30 apríl, 2005

Vúhúúú!!

Við eigum bíl. Bíllinn er að vísu á Íslandi og ég hef ekki hugmynd um hvenær ég fæ tækifæri til að prófa hann. Alla vegana, Ólafur virðist vera svo velstæður að hann splæsti bara í bíl í gær. Hann keypti sem sagt Volvó S40, árgerð 1998, keyrðan 65 þús kílómetra. Svo nú er Óli bara á krúsinu svo ef þið sjáið flöskugrænan Volvó á spani mynd ég forða mér hið snarasta....hehehe

29 apríl, 2005

Þreyttur

Þessi vika er búin að vera ægileg... hef ekki sofnað fyrr en 1 mörg kvöld í röð og er gjörsamlega ónýt. Nýt þess samt að Danir hefja kennslu í fyrsta lagi kl. 9 í þeim kúrsum sem ég tek þessa önnina annars væri ég að öllum líkindum dáin úr þreytu.
Úr Danaveldi er það að frétta að mastercard leyfir mér ekki að taka út það sem ég vil á kreditkortinum mínu sem þýðir að ég er ekki búin að borga Christian sem sá um að borga flugið til USA og ég veit ekki enn hvort ég fæ visa í gegnum sendiráðið hér þar sem ég er með íslenskt vegabréf. Alltaf hressir þessir Bandaríkjamenn. Líka skondið að okkur var sérstaklega bannað að vera með brandara um hryðjuverk þegar við færum í visaleiðangurinn...
Alla vegana, ég er sem sagt í síðasta prófi 20. eða 21. júní og á síðan flug til New York 22. júní. Verð svo í Washington í svona eina og hálfa viku en verð svo að vinna fram að heimferð á rannsóknarstofu í Salsbury Cove (held ég!!) í Maine. Þetta er geggjað spennandi, ekki síst ef ég fæ vegabréfsáritun. Kannski ég sé svona krimmaleg!! Ég kem til baka til DK 26. ágúst og skólinn byrjar 29. ágúst. Jei, verður stuð. Svo það er stór spurning hvenær ég kem næst heim til Íslands.
Svo er Óli að reyna að eignast bíl þessa dagana, líklega svona í tilefni þess að við eigum ekki grænan aur með gati...

25 apríl, 2005

HKH kronprinsesse Mary er gravid!!

Já, þessi frétt snéri dönsku þjóðinni á hvolf í dag. Búið er að ræða fram og til baka hvort breyta eigi lögunum um erfðaröðina þar sem stelpa getur ekki erft krúnuna ef hún á bróður. Svo er líka búið að skýra barnið og örugglega ferma það líka. Hressandi að eiga ekkert einkalíf. Talið er að nú muni óléttuföt komast í tísku og ég veit ekki hvað og hvað. Það er líka út að vera með handtösku eða eiga chiuava hund, í dag er í tísku að vera ólétt og eiga barn. Bara ef þið skilduð ekki vera búin að gera ykkur grein fyrir því. Það var einmitt rætt í dag að Mary væri að sjálfsögðu ólétt á réttum tíma. En nú bíða allir Danir spenntir eftir októbermánuði.

Annars var Ríkey í opinberri heimsókn um helgina. Það var að sjálfsögðu alveg meiriháttar og Ríkey stóð sig þvílíkt vel og sá geggjað margt á geggjað stuttum tíma. Skildutúristahringurinn var tekinn með trompi, heimsóttum Kentucky frænda, McDonald frænda og Jónínu. Ætluðum að taka svaka djamm með Jónínu en enduðum á kojufylleríi heima hjá henni sem var bara betra. Svo var að sjálfsögðu farið í nokkrar búðir, Ríkey málaði Odense eldrauða og svo enduðum við uppi í sívalaturninum áður en Ríkey lagði af stað í 14 tíma lestarferð. Tók að sjálfsögðu einhverjar myndir sem koma inn á netið við fyrsta tækifæri... ég lofa.

Annars eru það helstu fréttir af mér að ég kem ekkert heim í sumarfríinu. Öllu þessu sumarfríi líka. Ég fékk nefnilega boð um að taka þátt í rannsóknarverkefni í gegnum Georgetown University sem er geggjað spennandi og ég ákvað að taka því. Ég fæ styrk fyrir ferðum, gistingu og fæði plús dagpeninga, en það er nokkuð ljóst að ég verð ekki ríkasta kona í heimi eftir þetta sumarið. En ákvað samt að þetta væri tækifæri sem ég gæti ekki sagt nei við. Eini gallinn er að ég verð ennþá lengra í burtu frá Ólanum mínum. Og það er svolítið stór galli. En hann ætlar að mæta til USA í sumarfríinu og ég fæ viku sightseeing frí sem við ætlum að nota til hins ítrasta. Er bara farin að hlakka geggjað til!!

21 apríl, 2005

Nytt commentakerfi

Eg heyrdi tvi fleygt ad tad redu ekki allir vid kommentakerfid mitt. Svo Eggert, gjørdusvovel, nu ættiru ad hafa tetta af...hehehe

20 apríl, 2005

Léleg frammistaða

Ég er viss um að ég er ein sú slappasta í blogginu. Hef bara haft of mikið að gera og ekkert mikið að segja. Óli var hjá mér í síðustu viku og það var að sjálfsögðu alveg frábært. Alveg ótrúlegt hvað það venst bara ekki neitt að þurfa alltaf að vera að kveðja hann. En hann er á leiðinni til mín aftur í byrjun maí svo þetta sleppur í bili. Hann var líka alveg geggjað góður við mig og gaf mér tvær peysur, bol og skó. Fékk geggjað töff Lacoste skó. Hef aldrei átt eins snobbaða skó held ég bara.
Annars þá er Ríkey á leiðinni í bæjarferð um helgina og ég var að fatta að ég var aldrei búin að segja frá ferðinni hennar Fjólu hingað. Myndirnar eru nú samt komnar inn og þeir sem þekkja Eggert hafa líklega lesið nána umfjöllun á síðunni hans. Þetta var alveg snilldar helgi, við tókum túristastellingarnar og sáum allt það merkilega, spiluðum, tókum Field's með trompi, ákveðninn aðili sullaði niður einu sinni á dag að meðaltali, sáum vídjó, fórum í Experimentarium og gerðum fullt af frábærum uppgötvunum, fórum í bíó, spiluðum og svo var seinkun á fluginu til baka. Svo þetta hefði hreinlega bara ekki getað verið betra!!
Svo lítur bara út fyrir að ég komi ekki heim til Íslands fyrr en líða tekur að næsta haustfríi... nánari útskýring kemur síðar;o) Góða nótt!

10 apríl, 2005

Allt bara crazy

Já, það er frekar langt síðan síðast, ég veit. Er bara búin að standa á haus síðustu viku og sýnist ég komi bara til með að vera með allt blóðið í höfðinu fram á sumar þar sem ég mun standa á haus þangað til eftir próf. Alltaf hressandi staða.
Annars er ég með svo mikla strengi og vantar heitan pott. Var nefnilega í æstum húsgagnaflutningum hjá Siggu frænku á föstudaginn þar sem verið var að undirbúa fermingu. Lagði líka á borð og þreif borðbúnað svo ég var bara alveg búin að vera eftir púlið þegar ég kom heim!! Svo var ég í fermingu í dag. Fór í fyrsta skipti í danska messu og verð eiginlega að viðurkenna að ég varð fyrir menngingarlegu sjokki. Í Danmörku fermist maður ekki í hvítum kirtli og það sem meira er þá voru flestir strákarnir bara í stuttermabol, gallabuxum og strigaskóm. Sæji það í anda gerast á Íslandi. Einn strákurinn skar sig samt úr og var í mjög fínum jakkafötum, enda kom á daginn að hann var íslenskur! Annars var þetta bara hin ágætasta messa og ég skildi aðeins betur en þegar ég fór í færeysku messuna hvað fram fór. Svo var bara svaka veisla með fordrykk, forrétt, aðalréttahlaðborði og feitum eftirréttum. Var að borða í svona 5 tíma í dag og lítur ekki út fyrir að ég þurfi að borða aftur neitt á næstunni. Fékk alveg geggjað góðan mat og svo alveg hrúgu af flatbrauði með hangikjöti í nesti, namminamm.
Annars þá verð ég að viðurkenna að ég fékk mjög skrítinn svip frá fólkinu í strætó þegar ég mætti í pilsi og det hele klukkan níu á sunnudagsmorgni. Gaurunum á metrostöðinni leist samt bara vel á þetta, en þeir voru líka alveg rammskakkir...hehe. Held að þeir í strætó hafi hins vegar haldið að ég hafi ekki sofið heima hjá mér eftir djamm eða eikka álíka gáfulegt ;o)
Annars er bara alveg crazy að gera, líka í heimsóknum. Á þriðjudaginn birtist draumaprinsinn minn og svo eftir um hálfan mánuð ætlar Ríkey að mæta í sína fyrstu heimsókn til Köben um ævina. Eins gott að setja sig í túristahringsstellingarnar og sína henni allt það helsta.
Nú er samt kominn háttatími eftir frekar langan dag. Góða nótt lömbin mín!

05 apríl, 2005

Gott veður maður

Já, nú er sko farið að hlýna hjá mér, loksins! Búið að vera tveggja stafa hitatölur síðan á föstudaginn og sólskin og læti. Ekkert smá hressandi fyrir andlegu hliðina. Annars tók ég þetta aðallega sem æfingu í að sitja inni og læra með dregið fyrir, veitir ekki af að vinna upp smá þol þar sem síðasta prófið mitt er ekki fyrr en eftir 20. júní.
Annars skrapp ég nú í bæjarferð og fékk mér ís á laugardaginn. Og ó mæ gad, ég svo sver að allir Danir og Svíar voru mættir á Strikið. Þetta jaðraði bara við Oxford Street á góðum degi. Og þar sem það var eiginlega ekki pláss fyrir okkur beygðum við Ragnheiður upp fyrstu hliðargötuna sem við sáum. Þar er miklu minna af fólki en alveg fullt af geggjað skrítnum og skemmtilegum búðum. Fundum meðal annars hótel skólann í Köben og geggjað krúttlega Marimekko búð. Annars þá átti H. C. Andersen afmæli um helgina og var bara tveggja daga hátíðahöld. Aðalfjörið var í Parken á laugardagskvöldið en ég var svo geggjað löt að ég nennti ekki að mæta þó svo að Parken sé rétt hjá hérna þar sem ég bý.
Sunnudagskvöldið var svo farið í bíó. Við Ragga fórum og sáum mynd sem heitir Life Aquatic og er með Bill Murray. Það var annað ó mæ gad, því þetta er ein sú skrítnasta mynd sem ég hef séð um ævina. Ég get ekki einu sinni sagt um hvað hún er hún var svo skrítin. En undir lokin hljómar svo íslenska, sem var mjög skondið að heyra, því það er lag með Sigur Rós í myndinni.
Dagurinn í dag var mjög hressandi en undir kvöld fór að rigna sem mér fannst ekki sérstakt. Og svo er spá snjókomu um helgina... svo sumarið er víst ekki alveg komið í DK.

01 apríl, 2005

Algjör steik

Það tók ekki viku að verða aðeins hressari svo ég er mætt aftur í bloggið. Var bara nokkuð snögg að ná mér eftir að hafa skrifað hérna síðast. Alla vegana að einhverju leyti.
Ég verð annars að deila svolitlu með ykkur, mig dreymdi svo skrítinn draum í nótt/morgun: Við Óli ákváðum með tveggja daga fyrir vara að nú skildum við sko gifta okkur. Athöfnin varð samt að fara fram klukkan 9:30 á laugardagsmorgni því Húsavíkurkirkja var upptekin eftir það. Allt í lagi með það og Óli skrifar lista yfir þá sem hann vill bjóða og svo líður föstudagurinn og um kvöldið föttum við að við gleymdum að hringja í alla þá sem við ætluðum að bjóða. Ég fæ að sjálfsögðu panic-attack af bestu gerð og mamma er ekki alveg hress með mig. Við hringjum suður og tengdó rjúka af stað, vilja að sjálfsögðu ekki missa af þessu fjöri ;o) En á meðan þau eru á leiðinni (um nóttina, bæ ðe vei) kemst ég að því að bæði afa og ömmu-pörin mín eru upptekin, Kristín vinkona er að vinna og Jóhanna er ekki á svæðinu, auk þess sem aðrir vinir mínir eru að sjálfsögðu ekki á svæðinu. Það var líka ekki búið að skreyta neitt salinn þar sem veislan átti að vera og enginn veislustjóri og bara allt í hafaríi. Mér hættir alveg að lítast á þessa hugmynd og er eitthvað farin að tvístíga mjög mikið svo Óli fer að ræða það við mig hvort við eigum ekki bara að fresta þessu. Ég er svona hálfvegis á því, er samt með móral af því að hálftíma áður en athöfnin átti að hefjast renna tengdó loks í hlað. Eftir það man ég ekki mikið nema að ég var komin í síðan svartan kjól áður en ég vaknaði og veit ekki alveg hvert ég var að fara eða hvað var í gangi. Hvað þýða eiginlega svona steiktir draumar???