27 febrúar, 2006

Að koma mars

Tíminn líður hratt... á gerfihnattaöld, segir í einu ágætis júróvisjónlagi. Ég held að það sé barasta alveg rétt. Alla vegana er febrúar búinn og ég tók varla eftir honum hann fór svo hratt hérna hjá. Sit í vinnunni að taka mér pásu frá þrívíddarteikningunum og til að hvíla nú augun og axlirnar á allri þessari tölvuvinnu fannst mér um að gera að skrifa eins og þrjár línur hérna. Væri kannski betur komin í ræktinni í hádeginu með hinum ofvirku sem ég vinn með hérna... hver veit nema ég velti þar inn einhvern daginn. Annars er bolludagurinn í dag fyrir þá sem ekki vissu og ég er búin að fá bollur. Jei... Ég sé samt fyrir mér að þetta verði fyrsta, nei annað árið á ævinni sem ég fæ ekki heimabakaðar bollur. Þetta er alveg skelfing sko. Það var minni skelfing í fyrra skiptið því þá bjó ég í London og mundi ekki eftir að það væri bolludagur!!
Annars eru bara tiltöluleg rólegheit á kantinum. Fór með systur minni á bókamarkað í Perlunni á laugardaginn og fjárfesti í nokkrum bókum. Er búin að lesa 3 um helgina og ætla ekki að segja ykkur hvaða bækur það voru því þá fariði að hlæja af mér. En þetta voru fagurbókmenntir miklar!! Við Óli erum svo búin að panta okkur ferð til Spánar með Ínu og Rúnari í sumar og ætlum við að slappa af og hafa það gott í 2 vikur í júní... mikil eftirvænting skal ég segja ykkur. Og markmiðið er að skaðbrenna ekki á rassinum þriðja árið í röð. Bara af því að hafa skaðbrunnið á rassinum tvisvar er ég komin með varanlegt bikinífar á rassinn... Tú möds infó??
Svo eru að koma mánaðamót og ég er að fara að fá útborgað í fyrsta skipti í eitt og hálft ár!! Húlla, kannski maður geri sér eitthvað til skemmtunar!!!

16 febrúar, 2006

hmm

já, lífið heldur áfram sinn vanagang á Íslandinu og ég hef það alveg geggjað gott. Er farin að vinna aftur í Stoð og er stefnan á að vera hér eins og næsta árið. Ég er komin með nýtt e-mail svo ef þið viljið að ég lesið póstinn frá ykkur fljótt þá skuluð þið nota eyja@stod.is
Annars bara búin að vera rólegheit á kantinum. Var hjá mömmu og pabba fyrir norðan um síðustu helgi og rétt skreið fram úr sófanum til að kaupa mér bland í poka. Græddi líka tvenn pör af ullarsokkum og prjónapeysu í þessari ferð!! Annars er það helst að frétta að ég á svo mikið dót að ég er að drukkna. Óli er búinn setja bann á mig, ég má ekki kaupa mér fleiri sokka, ja eða föt yfir höfuð nema ég hendi einhverju. Er ekki sátt við hann. Svo heldur hann því fram að ég eigi of mikið af skóm sem er náttúrulega algjört rugl í manninum. Ég ætla sko ekki að gefa mig og hendi ekki einu né neinu og hana nú.
Hlakka bara til að það komi helgi... er svo sybbin að þurfa alltaf að vakna og mæta í vinnu.
Síðast en ekki síst þá eignaðist Eyrún lítinn prins á sjálfan valentínusardaginn og langaði mig bara til að óska henni og fjölskyldunni innilega til hamingju!!

05 febrúar, 2006

Mjakast...

Aðlögunin að Íslandi heldur áfram og svo er ég að mjakast af stað í vinnunni. Þetta gerist eiginlega alltof hratt en til að hægja á tempóinu þá ætla ég að skella mér norður með m&p þegar þau koma heim frá Kanarí. Gömlu fóru nefnilega í afslöppun til Kanarí upp á spaugið en við Ína vorum að átta okkur á því að þetta er líklega til að ná pabba niður eftir brúðkaupið... litla systir mín var nefnilega næstum búin að ganga að kallinum dauðum. Hann var pínu stressaður, alla vegana sagðist hann vera að fá hjartaáfall þegar þau fóru upp í brúðarbílinn á leið í kirkjuna... Ínu stóð bara ekki á sama sko.
Annars er ekki margt í fréttum. Er samt alltaf að gera mér grein fyrir að ég er frekar sein sko. Á fullt af vinum sem eru staddir um allan heim og eru með bloggsíður. Samt man ég aldrei eftir að bæta við linkasafnið... Nýjasta sem ég lærði er að Svenni og Guðlaug eru með blogg og eru víst búin að vera lengi... Svona er að vera með soldið langan þráð... Annars bætist í linkasafnið fljótlega sætu!!

01 febrúar, 2006

Ísland... eiginlega best í heimi...

Já krakkar mínir, nú er ég komin með lögheimili á Íslandi aftur. Og verð líklega með lögheimili hérna næsta árið eða svo. Það var ekkert mál að fá lögheimilið græjað, mæli hins vegar ekki með Tryggingastofnun Ríkisins... það er ekkert tekið neitt sérstaklega vel á móti manni þar. Ég hef ekki flutt heim frá útlöndum áður og þurfti að fara með eikka blað þarna niður eftir. Vissi ekkert hvernig ég ætti að snúa mér og í ofanálag er bara komið fram við mann eins og heilalausan hálfvita. Var mjög fegin þegar ég labbaði út og hef heitið mér því að verða aldrei starfsmaður í afgreiðslunni þarna.
Annars er ég heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og það þurfti ekki viku til að ég yrði þreytt á því. Hélt að ég myndi njóta þess í botn og myndi jafnvel halda út í 10 daga en svo gott er það nú ekki. Er búin að vera heimavinnandi í svona 6 daga og er að fara á límingunum. Ef það væri ekki EM í handbolta væri ég farin á límingunum.
Svo er það nýjasta að póstþjónustan í DK er þroskaheft eða eikka þaðan af verra. 20 kg kassinn minn, sem var vandlega merktur Óla á Íslandi, endaði í einhverju fyrirtæki í Danmörku. Það stóð að vísu CM-Lab á helvítis kassanum en ekkert heimilisfang nema Rauðalækur 53... því betur hringdi kallinn sem fékk kassann í Óla og þeir skildu ekki upp né niður í þessu. Lofuðu að fara með kassann aftur í póst svo nú er bara að bíða og sjá... Ég hlýt að vera cursed þegar það kemur að DK og pósti...