Já, það er frekar langt síðan síðast, ég veit. Er bara búin að standa á haus síðustu viku og sýnist ég komi bara til með að vera með allt blóðið í höfðinu fram á sumar þar sem ég mun standa á haus þangað til eftir próf. Alltaf hressandi staða.
Annars er ég með svo mikla strengi og vantar heitan pott. Var nefnilega í æstum húsgagnaflutningum hjá Siggu frænku á föstudaginn þar sem verið var að undirbúa fermingu. Lagði líka á borð og þreif borðbúnað svo ég var bara alveg búin að vera eftir púlið þegar ég kom heim!! Svo var ég í fermingu í dag. Fór í fyrsta skipti í danska messu og verð eiginlega að viðurkenna að ég varð fyrir menngingarlegu sjokki. Í Danmörku fermist maður ekki í hvítum kirtli og það sem meira er þá voru flestir strákarnir bara í stuttermabol, gallabuxum og strigaskóm. Sæji það í anda gerast á Íslandi. Einn strákurinn skar sig samt úr og var í mjög fínum jakkafötum, enda kom á daginn að hann var íslenskur! Annars var þetta bara hin ágætasta messa og ég skildi aðeins betur en þegar ég fór í færeysku messuna hvað fram fór. Svo var bara svaka veisla með fordrykk, forrétt, aðalréttahlaðborði og feitum eftirréttum. Var að borða í svona 5 tíma í dag og lítur ekki út fyrir að ég þurfi að borða aftur neitt á næstunni. Fékk alveg geggjað góðan mat og svo alveg hrúgu af flatbrauði með hangikjöti í nesti, namminamm.
Annars þá verð ég að viðurkenna að ég fékk mjög skrítinn svip frá fólkinu í strætó þegar ég mætti í pilsi og det hele klukkan níu á sunnudagsmorgni. Gaurunum á metrostöðinni leist samt bara vel á þetta, en þeir voru líka alveg rammskakkir...hehe. Held að þeir í strætó hafi hins vegar haldið að ég hafi ekki sofið heima hjá mér eftir djamm eða eikka álíka gáfulegt ;o)
Annars er bara alveg crazy að gera, líka í heimsóknum. Á þriðjudaginn birtist draumaprinsinn minn og svo eftir um hálfan mánuð ætlar Ríkey að mæta í sína fyrstu heimsókn til Köben um ævina. Eins gott að setja sig í túristahringsstellingarnar og sína henni allt það helsta.
Nú er samt kominn háttatími eftir frekar langan dag. Góða nótt lömbin mín!