess sem maður vinnur:

1) Græja hurð á stofuna þar sem Borghildur Ína ætlar að leigja hjá mér næsta haust og mætir með allt sitt hafurtask; pensla, málardót og ég veit ekki hvað og hvað......verður fróðlegt að sjá hvernig hún ætlar að koma þessu öllu inn í stofuna.

2) Lagfæra baðherbergisgluggann. Fyrri eigendur skyldu við gluggann í rúst og er kítti og viðbjóður út um allt. Einnig þarf að mála gluggakarminn með einhverju myglufríu stuffi. Verður án efa svaka fjör....þegar maður kemur því í verk að byrja.

3) Taka til í geymslunni. Svona eiginlega nauðsynlegt. Verður að mæta afgangi.

4) Fara til USA. Þetta verður a.m.k. alveg pottþétt framkvæmt.....hehe.

Jæja..ætla að skella mér í bælið.

kv. Óli

06 júní, 2005

Misjafnlega falleg nöfn

Ég rakst á þetta á mbl.is - veit ekki hvort er verra, að fólk vilji skýra börnin sín þessum nöfnum eða að mannanafnanefnd samþykki eitthvað af þeim...

"Fram kemur í fundargerð nefndarinnar, að kvenmannsnafnið Janetta hefur verið tekið til greina. Sömuleiðis stúlkunafnið Elínheiður, millinafnið Diljan og karlmannsnafnið Ljósálfur. Nefndin hefur hins vegar hafnað eiginnafninu Hnikarr, þar sem það telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls né hafi rithátturinn áunnið sér hefð í íslensku máli. Þá hefur nefndin hafnað ósk um að skíra stúlkubarn nafninu Mar þar sem það telst karlmannsnafn. Þá hafnaði nefndin rithættinum Spartacus en heimilaði nafnið Spartakus."

05 júní, 2005

ATH! Nýjar myndir

Sæl veriði.... var að bæta við svona eins og 2 myndaalbúmum úr útskriftinni hennar Ínu.
Lenti í smá vandræðum með þetta helv. yahoo dót...vonandi reddast það síðar.

kv. Óli

Letistuð á Rauðalæknum

Jæja...þá held ég að ég sé að drepast úr leti. Nenni nákvæmlega ekki að gera neitt!! Var reyndar að græja nokkrar myndir úr útskriftinni hennar Ínu litlu. Gaman af því...

Annars var helgin svona frekar róleg. Á föstudaginn ákváð ég að skjótast í heimsókn til Stanleys fyrir austan og kippti ég að sjálfsögðu veiðidótið með. Vorum við að veiða frá klukkan 7 um kvöldið til klukkan að verða 3 um nóttina. Fengum alveg ótrúlega magnað veður. Ekki skemmdi að maður fékk einn 4 punda urriða um miðnætti.....alveg rosalega sprækur.
Í gær skelltum við Stanley okkur síðan í bæinn bara um hádegið. Ákváðum við að kíkja á alveg maganaðan atburð sem ég hef nú aldrei séð áður. Bílauppboð hjá Vöku......alveg hreint magnað. Menn alveg að tapa sér í þessu. Stanley var að velta fyrir sér að kaupa eitt stk. bíl en sá draumur varð úti strax í upphafi uppboðsins þegar uppboðshaldarinn tilkynnti að ávísanir voru ekki teknar gildar. Stanley var s.s. bara með ávísun. En við ákváðum nú samt að fylgjast með þessu........frekar skondið.

Eftir þetta var svo letidagur þar sem maður var dreginn í Smárann með Írisi...enda fékk ég það verkefni frá Eyju minni og Ínu að kaupa handa henni afmælisgjöf. Það gekk alveg prýðilega vel....fljót að græja þetta.
Um kvöldið var svo enn meiri afslappelsi þar sem ég leigði svona eins og 2 videospólur.....og Íris kíkti á þær með mér...... agalegt stuð.

Dagurinn í dag er nú varla spennandi..... hangið í tölvunni og horft á sjónvarpið til skiptis. Ætti frekar að vera að þrífa bílinn en rigningin bjargaði mér áðan....ég alltaf jafn heppinn.
Er reyndar að fara að keppa í kvöld..þannig að maður hreyfir sig a.m.k. eitthvað í dag.

En jæja....er hættur að bulla í bili..

kv. Óli

OMG

Ég er með geðveikt böggandi bólu inni í nefinu. Reyndi að kreista hana með plokkaranum mínum en það gekk ekkert sérstaklega vel.
Er komin með nýtt áhugamál, er búin að plokka dágóðan skalla á hægri sköflunginn með augabrúnaplokkaranum.
Heilinn er á yfirsnúningi og mig dreymir svo mikið af bulli þessa dagana að það jaðrar við ofskynjanir.
Og enn eru um 2 og 1/2 vika þangað til prófin klárast. Hvernig endar þetta eiginlega...

02 júní, 2005

USA, here I come!!

Já..þá er það orðið offisíalt.....27. júlí - 21. ágúst verð ég í USA að spóka mig um með Eyju minni....
Get ekki beðið eftir að skella mér á bandaríska grundu og kíkja á stóra eplið.
Þið megið öfunda mig....núna.

Afmælisbarnið er.........


Iriz

Hún á afmæli í dag....hún á afmæli í dag....hún á afmæli hún Írrriiiissss....hún á afmæli í dag.
Við Eyja óskum þér til hamingju með afmælið. Af því tilefni birtum við eina mynd af þér svona upp á spaugið......
Afmælisgjöfina færðu síðar....

01 júní, 2005

1. júní 2005

Fyrir 25 árum var 1. júní sjómannadagurinn. Af hverju veit ég það? Af því ég var víst skírð við hátíðlega athöfn í guðsþjónustunni þennan merka dag. En það er sko ekki það merkilegasta við 1. júní. Í dag á nefnilega húna amma mín á Akureyrinni 75 ára afmæli og langaði mig að óska henni innilega til hamingju með daginn. Alltaf svo auðvelt að muna hvað þau hjúin á eyrinni eru gömul þar sem þau er 50 árum eldri en ég! Vona bara að hún hafi það gott í tilefni dagsins, hún amma og ég lofa að afmælisgjöfin kemur á endanum... er víst ekki alveg að standa mig í því efninu!