25 janúar, 2005

Læra, læra, læra

Vááá hvað ég er löt að blogga. Fer örugglega að slá met í leti á þessari vígstöð sem og öðrum. Á að vera að læra en nenni því ekki frekar en fyrri daginn. Annars þá hefur nú ýmislegt drifið á daga mína að undanförnu. Ég hélt að Iceland Express væri að reyna að stela Óla, hann átti sem sagt að koma til DK kl. 11:30 síðasta miðvikudag en kom ekki fyrr en kl.15:05. Það tók aðeins á taugarnar að þurfa að bíða þessa auka klukkutíma en ég fékk hann á endanum og það var alveg meiriháttar. Við Óli áttum algjöra letidaga og höfðum það allt, alltof gott. Og það besta var að með neyðaraðstoð frá Íslandi gátum við lagað tölvuna og ég hef ekki séð einn einasta popupglugga síðan á föstudaginn!! Og tölvan er búin að vera í gangi samfleytt síðan björgunaraðgerðunum lauk. Við fórum líka út að borða eitt kvöldið og elduðum dýrindis nautasteik annað kvöld og tókum svo eitt kvöld í að horfa á alla 10. seríu af Friend's, bara eins og hún leggur sig. Það var sem sagt notaður partur af nóttinni í gláp líka. Ég er nefnilega orðin stoltur eigandi allra seríanna af Friend's á dvd. Keypti pakkatilboð fyrir afmælispeningana og er ekkert smá ánægð. Er búin að vera að horfa á einn og einn þátt undanfarna daga. Þetta er æði. Svo þegar Óli fór mættu Ása tása og Louise til Köben og ég er búin að fara með þeim á kaffihús og í leikhús. Já, fór í fyrsta skiptið í danskt leikhús í gærkvöldi. Það var mjög gaman, jafnvel þó stykkið sem við sáum væri svona, já, svolítið þungt. Svört komedía átti þetta að vera og mér fannst þetta svona bara aðallega svart. En gott kvöld engu að síður. En þetta gengur ekki lengur. Síðasta skýrslan í bili þarf að fara að klárast!!! Yfir og út.....

17 janúar, 2005

25 ára!!!

Já, þá er að byrja að komast reynsla á það hvernig það er að vera 25 ára. Og þetta hefur byrjað svolítið brösulega. Lenti í popupgluggaárás á laugardagskvöldið og er búin að vera í stanslausri baráttu síðan þá. Og skapið er búið að vera eftir því, pirringur í ganginum.... Ekki góð byrjun, en vonandi er fall faraheill í þessu eins og öðru. Annars er ég búin að fá fullt af fallegum hlutum í afmælisgjöf, þó svo besta afmælisgjöfin birtist ekki í DK fyrr en á hádegi á miðvikudaginn. Ég hlakka ekkert smá til að fá Óla, get ekki beðið en verð samt eiginlega að læra samfellt þangað til, til að redda málunum. Kemur í ljós hvernig það fer... hmmm. Annars þá var afi minn svo indæll að benda mér á það á laugardaginn að ég væri orðin hálffimmtug. Það má auðvitað líta á þetta frá öllum hliðum, ég segi það ekki. En ég varð fyrir svolitlu áfalli, verð að viðurkenna það. Annars er bara lítið að frétta. Var hjá Ásu í Odense frá miðvikudagskvöldi fram á laugardagsmorgun í síðustu viku að hlýða henni yfir anatomiu og pæla aðeins í farmakologi. Hún er að fara í hressandi próf eftir 1 og 1/2 sólarhring og eins gott að krossleggja alla putta og allar tær fyrir hana. En ég átti sem sagt afmæli á laugardaginn og þá vöktu Ása, Louise og Elisabeth (danskar stelpur sem hún býr með) mig með afmælissöngnum og voru búnar að fara í bakarí og allt. Kannski rétt að geta þess að þær eru allar í prófum svo ég var vakin klukkan 8 og afmælisbarnið var í þreyttari kantinum. Svo fór ég heim og bakaði súkkulaðiköku og borðaði svo yfir mig af súkkulaðiköku með Ragnheiði, Möggu, Ninu og Ragnhild. Talaði við alla familíuna eins og hún lagði sig og meira að segja við ömmu og afa á skype og webcam. Þau eru svo mikil tækniundur, og það var alveg meiriháttar að sjá aðeins í þau! En núna er rúmlega kominn háttatími fyrir geðvonda. Adios....

12 janúar, 2005

Ótrúlegt!

Þegar maður heldur að maður hafi allan tímann í heiminum þá líður hann svo hratt að það er eins og maður hafi bara misst af nokkrum dögum. Ég var svo sannfærð um að ég hefði svo mikinn tíma í janúar að ég myndi hrista fram úr erminni svör við bara meiri partinum af spurningunum fyrir pensumið í human biologi. Svo er nú aldeilis ekki!
Annars var síðasta helgi ekkert smá viðburðarík. Á föstudagskvöldið bauð ég Ragnhild í fisk og fór svo með henni á samkomu/messu í færeysku kirkjunni. Það var ekkert smá skondið. Ég held ég hafi verið hálf hallærisleg, brosandi allan hringinn þegar í kringum mig var verið að syngja sálma og ég var að lesa textann og þykjast syngja með. Þetta var bara svo broslegt allt saman. Ég skemmti mér alveg ljómandi vel og það var fyrir mestu...þó það væri aðeins á kostnað færeyskunnar!!! Á laugardaginn vorum við Ragnhild svo á leið í julefrokost í skólanum þegar það kom brjálaður vindur og fólk vinsamlegast beðið að halda sig innandyra. Við vorum næstum því farnar uppeftir en gerðum það því betur ekki því offentlig transport lagðist af um 6 leytið um kvöldið og komst ekki í gang aftur fyrr en bara undir morgun. Hefði sko ekki nent að hanga þarna upp frá svona lengi. Í staðinn röltum við bara út á þar, þar næsta horn og keyptum okkur pizzu. Það hefði ekki verið í frásögu færandi nema þegar við komum að pizzastaðnum þá voru þeir að tína inn til sín umferðarljós sem höfðu dottið niður á miðja götuna í óveðrinu og þeir báðu okkur að fara varlega á leiðinni heim því það væru hinir ýmsu hlutir að detta á höfuðið á fólki. Við komumst samt heilu á höldnu heim og horfðum á 3 dvd-myndir með Ragnheiði. Hressandi, skal ég segja ykkur!! Síðan þá hefur bara verið lærdómur og skóli og núna er planið að vera duglegri að læra í dag en gær...

06 janúar, 2005

Daddara....

Já, lífið er að komast í eins fastar skorður og það mun geta þennan janúarmánuðinn. Búin að mæta einu sinni í verklegt og eyða svo deginum í dag í að rembast við að skrifa minn part af skýrslunni. Merkilegt hvað skýrsluskrif á dönsku vefjast fyrir mér. Á íslensku tæki þetta ekki nema svona 1/3 af tímanum sem ég er búin að eyða í þetta. En hvað um það...
Ég fór í svaka göngutúr með Ragnheiði og Ragnhild í gær. (Hún heitir Ragnhild, er frá Førojarna!!) Við tókum sem sagt strætó niður á Nørreport og röltum síðan niður á Strøget á kaffihús og svo barasta alla leið heim. Engar smá skvísur. Og í þessum mikla leiðangri fundum við ensku og amerísku krambúðirnar. Þannig er nefnilega mál með vexti að Danir eru ekkert jafn æstir og Íslendingar að verða eins og amerísku hamborgararassarnir. Það er þess vegna ekki selt neitt af týpískum amerískum vörum í supermörkuðunum hérna. En nú er Eyja búin að finna Ameríku og í tilefni af því hef ég heitið sjálfri mér að baka Betty Croker köku handa mér í tilefni ammælisins. Verð nefnilega 25 ára eftir mjög svo skuggalega stuttan tíma.
Annars er stefnan tekin á bælið. Ætla nefnilega að rífa mig upp á rassgatinu og fara að lesa í fyrramálið. Er ekki enn búin að klára pensumið í humanbiologi síðan fyrir jól. Obbobobb.....

04 janúar, 2005

Aftur í DK

Sælt veri fólkið og barasta gleðileg jól og farsælt komandi ár þið sem ég hef ekki náð í enn!! Það eru sem sagt liðnar vikurnar þrjár sem ég var í jólafríi og hélt að væri bara geðveikt langur tími. Svo var nú bara aldeilis ekki og hversdagslífið að hefjast strax á morgun!! Annars þá er ég búin að hafa það alveg meiriháttar gott heima um jólin. Svo gott að Danmörk var sko ekki efst á óskalistanum þegar komið var að flugi fyrr í dag. En þetta venst, vont en það venst segir í kvæðinu. Árið 2005 byrjaði samt ekkert sérstaklega vel hérna hinum megin við Atlandshafið. Það var vibba stybba í íbúðinni sem hefur ekki verið opnuð í dágóðan tíma svo ég byrjaði á að opna alla glugga. Svo hringir heimasíminn, sem telst til tíðinda bæ ðe vei, og ég rík inn til Ragnheiðar til að svara. Haldiði ekki að ég reki mig í engil í glugganum og hann var alveg ófleygur skal ég segja ykkur. Hann bara hrapaði niður fimm hæðirnar og lá svo bara þar. Ég mátti því gjöra svo vel og stökkva aftur niður alla stigana til að sækja hann. Hann var samt ótrúlega lítið slasaður, enda svo léttur og þannig í laginu að hraðinn sem hann náði í fallinu var ekki mikill. Loftmótstaðan... Hann sem sagt handleggslosnaði og það beyglaðist annar vængurinn. Því betur var hann keyptur í Tiger og ekki um dýrmætan erfðagrip að ræða þar sem ég hef ekki enn útskýrt slysið fyrir Ragnheiði, svo alveg rólega Ragga mín ef þú ert að lesa þetta áður en við hittumst!! Hmmmm.... En þetta er ekki búið. Neeeeeheeeiiiiii, þegar ég opnaði ísskápinn þá var svart krap um allt. Spennandi??? Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að tvær dósir af diet kóki höfðu sprungið einhvern tímann yfir hátíðarnar. Já, nú er ég sko orðin enn meira á móti diet kóki, þar sem ég sé fram á að morgundagurinn fari í að þrífa þetta subb. Ullabjakk....
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að blómin lifðu af að vera skilin eftir ein í svona langan tíma og ég fann draumapilsið sem ég tímdi ekki að kaupa í Tælandi síðasta sumar í nýjasta h og m bæklingnum sem beið eftir mér þegar ég kom með 19 kg töskuna mína upp þessar þúsund tröppur. Hef tekið þá ákvörðun að vera aldrei aftur á hælaskóm í millilandaflugi. Þungar töskur, hælaskór og tröppur eru einfaldlega ekki að massa saman!!