28 febrúar, 2005

Hamstrafýlingur í gangi

Í dag er bara búið að vera slæmur dagur. Mamma og pabbi fóru aftur heim, Óli er hættur við að koma í heimsókn fyrir páska og ég lít út eins og hamstur. Er svo feitt að fá endajaxl að annað eins hefur varla sést síðan ég var bæði að fá endajaxl og með frunsu við augað!! Ástandið er orðið svo gott að ég er að borða stappaðan banana í kvöldmat. Hressandi.
En já, ég er sem sagt orðin ein eftir frábært frí með mömmu og pabba. Okkur tókst meira að segja að versla ýmislegt sniðugt og sofa alveg fullt. Og svo var borðaður mömmumatur...mmmmm. Þau eru líklega á leiðinni norður núna með báðar ömmur mínar í aftursætinu. Hlakka mikið til að fá þau aftur í heimsókn ef pabbi fæst til að fara aftur til útlanda. Hann heldur því sífellt fram að hann ætli aldrei aftur til útlanda svo maður veit svo sem aldrei. En pabbi var svo góður að hann gaf mér lestarkort og hálfan líter af koníaki. Aldeilis flottur á því, ha.
En nú ætla ég að halda áfram með bananann minn og halda áfram að vera sár út í Óla og fara að telja dagana hvað er langt þangað til Fjólan birtist...

22 febrúar, 2005

Heimsóknaþrjárvikur

Á morgun hefst heimsóknatörn sem stendur bara nánast þangað til ég kem heim í páskafrí. Mamma og pabbi er sem sagt stödd á Rauðalæknum núna og koma á morgun svo fremi að snestormen sem spáð er hér á morgun verði í rauninni bylur. Veðurfréttagaurinn var sem sagt klæddur í úlpu og með húfu, vettlinga og trefil og tók það fram að mögulegt væri að það myndi snjóa í heila 24 tíma. Þetta er agalegt ástand alveg. En vonandi bara komast þau þrátt fyrir allt;o)
Annars fór ég í athyglisvert ferðalag um borgina á föstudaginn. Sá notaða ryksugu auglýsta fyrir 100 dkr og ákvað að kanna málið. Ég finn staðinn að lokum og þá er þetta jólasveinninn sem á fullan bílskúr af gömlum ryksugum og býr svo til eina í lagi úr nokkrum biluðum. Skarpur sveinki að nota tímann. Málið var bara að hann kunni best á gömlu ryksugurnar og þar sem hann var sannfærður um að ég væri tímabundin með eindæmum og mér var slétt sama hvernig ryksugu ég fengi þá græjaði hann fyrir mig gamla nilfisk tunnuryksugu eins og mamma og pabbi áttu fyrir svona 100 árum og búið er að gefa á þjóðminjasafnið. Svo nú er ég stoltur eigandi elstu og ljótustu ryksugu í heimi. Allt í lagi að eiga eina svona þar sem ég á tvær nokkrum árum yngri heima á íslandi, þar á meðal eina mjög nýtískulega týpu af nilfisk... Vakti samt smávegis lukku í lestinni með þennan forngrip...hehe. Tók svo þvílíkan þrifadag í dag að annað eins hefur ekki sést hér um slóðir. Hef samt átt í smá vandræðum og verið að prófa hinar ýmsu tegundir af pokum í ryksuguna þar sem ekki hefur komist í verk að fara og athuga hversu mikið grín verður gert af mér þegar ég bið um poka í þessa forláta ryksugu!

19 febrúar, 2005

Þreyta í ganginum...

Já, menn eru þreyttir hérna megin í kvöld. Var að enda við að gera verkefni í dönsku plús að skrifa þriggja síðna stíl, líka á dönsku. Heilinn bræddi úr sér og Óli er á msn að skipa mér að fara að sofa...hehe. Er jafnvel að hugsa um að drífa mig bara í rúmið og hlýða Óla....

17 febrúar, 2005

Góðan daginn

Ég komst að því í gær að Dönum er hreinlega ekki viðbjargandi. Þurfti að fá eina undirskrift, að ég hélt, til að einhver séns yrði á því að ég fengi borgað út námslánið. En nei, ég þurfti að fara á tvær skrifstofur með sex hæða millibili og alls tók þessi process 40 mín. Þeir eru svo hressandi alltaf hreint. Ákvað að deila þessu með ykkur áður en ég fer í næsta skóla í leit að staðfestingu á að ég eigi að fá námslánin borguð út.
Var annars að reyna að hressa upp á kommentakerfið. Veit ekki alveg hvort það tókst, en þetta er alla vegana work in progress. Heyrumst síðar ef ég fer ekki á límingunum í næsta undirskriftaleiðangri.
Annars á hann mágur minn 24 ára afmæli í dag og langar mig til að óska honum alls hins besta. Til hamingju með daginn Rúnsi boy og til hamingju með nýja bílinn!!
Jæja, best að fara að koma sér, strætó er ekki þekktur fyrir að bíða...

14 febrúar, 2005

Brjálað að gera!

Ég ætti kannski að setja inn tilkynningu um að ég verð léleg í blogginu á næstunni svipað og fram að þessu bara. Ástæðan eru villtar heimsóknir nánast um hverja helgi fram að páskafríi. Það byrjaði meira að segja um helgina núna þar sem Ása tása mætti á svæðið. Við tókum mjög athyglisvert djamm, svo ekki verði meira sagt, á föstudagskvöldið og stefni ég að því að koma inn myndum fljótlega, þrátt fyrir miklar annir. Á laugardaginn var svo "snestorm", sem heima á Íslandi myndi kallast aumingjasnjóhríð, en var nóg til þess að ég varð veðurteppt úti á amager þar sem við Ása gistum hjá Siggu Birnu eftir djammið og komst ekki heim fyrr en á hádegi í gær. Í gærkvöldi var svo farið út að borða með Kidda og Áka sem stóðu nánast alfarið fyrir fjörinu á föstudagskvöldið og í dag var farið í ágætis bæjarleiðangur. Mjög góð helgi, meðal annars vegna þess að ég keypti mér NorthFace dúnúlpu á 299dkr á útsölu og sparaði með því 700 dkr, eða þannig!! Þessi helgi hefur samt aðeins komið niður á lærdómnum, hehe, en það verður að reddast síðar. Eftir rúma viku mæta foreldrar mínir svo í opinbera heimsókn, Óli ætlar að hlýja mér helgina þar á eftir og Fjóla helgina þar á eftir. Helgina þar á eftir er svo barasta bara komið páskafrí. Vá hvað tíminn er fljótur að líða. En já, myndir úr rave-partýi mæta á myndasíðuna við tækifæri....

05 febrúar, 2005

5. febrúar 2005

Í dag keyrðu allir strætisvagnarnir í Kaupmannahöfn með fána festa á toppinn, ja eða hliðarnar og það var alls staðar flaggað í heila stöng. Ástæðan var sú að í dag átti kronprinsesse Mary afmæli. Ég var nú bara svekkt að vera ekki boðið í afmæli, eða svoleiðis. Var svekktari að það voru engir fánar á strætóunum þegar ég átti afmæli!!
Héðan er annars lítið að frétta, byrja á dönskunámskeiðinu loksins núna á mánudaginn. Pappírsvinna í Danmörku er svo hæg að það mætti halda að það þyrfti alltaf að byrja á að kenna fólki að lesa og skrifa í hvert einasta skipti sem einhver umsókn kemur inn á þessa blessaða folkeregister-skrifstofu. Og svo það sem er ekki jafn spennandi, þá þarf Óli kannsi að seinka heimsókninni til mín frá mars og fram í maí, eða apríl. Sem þýðir að það er allt of langt þangað til ég sé hann næst. Ég hugsa samt að ég lifi þetta af. Er að hugsa um að horfa smá á friends og fara svo að sofa. Er farin að halda að ég þjáist af svefnsýki eða eikka....

04 febrúar, 2005

Hressandi...

Ég hef ákveðið að vera meira specific um það af hverju ég hata tölvur. Talvan mín er á mótþróaskeiðinu og er gjörsamlega að gera mig vitlausa. Gæti samt líka verið á gelgjuskeiðinu þar sem hún er farin að eldast og er örugglega búin að ná þeim aldri í tölvuárum. Vandamálið er sem sagt að ég fæ aldrei að vera á netinu í friði, og eins og Fjóla veit, þá fæ ég fráhvarfseinkenni:o) Svo í gær var ég búin að skrifa heljarinnar blogg og það hvarf því tölvuhelvítið hélt því fram að það fyndist ekki server eða webpage eða einhver ands#$** (best að taka Andrés Önd á þetta fyrir viðkvæmar sálir) annar sem átti að vera týndur. Og svona lætur hún full oft fyrir minn þolinmóða smekk. Ég fæ bara aldrei að skoða það sem mig langar til og það er að fara með geðheilsuna. Aaaahhhhhhhh, mikið er gott að fá útrás fyrir þetta.
Að öðru, í gærkvöldi ákváðu Fjóla og Eggert að þau ætli að koma og heimsækja mig. Ákvað að skrifa það hér svo allir sæju og þau gætu ekki hætt við!!!! Svona kann maður á kerfið....hehehehehe. Það var samt eins gott að Eggert var til í að koma með, annars hefði Fjóla aldrei komið, no offense Fjóla mín, no offense. Svo nú bíð ég bara spennt eftir endanlegri dagsetningu.
Svo er þorrablót Íslendingafélagsins á morgun og ég hef ekki stjarnfræðilega möguleika á að fara á það því ég á svo sannarlega ekki 600 dkr to spare eftir að hafa keypt skólabækurnar sem ég þarf að nota þessa önnina. Svo er líka Á móti sól að spila svo það er ekkert æstur spenningur að mæta ef út í það er farið...
Jæja, best að fara að kveikja á bakaraofninum. Ragnhild, færeyska vinkona mín, er að fá að baka í honum svo hún geti nú mætt með köku í færeysku kirkjuna í kvöld. Spurning um að drífa sig aftur í færeyska messu og fá frítt að borða á eftir.... hver veit;o)

03 febrúar, 2005

Hressandi...

Það er þorrablót Íslendingafélagsins í Køben um helgina, og hvað haldiði að kosti miði fyrir fátæka námsmenn sem ekki enn hafa gengið í þetta blessaða félag. Nei, þetta dettur ykkur sko ekki í hug en þorramatur og ball með Á móti sól fyrir litlar 600 danskar krónur!!! Það kostar að vísu 400 fyrir félagsmenn en ég held að félagsgjaldið séu litlar 150 svo þetta er gífurlegt tilboð. Og svo, svona fyrir fátæka þá er hægt að kaupa miða bara á ballið fyrir 200 danskar. Því betur stendur danska krónan í 10,98 ísl, enn ekki 12 eins og hérna í haust. Svo það lækkar verðið um örfáar íslenskar krónur.
Annars er ég komin með próftöflu og hún er svo sannarlega í hressari kantinum. Ég er í prófum 25. maí, 27. maí, 14. júní og í vikunni 20.-24. er svo munnlega frumulíffræðin. Svo ég næ að setja persónulegt met og verð mánuð í prófum. Geri aðrir betur. Hvar fær maður vinnu ef maður mætir heim klakann um mánaðamótin júní, júlí?
Annars fór ég í leiðinlegasta fyrirlestur allra tíma í dag. Og er ég búin að fara í nokkra fyrirlestra um ævina. Ég var um það bil að deyja, þetta var svo leiðinlegt. Er að taka skyldukúrsinn biovidenskab og þeim fannst alveg upplagt að byrja hann á að drepa alla úr leiðindum. Tíminn fór í að segja okkur frá öllum helstu kenningum á bak við það hvernig jörðin og svo við urðum til. Og þær eru nokkrar skal ég segja ykkur, jafnvel þó svo að ég hafi bara haldið einbeitningu í 10 mín. Var seriously að hugsa um að taka bara upp da vinci lykilinn. En ég var þó betur stödd en Frakkinn sem sat fyrir aftan mig, hann skilur ekki eitt orð í dönsku. Hann áttaði sig samt alltaf á því að það var pása þegar allir stukku út úr stofunni! Skarpur!
Ég ætla að lokum að auglýsa eftir einhverjum sem er til í að koma Fjólu til mín til Danmerkur... það hlýtur einhver að geta ýtt henni upp í flugvél fyrir mig ;o)
Best svo að snúa sér að diarré, spennandi!!

01 febrúar, 2005

Ár tölvunnar!

Það er nokkuð ljóst að þetta er ár tölvunnar. Frá því á mínútunni sem ég varð 25, án nokkurs gríns, þá er talvan búin að láta eins og fífl. Og eins og mér var "vel" við tölvur fyrir þá hata ég þær gjörsamlega núna. Skil ekkert hvernig mér datt í hug að fara í verkfræði þar sem svo mikið snýst um tölvur. En það verður líklega ekki aftur snúið með það núna. Svo Fjóla mín, það eru tæknilegir örðuleikar sem eiga mestan þátt í bloggleysinu hjá mér núna. Er búin að eignast fullt af vinum í neyðarlínu TDC og er að vona að þetta sé að hafast hjá mér núna. Svo kannski verð ég duglegri í blogginu héðan í frá. Verður samt að koma í ljós því alvöru skólinn byrjaði aftur í dag. Og það lítur út fyrir að það verði töluvert meira að gera en fyrir jól. Ég er að taka fjóra kúrsa, humanbiologi og sygdomslære, cellebiologi, biovidenskab og svo mest spennandi er kardiopulminarybiomekanik. Held að það verði mjög áhugaverður kúrs, sko. Svo er ég að fara á dönskunámskeið og var sett á hæsta levelið, er svoddan yfirburðamanneskja í dönsku!!, svo það gæti aðeins vafist fyrir mér að hafa tíma fyrir þetta allt. Og það skemmtilegasta af öllu er að það er munnlegt próf í cellebiologi í vor, á dönsku. Takk fyrir og góðan daginn. Það verður gaman að sjá hvernig það endar, ja, kannski ekki gaman, en það verður gott þegar það verður yfirstaðið. Og ég geri mér ekki miklar vonir um sérstaklega góða einkunn í þeim kúrsi! Treð kannski bara kartöflu niður í kok og vonast til að komast í gegnum prófið án þess að hún hrökkvi lengra niður, eða eitthvað...
Anyways, er bara byrja að reyna að komast í lærigírinn. Hrökk alveg úr honum um jólin og hef á tilfinningunni að hann hafi orðið eftir heima núna í síðustu ferð. En verð að fara að kippa því í liðinn því ég er að fá heimsókn eftir þrjár vikur og eftir fjórar vikur. Ekki amalegt það. Nóg að gera í öllu, ekki bara skólanum. Svo fer ég að kunna friends utan að held ég. Nota nefnilega hvert tækifæri til að glápa úr mér augun, þetta eru snilldar þættir. Svo er strætóbókin þessa dagana Da Vinci lykillinn og ég er ekki sátt við hvað strætóferðirnar eru orðnar stuttar allt í einu. Ég er aldrei nema rétt byrjuð að lesa. En þetta fer að koma, þarf að fara að mæta reglulega í DTU!!
Jæja, ég hef bara nákvæmlega ekkert meira að segja, nema jú, mig langar á U2 í Parken 31. júlí! Bless í bilinu....